Verri en útrásarvíkingarnir

Þessir skálkar eru verri en útrásarvíkingarnir, sagði fastagestur sem var að kveðja hér í Sunnlenska bókakaffinu og var að tala um VG menn og Framsóknar sem ætla í kvöld að greiða atkvæði með ESB. Og bætti við:

Þeir hafa verið varaðir við og látið kjósa sig á Alþingi út á andstöðu við ESB en ætla samt. Það varaði enginn útrásarvíkingana við, þeir voru alltaf klappaðir upp og gerðu sér enga grein fyrir hvað þeir voru að gera en Ögmundur og Steingrímur vita það vel.

Við fyrstu sýn er samlíkingin gróf en þegar að er gáð er þetta rétt. Staðreyndin er að Íslendingar verða lausir út úr skuldum útrásarvíkinga, hvort sem þær heita Baugur eða Icesave, á sirka  100 árum en það getur tekið okkur 8 aldir að endurheimta sjálfstæðið ef það verður nú fært evrópskum nýlenduherrum á silfurfati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100 ár er hugsanlega rétt hjá þér, sennilega aldrei nema að til komi olíuauður eða milljóna túristastraumur, en átta aldir af töpuðu sjálfstæði...? Rugl Bjarni, þú veist betur.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Ég verð að segja að ég er algerlega sammála þessum fastagesti hjá þér. Útrásarvíkingarnir held ég að hafi verið á einhverju og haldið að þeir gætu allt og alltaf fengið lausnir og lán í útlöndum en þingmenn sem hafa getið sér frægðar fyrir úrtölur og afturhald hljóta að sjá hættuna sem þeir eru að demba þjóðinni í. Mér finnst sjallarnir vera að sækja í sig veðrið og eru nokkuð sannfærandi á köflum en ættu ekki að flagga Þorgerði Katrínu of mikið akkúrat núna, þó hún sé frábær ræðumaður. Meira að segja frjálshyggjufrömuðurinn Pétur Blöndal fer á kostum í þinginu núna. Afar fyndið að heyra Þráinn vera á móti því að spyrja fólkið álits Með kveðju Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.7.2009 kl. 00:31

3 identicon

Þessi ESB leið er naudsynleg fyrir okkur svo umheimurinn sjái að við ætlum að taka til hjá okkur og stefns í að verða vestrænt lýðræðisríki með virkani dómstólum. Ef svo þessi leið hugnast okkur ekki þegar við erum búin að fá öll spilin upp á borðið þá þurfum við ekki að ganga inn. um það verður kosið. kv. þþ

þþ (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 00:41

4 Smámynd: Andrés.si

Þeir foru illa með ykkur, flest öllum held ég. Um er að ræða stríðs ástand, nema hvað engin segir um það.  Enfaltlega er það þannig að fyrst á að skúðsetja þjóð og svo draga inn í bandalag. Ísland er ekki eins dæmi í Evrópu en rétt er að þetta stríðs ástand fer ekki fram með bisum sem betur fer.

Andrés.si, 16.7.2009 kl. 01:11

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

ÞÞ. Við erum vestrænt lýðræðisríki, með tengingu við ESB í gegnum EES og með virkt dómskerfi sem er að byrja að skila árangri í hreinsunum núna. Ég sé ekki ástæðu til að blekkja stjórn ESB með því að stofna til viðræðna ef þjóðin vill það ekki. EF við göngum inn í ESB, með þeim afarkostum sem virðast fylgja, erum við að glata stórkostlegu tækifæri til að endurbyggja Ísland á okkar eigin forsendum. Ef við verðum beitt ofbeldi af Evrópulöndum þá sýndi það umheiminum andlit samtakanna en segði ekkert um okkur. Ég hef þó enga trú á að svo muni fara. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.7.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Í umræðuþættinum í gærkvöldi líkti Baldur Þórhallsson stöðunni á Alþingi við stöðuna meðal „baltnesku þjóðarinnar“ sem „var algjörlega klofin í tvennt...og það var þingið líka“. Hann hlýtur þarna að eiga við Lettland eða Litháen.

Ég fæ ekki betur séð en þetta sé rangt hjá honum. Báðar þjóðirnar sóttu um aðild að ESB árið 1995. Á lettneska þinginu studdu allir þingflokkar yfirlýsingu um að landið gerðist aðili að ESB og á litháíska þinginu voru sennilega þrír stærstu þingflokkarnir hlynntir aðild þótt umsóknin væri lögð fram af ríkisstjórn Lýðræðislega verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hafði 73 af 141 sæti sem er á litháíska þinginu en samanlagt höfðu þessir þrír flokkar 121 sæti.

Guðmundur Guðmundsson, 16.7.2009 kl. 09:02

7 Smámynd: Offari

Sæll Bjarni Ég tel munin á Útrásvíkingum og þingmönnum sem setja atkvæði sitt á Esb vera mjög mikinn. Útrásarvíkingarnir hugsuðu bara um sinn eigin hag án tilit til annara. En þingmenn kjósa Esb því þeir telja þetta geti bjargað þjóðarskútuni.

Ég veit vel að þeir þingmenn sem samþykktu að einkavæða bankana á sínum tima gerðu það því þeir töldu þetta auka hag þjóðarinar en nú vilja menn meina að þeir hafi gert þetta fyrir vini sína.

Ætli þeir sem samþykki Esb aðildarviðræður fái ekki á sig svipaðan stimpil þega Esb hefur þurkað upp fiskimið okkar? Þótt ég efist ekki um að þetta sé allt gert með góðum hug.

Offari, 16.7.2009 kl. 10:31

8 identicon

Ég er á móti inngöngu í ESB og hef lengi verið. Mér blöskraði reglugerðafarganið þegar ég keypti ágætis þoluljós á bílinn og fékk ekki skoðun af því að ljósin voru ekki CE merkt .Ég hélt í barnaskap mínum að þeir í Japan gætu framleitt nothæfar bílavörur. Ég skil ekki hvernig fólk sem tengist landbúnaði getur lofað þetta batterý og sótt í náðarfaðm þess.  ´´Eg held að okkur væri betur borgið sem eitt af fylkjum Bandaríkjanna. Góðar stundir

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 10:40

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er gott að hafa asklok fyrir himinn

Finnur Bárðarson, 16.7.2009 kl. 17:14

10 Smámynd: Haraldur Pálsson

Já Bjarni, þetta kaustu vinur.

Haraldur Pálsson, 17.7.2009 kl. 11:31

11 Smámynd: Andrés.si

Hér á landi voru í viðskipta erindi 5 forstjórar frá Slóveníu sem er EU aðili.

Svo tölum við saman um hitt og þetta þegar einn sagði.  Skriffinska og reglugerð get vel grafið EB. Heima fer vegna allar aðlaganir til Bruselj bara alt í óréðu.   Mennr allir voru forstjórar í orku bransanum.  

Andrés.si, 18.7.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband