Áskorun til lýðræðis- og lýðveldissinna

 

Áskorun til allra Lýræðissinna: Mætum öll á Þingvöll til að endurvekja heit okkar sem íslendingar.

Þriðjudaginn 14. Júlí klukkan 20.00 mun ég mæta á Þingvöll í litlu sætin fyrir framan miðja Almannagjá á svæðinu fyrir ofan Þingvallakirkju. Þar mun ég sem íslendingur lesa upp 3 eða fleiri atriði af blaði til að endurvekja heit mitt sem Íslendingur.

Ykkur er velkomið að gera það sama! Að mæta þarna og lesa upp 3 atriði af blaði sem ykkur dettur í hug. Til dæmis það sem hægt væri að gera í vinnu til stuðnings okkur sem Lýðveldissinnum. Þetta er það eina sem þarf að gera nema þá að hlusta þegar að aðrir lesa líka.

Tilgangurinn með þessu er að vekja samhug okkar allra sem Lýðveldissinna. AÐ setja í gang kraft vinnu gegn inngöngu í ESB!

Ef einhver samtök? kannski Heimssýn og eða Fullveldissamtökin vill vinna að þessu að fá fjölmiðla til að mæta á svæðið þá er það velkomið.

En hvort sem einhverjir fleiri mæta en ég eða ekki. Þá mun ég mæta vikulega til skiptis í Lýðveldisgarð íslendinga á Hverfisgötu 23 (rétt hjá Þjóðleikshúsinu og á móti Bílastæðahúsinu) og á Þingvöllum. Aðra hvora viku á hvorn stað.

Því fleiri sem mæta því eftirtektarverðra og mikilvægra fyrir okkur öll.

Engvar ræður aðeins upplestur af blaði.

Bestu kveðjur,
Guðni Karl, eldheitur Lýðveldissinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband