Það heitir semsagt meðvirkni...

Ég hef enga djúpa sannfæringu fyrir því að Davíð Oddsson hafi rétt fyrir sér í gagnrýni sinni á Icesave samninginn og tel raunar að það mál allt sé gríðarlega flókið. Meðal annars vegna margra og misvísandi yfirlýsinga þriggja síðustu ríkisstjórna um ágæti bankakerfisins hér og ábyrgð okkar.

En mig furðar á svörum Steingríms J. Sigfússonar sem svarar engu efnislega, hvorki í gagnrýni Davíðs né nokkurs annars þó svo að honum standi til þess allir fjölmiðlar opnir. Sem kjósandi Vg í síðustu kosningum vona ég að það sé handvömm blaðamanns hvernig lokaorð viðtalsins við Steingríms líta út en þar segir hann um Davíð:

„Ég hélt nú satt best að segja að þessum kafla í íslenskri stjórnmála- og fjölmiðlasögu væri lokið að allt færi af hjörunum þegar heyrist í Davíð Oddssyni. Ég var farinn að vona að hann væri sáttur við sitt hlutskipti, hættur í stjórnmálum og kæmist vel af en menn ætla seint að komast út úr þessari meðvirkni.“

Ef það er raunverulega ætlan fjármálaráðherra að halda því fram að hvorki Davíð Oddsson né aðrir sem ekki eru á launaðir stjórnmálamenn megi skipta sér af stjórnmálum og það flokkist undir meðvirkni að hafa áhyggjur af kratastjórninni sem situr- ef það er svo Steingrímur, þá skuldarðu okkur kjósendum þínum afsökunarbeiðni. Við erum mörg lýðræðissinnar og viljum að allir hafi rétt til að taka þátt í hinni pólitísku umræðu.


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Sammála þér Bjarni.

Reynir Jóhannesson, 5.7.2009 kl. 13:16

2 identicon

Hef aldrei séð neinn stjórnmálamann ferðast jafn hratt lóðrétt niður á jafn skömmum tíma og liðinn er síðan að Steingrímur hvarf úr stjórnarandstöðu.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:21

3 identicon

Þetta var ódýr afgreiðsla hjá annars snjöllum ræðumanni og þöggunarþráhyggja þessi kann ekki góðri lukku að stýra.  Alveg sammála þér Bjarni.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:23

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég verð alltaf jafn undrandi þegar þú brigslar Vg og Steingrími um skort á lýðræðislegri vitund. Skortur á lýðræðislegri hugsun er hornsteinn í uppbyggingu Vg, þótt fyrirkomi að örla á þessari kennd, upp á síðkastið, hjá einstaka fulltrúa þess flokks.

En ég skil særindi þín.

Ragnhildur Kolka, 5.7.2009 kl. 13:26

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Tilraunir Steingríms , með öll sín leyni skjöl, minna á gjörning þann þegar Georg Bush vísaði í alls konar leyniskjöl um Írak og gjöreyðingarvopnin. Hér þarf þó enga vopnaeftirlitsmenn, því vopnið er öllum sýnilegt. Icesave samningurinn er gjöreyðingarvopnið sem granda mun landi og þjóð.

Haraldur Baldursson, 5.7.2009 kl. 13:39

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég er nú einginn vinstri maður eða aðdáandi Steingríms en mér finnst hann hafa rétt fyrir sér í þessu tilfelli. Tími Davíðs er liðinn. Hann hafði bæði völd og tækifæri til þess að afstýra hruninu en gerði það ekki. Og það má meira að segja færa gild rök að því að hann hafi átt stóran hlut í því að valda þessu hruni.

Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 13:45

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Bjarni,það að loka á að menn hafi skoðanir er ekki neinum til framdráttar,nema kannski V.G. en Davíð og allir fyrverandi stjórnmálamenn mega og eiga að hafa skoðun,það er oft talað við Steingrím Hermannsson og fleiri,þessir menn eru þegnar þessa lands og hafa fullt frelsi til að tala/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.7.2009 kl. 13:54

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er eftir þessum fjára að vilja ekki leyfa vitsmunalegum þungavigtarmönnum að afhjúpa glapræði hans og þjóðhættulega svikastefnu.

Jón Valur Jensson, 5.7.2009 kl. 14:14

9 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég get ekki séð að Steingrímur vilji banna mönnum að tjá sig. En hann er að vonum hissa eins og fleiri á því að ráðamaður nr.1 síðustu 20 árinn sé að geysast fram á völlinn og þykjast allt vita og allt hafa vitað, en af einhverjum ástæðum ekki gert neitt af viti til að forða þjóðargjaldþroti.

"Vitsmunalegir þungaviktarmenn"!!! Á maður að hlæja eða gráta!?

Og Jón Valur, þú ferð hér mikinn í bloggheimum og setur ofaní við menn sem ekki eru nógu tillitssamir við goðið DO og skrifi "óverðug" innlegg.

En hvað þýðir orðið "fjári" á íslensku? Og telur þú þér sæmandi að kalla ráðamenn nöfnum sem hafa sömu merkingu og andskoti, djöfull osfrv.?

Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 14:44

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér þykir verst sú sending sem fullorðið fólk fær hjá Steingrími. Hann vill meina að þeir sem komnir eru á eftirlaun eigi ekki að hafa skoðun á landsmálum. Fjandinn hirði gerpið !

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.7.2009 kl. 14:51

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Davíð er í afneitun á aðdraganda núverandi samkomulags!  Ýmislegt hefur áður verið gert og sagt í þessu máli, m.a. af honum sjálfum!  Viðtalið við Davíð er uppfullt af lýðskrumi hans, sem er svo sem ekki nýrr!

Auðun Gíslason, 5.7.2009 kl. 14:53

12 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég get ekki annað en tekið undir orð Jóns Braga hér að ofan. Ég trú ekki að menn séu búnir að gleyma hvern þátt Davíð Oddson átti í aðdraganda bankahrunsins, dettur nokkrum manni í hug að hann sé hvítþvegin í því máli. Nei ég tel ekki að Steingrímur sé eða banna neinum að tjá sig þó tek ég undir hans orð að Davíð hefði betur litið í eigin barm í stað þess að reina að finna sök hjá öðrum og þá síst hjá þeim sem eru að þrífa upp skítinn eftir fjárglæframenn bannkana og fyrri ráða menn þjóðarinnar þar á meðal Davíð Oddson. 

Rafn Gíslason, 5.7.2009 kl. 15:00

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gaman að sjá hvað Loftur Altice Þorsteinsson er alltaf orðprúður. - Það bregst aldrei. ... kurteisir og orðvarir eru þeir Sjálfstæðisflokksmenn og þjóðernissinnar  að vanda og ekki síst þeir sem telja sig til formennsku fallna.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.7.2009 kl. 15:16

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Landsbankinn í höndum Björgólfs og Kjartans Gunnarssonar var óskabarn Davíðs. Við mat á tilboðum við söluna fengu Björgólfarnir þau stig sem réðu úrslitum  fyrir djörf áform um harða útrás og hraðan vöxt sem sögð voru við mat á tilboðum falla best að stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, og vógu þannig upp lakast kaupverð.

Úr Mbl:

samson1_819061.jpgsamson3.jpg

Helgi Jóhann Hauksson, 5.7.2009 kl. 15:29

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Heildar-Skuldir Íslands - 13.059 ma.kr.

Einar Bj?rn Bjarnason Staðreyndin um heildar erlendar skuldir þjóðfélagsins, kemur fram á vef Seðlabanka Íslands: 1. ársfjórðungur 2009. Athugið, 13.059 milljarðar, eru heildarskuldir. Þessi upphæð skiptir þó máli. Nettóupphæðin, er 4.580 milljarðar, þegar reiknað verðmæti eigna upp á 8.479 milljarða hefur verið dregið frá.

"Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta árs¬fjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 13.059 ma.kr."

Til að allt teljist rétt, ber að geta, inni í þessari tölu, eru skuldir þrotabúa gömlu bankanna, sem skýrir hrollvekjandi hæð heildarsummunnar, áður en eignir eru dregnar frá, en einnig Landsvirkjunar, Orkuveitunnar og sveitarfélaga.

Athugið þó, að hvergi kemur fram hjá Seðlabanka Íslands, hvernig skuldirnar skiptast á milli aðila, t.d. hvaða hlutfall telst til gömlu bankanna.

Einungis upphæðin, 4.580 milljarðar jafngildir u.þ.b. 3,5 þjóðarframleiðslum,,,þá hafa allar eignir verið dregnar frá. Upphæðin, 13.059 á móti jafngildir u.þ.b. 10 þjóðarframleiðslum.

Erlend skulda/eignasta?a ?j??arb?sins

Það sem þarf að hafa í huga, að í þessum eignum, upp á 8.479 milljarða er ekki einungis að finna, eignir sem tilheyra uppgjörum hrundu bankanna. Heldur einnig, Landsvirkjun, orkukerfið, flutningskerfi hitaveitunnar, Orkuveitan og önnur skild orkufyrirtæki, hafnir og önnur mannvirki í eigu ríkis og sveitarfélaga; sem fræðilega er allt hægt að selja til að minnka skuldir. En, "common" það vita allir, að slíkt kemur ekki til greina.

Raunverulega staðan, er því einhvers staðar á milli  4.580 milljarða eða 3,5 þjóðarframleiðsla; 13.059 eða 10 þjóðarframleiðsla. Það skiptir, ef til vill ekki meginmáli, hvort raunveruleg staða er 9.000 milljarða eða 6.000 milljarðar. Því, meira að segja, 4.580 eða 3,5 þjóðarframleiðslur, er of mikið.

Þetta er raunveruleg staða mála. Sannleikurinn, er kominn í ljós.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2009 kl. 15:55

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er ekki gaman að sjá Helga Jóhann taka undir ómaklega sendingu Steingríms til fullorðins fólks. Ætla Vinstri Grænir að leggja í vana sinn, að nota öll tækifæri sem gefast til að lýsa þessari neikvæðu afstöðu til eldra fólks ?

Atlaga Icesave-stjórnarinnar að öryrkjum og ellilífeyrisþegum verður nú skiljanleg.

Við krefjumst þess að Steingrímur biðjist afsökunar !

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.7.2009 kl. 16:01

17 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Maður tekur eftir því að RÆÐUMAÐURINN SteinRÍKUR fetar í fótspor BLÁSKJÁS og notar "SMJÖRKLÍPUAÐFERÐINA" - sú aðferð er "ósmekkleg" í raun ekkert annað en "hroki" fólks sem hefur "mjög slæman málstað að verja" - þá er þessi leið ítrekað farin. 

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 5.7.2009 kl. 16:23

18 identicon

Félagi Bjarni !

 Já, " fjárinn" hirði gerpið Steingrím J., !!

 Spurning ársins - já spurning næstu framtíðar á Íslandi, er hinsvegar þessi.:  Hvaða og hvar er sá LAGABÓKSTAFUR sem segir skýlaust, afdráttarlaust, að Íslandi beri óhrekjanleg lagaleg skylda að greiða skuldir EINKAfyrirtækisins" Landsbanki Íslands" ??

 Endurtek, hvar er þau lög að finna  ??

 Auðvitað er þetta mál dómstóla.

 Við eigum að stefna.

 Og þó, eða hvað sögðu Rómverjar ?
 Jú, þeir sögðu.: " Actio personalis moritur cum persona",  þ.e. " Dauðir menn stefna ekki" !!

Kalli Sveinsss (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:54

19 identicon

Ég sé að ég þarf að bregða skildi fyrir Steingrím þistilfirðing! Hér í þínum véum Bjarni, er hart vegið að kappanum frá Gunnarsstöðum. Samt er hann að moka flór sem hann kom hvergi að í útskitu. Er mottóið bara að höggva þegar menn liggja vel við höggi? Það er ekki bjarnaharðalegt. Stoppaðu þessa skræku Katla. Auðvitað má Davíð segja sitt. Hélt bara að hann væri ekki farinn að bulla strax eftir hálft ár á helgum steini. Smjölíkisklípa Bjarni, ekki satt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 17:32

20 identicon

,,Atlaga Icesave-stjórnarinnar.."

Er það ekki rétt að framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn eigi þetta ICESAVE  má , einir og óstuddir ?

Það koma alltaf fram einhverjir úr þessum tveimur flokkum með sögufalsanir !

Allt sem við þurfum að gera í dag, líkafyrir ,,gamalt fólk"  er vegna gerða þessara tveggja flokka !

Sögufalsarar reynið ekki að kenna öðrum um eigin gerðir !

Framsóknarflokkurinn, þegar Bjarni Harðarson var þar meðlimur, og sjálfstæðisflokkurinn  eiga heiðurin af því ástandi sem við búum við í dag , og eiga líka heiðurin af þeim álögum sem verið er að setja á íbúa þessa lands !

 Munið þetta og segið börnum ykkar og barnabörnum líka frá þessu !

JR (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 17:35

21 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað ætli menn þurfi að vinna mikil óþokkaverk gagnvart þjóð sinni til að verða ákærðir fyrir landráð?

Að sjálfstæðismenn skuli voga sér að reyna kenna Steingrími J. um þann ægilega vanda sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið þjóðinni í ber ekki einasta vott um áunna heimsku heldur og forhert innræti, innblásið af heift og illgirni.

Jóhannes Ragnarsson, 5.7.2009 kl. 17:56

22 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það ætla fáir Steingrími mannvonsku (jafnvel ekki þeir sem hann plataði til að greiða VG atkvæði sitt með einarðri andstöðu við ESB). Það er samt eitt að vera falið erfitt og mikilvægt verk; og svo allt annað að hvernig menn ljúka því verki. Það er engum vafa undirorpið að samningagerðin hefur verið erfið. Þess vegna kjósa ríkisstjórnir og fyrirtæki oftast að ráða til verksins sérfræðinga í samningagerð. Það eru til fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki sem sérhæfa sig í samningagerð.

Samningagerð er fag sem lýtur tækni og skipulagi. Það sest engin óvandur maður (óháð menntastigi) til verksins og ætlast til að ná góðum samningi á móti einvala liði. Svavar Gestsson er vafalaust fær maður, en hann hefur ekki sérhæft sig í samningagerð.

Það var sparað á röngum stöðum...þarna átti ekki að spara. Hvers vegna það vara sparað er svo önnur spurning...var það kannski stolt ?

Haraldur Baldursson, 5.7.2009 kl. 18:05

23 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hér er dæmi um fyrirtæki sem sérhæfir sig í samningum og kennslu í samningatækni. http://www.negotiate.co.uk/index.htm

Haraldur Baldursson, 5.7.2009 kl. 18:07

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það vill nú svo til að Davíð Oddsson er líklega fróðasti tiltæki einstaklingurinn um aðdraganda og þróun útrásarinnar og hans umsögn er þess verð að hlusta á. 

Á sínum tíma var hann tilþrifamikill stjórnmálamaður og ber eflaust einhverja ábyrgð á að "útrásarrónum" var sleppt lausum, en þegar hann reyndi að stöðva þá, átti hann við pólitískan og persónulegan erkióvin að eiga; Ingibjörgu Sólrúnu, sem ég tel að hafi gert þau mistök að álíta að allir óvinir Davíðs væru sjálfkrafa hennar vinir.

Steingrímur J gerir nú þau mistök að telja að alþýðufólk eigi ekki að skipta sér af stjórnmálum milli kjörfunda; eða eins og hann segir sjálfur; "ég hélt að Davíð Oddsson væri hættur í stjórnmálum".  

Reyndar eru sum okkar bara rétt að byrja...

Kolbrún Hilmars, 5.7.2009 kl. 18:38

25 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Smá komment ef ég má. Mér finnst eðlilegt að Bjarni Harðar, sem lýsti yfir stuðningi við VG í kosningum í vor, sé sár og svekktur yfir þessari stöðu í Icesavesamningsmálinu. Hann á auðvitað að skammast í þeim sem hann kaus og krefjast svara. Ef Steingrímur væri í sinni gömlu stöðu þ.e. stjórnarandstöðu þá væri hann að æpa um óhæfi manna til að semja og stjórna, samanber hann sjálfan og Svavar Gestsson. Hvort Davíð segir eitthvað eða ekki skiptir engu máli. Við í Frjálslyndum höfum sagt þetta allt áður en það má auðvitað ekki nefna það. Það er rétt sem DO segir en manni gremst að hann skyldi ekki tala hreint út fyrr en í þessum kastljósþætti þegar allt var komið í buxurnar. Eru menn búnir að gleyma að Samfylkingin var á vakt þegar ljóst var að bankarnir myndu falla og Ingibjörg þagði þunnu hljóði í marga mánuði. Muna menn ekki að  Þorgerður Katrín atyrti bæði Davíð og erlenda fræðimenn sem sögðu sannleikann og sannfærði landann um að allt væri í besta standi. Hún skyldi þó aldrei hafa verið áhyggjufull yfir skuldastöðu heimilisins.

Ekki skrýtið að ímyndarsmiður Samfylkingarinnar bregði skyldi fyrir Gunnarstaðagoðið, sem ég tel að geti vel varið sig sjálfur. Minnir mig á smáfuglana sem hlaupa kvakandi frá hreiðri sínu til að leiða athygli frá því. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.7.2009 kl. 18:57

26 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég ætla, að biðja fólk, að spara við sig brigsl um landráð.

Slíkt tal, hjálpar ekki neitt.

Einhvern veginn, þarf að stöðva þetta mál. Það þíðir, að það þarf að sannfæra.

Hluti, VG, er sannarlega á móti Icesave samningnum, en ég er einnig viss, að það fólk, kann ekki við, að formaður þeirra sé kallaður e-h svikari.

Það sem ég er að segja, að ef við yfirskjótum, getum við skaðað okkar eigin málflutning.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2009 kl. 19:04

27 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Hafi einhvern tímann örlað á forsjárhyggju hjá formanni VG, þá eru þessi ummæli hans sannarlega þess efnis.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.7.2009 kl. 00:38

28 identicon

Íslensk þjóð á mikla gersemi í Jóni Vali Jenssyni.

Jón Valur!!  Ég bið þig að leggja þína líknandi og afhommandi hönd á alla föðurlandssvikara, D(av)rottinslastara og kynvillinga.

Að eilífu, amen.

marco (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 01:39

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Fjári" er alkunnugt skopnefni fjármálaráðherra, hefur verið notað árum saman. Ég held, að sá, sem nú situr á ráðherrastólnum, sé ekki með hala og klaufir. En klaufi er hann. Einar Olgeirsson myndi snúa sé við í gröfinni, ef hann vissi af þessari þjónkun við gömlu nýlenduveldin, það brezka og hollenzka.

Jón Valur Jensson, 6.7.2009 kl. 13:39

30 identicon

Hvað ertu að draga Einar heitinn frænda minn Olgeirsson inn í þetta.  Hann var nú kallgreyið þekktur af þjónkun við annað stórvrldi á sinni tíð.

Gott væri ef þú gætir snúið þér heill og óskiptur að því kristilega kærleiksverki að afhomma forina.  "For" er alkunnugt skopnefni forsætisráðherra, hefur verið notað árum saman. (Sic)!

marco (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 16:57

31 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hafi einhvern tímann örlað á forsjárhyggju hjá formanni VG, þá eru þessi ummæli hans sannarlega þess efnis.

Þetta er fyndnasta komment sem ég hef séð lengi. Flott hjá þér GMaría.

Fjári finnst mér "fjári" gott uppnefni á fjármálaráðherrann. Ekki síst úr munni Jóns Vals. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.7.2009 kl. 18:11

32 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svo er nafnorðið ,,nári" alkunnugt orð yfir meðlimi náhirðar Davíðs Oddssonar. Þekktir nárar úr hirðinni eru Hannes Hoho, Jón Steinar og Björn Bjarna, allt fyrirtaks nárar og einkar geðslegir menn.

Hinsvegar er það mál sannfróðra manna, að Jón Valur sé ekki nári heldur mári, en það skýrir að sjálfsögðu margt í hans fari. Og fyrst ég er kominn út í þessa sálma má geta þess að Loftur okkar hérna Altice kefur lengi gengið undir gælunafninu ,,klári", ekki af því að hann sé svo klár heldur vegna langvarandi aðdáunar á þeim eðla drykk Kláravíni.

Jóhannes Ragnarsson, 6.7.2009 kl. 20:06

33 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar rökin þrýtur verður sumum það á að grípa til mykjudreifarans.  Í því tilfelli er alltaf skynsamlegt að kanna fyrst vindáttina svo mykjan slettist ekki í öfuga átt við það sem ætlað var...

Kolbrún Hilmars, 6.7.2009 kl. 20:33

34 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mikið er nú gott að Kolbrún Hilmars skuli njóta þess svona vel að standa undir bununni á mykjudreifaranum hjá Davíð Oddssyni og Agnesi Bragadóttur.

Sennilega er kerlingarkálfurinn ,,nári" þegar allt kemur til alls.

Jóhannes Ragnarsson, 6.7.2009 kl. 21:06

35 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hverskonar kerlingatal er þetta. Það er ekki eins og "kerling" sé eitthvert skammaryrði. Mér dettur í hug hvort ekki verður til nýtt uppnefni "tári/a" þegar kjósendur VG þurfa að bera ábyrgð á samþykkt Icesave-samningsins. kveðja Kolla,  hin  kerlingin.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.7.2009 kl. 22:06

36 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það versta sem gat komið yfir okkur var þessi Samspillingarstjórn með rakknana VG í eftirdragi.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 00:45

37 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jæja Ágúst og hvar er þá kerling "staðsett" í samfélaginu? Nú veit ég ekki hvað þú ert gamall, kannski ekki fermdur ennþá m.v. myndina af þér, en þroski og reynsla af konum er allavega ekki að buga þig. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.7.2009 kl. 01:25

38 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Vertu ekki að ergja þig á svona peyjum Kolbrún mín. Svona menn eins og Ágúst eru ekki marktækir.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 01:32

39 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég skil ekki hvaða æsingur þetta er í Jóni Vali og fleirum sem halda því fram að Steingrímur sé að banna fólki (DO) að tjá sig. Hann er bara að furða sig á þessum ummælum eins og fleiri.

Eruð þið sem gagnrýnið Steingrím J og fleiri eitthvað að banna honum að tala, eða að gera atlögu að málfrelsinu?

Ég get ómögulega séð það.

Ég var hins vegar á alveg ljómandi skemmtilegum og athyglisverðum miðilsfundi um daginn. Þar kom fram maður sem kvaðst hafa verið uppi í Þýskalandi framundir miðbik tuttugustu aldar og heita Adolf (Hitler eða eitthvað svoleiðis í eftirnafn). Hann sagðist alla tíð hafa séð fyrir að heimstyrjöldin seinni myndi enda með ósköpum og í viðræðum sínum við Göring og Himmler hefði hann sagt á þá leið að "þið getið herjað og eyðilagt allt í Póllandi og Rússlandi en þið hafið ekkert leyfi til þess að eyðileggja Þýskaland fjárarnir ukkar"!

Samt hefði verið látið alveg fáránlega illa við sig og vondir menn hefðu sótt að sér með vopnum og reynt að flæma sig útúr einhverju seðlabankalíku vel steyptu byrgi þar sem honum fannst hann eiga svo vel heima og vera þjóð sinni til gagns og sóma þar sem hann sat...

Jón Bragi Sigurðsson, 9.7.2009 kl. 12:40

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þær taka á sig ýmsar myndirnar, tilraunir manna til að ræða ekki málefni, þegar Davíð leggur fram afar mikilsvert framlag í Icesave-umræðuna. Blogg um það eru sennilega tífalt fleiri í skítkats-anda og með fortíðarmál sem aðalinntak heldur en hin, sem þreyta rökræðu við hann um það málefni, sem hann vildi ræða við þjóð sína. Dæmigerð eru viðbrögðin fyrir það versta sem rúmast undir hugtakinu "íslenzkir umræðuhættir", og greinileg er hin afar útbreidda minnimáttarkennd gagnvart þessum manni; menn þora ekki í hann á eðlilegum rökræðugrundvelli – eða geta það ekki.

Jón Valur Jensson, 9.7.2009 kl. 20:37

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lokaorð mín hér virðast einnig eiga við sjálfan fjármálaráðherrann, því að eins og Bjarni greinarhöfundur (og kjósandi Vinstri grænna!) segir hér efst á síðunni: "En mig furðar á svörum Steingríms J. Sigfússonar sem svarar engu efnislega, hvorki í gagnrýni Davíðs né nokkurs annars þó svo að honum standi til þess allir fjölmiðlar opnir."

Jón Valur Jensson, 9.7.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband