Vanhæf ríkisstjórn

Vanhæf ríkisstjórn kallaði fólk utan við Alþingishúsið fyrir ári síðan og á kannski enn betur við nú þegar eina bjargráð stjórnvalda er að kyssa vönd kvalara sinna. Duglaus var Geir en sæmilega meinandi.

Það er ekki einu sinni að þjóðin geti treyst því að núverandi stjórnvöld vilji vel nú þegar bæði Steingrímur og Jóhanna eru orðin að einhverskonar ESB umskiptingum og Össur líklega valdamesti maður landsins! Það er vitaskuld fráleitt að Ísland þurfi að hlýða gömlum nýlenduveldum sem hafa skilið eftir sig skítug skóför um allar álfur og aldrei greitt til baka fyrir glæfraverk sinna eigin Íslandsbersa. Kröfur Breta og Hollendingaer eins og Eva Joly bendir á fráleitar.

Stjórnin er ekki bara vanhæf fyrir það að ætla að samþykkja Icesave og þvinga okkur inn í ESB í blóra við bæði þingmeirihluta og þjóðarvilja. Stjórnin er líka vanhæf fyrir það að hafa í engu tekið á þeim vanda sem síðasta ríkisstjórn var gagnrýnd fyrir. 

Við skulum ekki reikna með að það verði svipuð mótmæli á Austurvelli aftur en ólgan í samfélaginu er að verða svipuð og var. Greining Evu Joly nú og uppljóstranir úr lánabók Kaupþings kalla á tafarlausar aðgerðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Vandamálið er það stórt að enginn veit hvernig við leysum úr þessum vanda. Það hefði verið allveg sama hvaða ríkisstjór tók við þessu óskunda það hefði litlu breytt.  Hinsvegar finnst mér ósmekklegt að nota þetta óstand til að þvinga okkur inn í Esb.

Offari, 1.8.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Geir vel meinandi? Já, örugglega, einkum þegar hann greiddi 270 milljarða úr ríkissjóði til bjargar smælingjunum sem áttu sparifé sitt inni á peningamarkaðssjóðum!!

Ingimundur Bergmann, 1.8.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála eins og oftast/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.8.2009 kl. 20:57

4 identicon

Kannski , bara kannski, væru málin aðeins betri ef SF hefði ekki eytt öllum þessum tíma í ESB vitleysu sem mun aldrei verða samþykkt ! ALDREI!

Aumingjar !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:09

5 identicon

Þá voru dagarnir betri og bjartari þegar Framsóknarflokkurinn sáði til Hrunsins - uppskeruni vill hann ekki eiga.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Geir meinti vel?????????????????????????????????????????? Bjarni ertu genginn af göflunum, maðurinn gat ekki svo mikið sem þóst hafa hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi en um leið og komst upp um risamúturstyrki FL-okksins þá lét hann sig umsvifalaust falla á sverðið fyrir FL-okkinn.

EF þú heldur að einn einasti þingmaður SJálfstæðisflokksins hafi einhverja hagsmuni aðra en auðvaldsins sem þeir þjóða í fyrirrúmi (nú sem aldrei fyrr) þá ertu augljóslega ekki eins skarpur og ég hef haldið hingað til.

Þór Jóhannesson, 2.8.2009 kl. 01:28

7 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Undarlegt er það þegar fólk er komð á miðjan aldur að það sé ekki ennþá að fatta að sjálfkrafa eru allar ríkisstjórnir vanhæfar. Þegar ráðherra er kallaður inn í kerfið er hann samstundis andlega dauður. Þetta lýðræðis dauðyflis kerfi var hannað af upplýsingarmönnum sem vildu fyrir alla muni forðasr viðhorf skrílsins, Samt er jafnvel hægt að hafa samúð með samtímaskrílnum em sér ekkert beint fyrir framan nefið á sér.

Þorri Almennings Forni Loftski, 2.8.2009 kl. 09:04

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bjarni... þú ert í minnihluta með 19. aldrar skoðanir þínar. Meirihluti þjóðarinanr vill sækja um aðild að ESB og síðan fer það í þjóðaratkvæði. Ef þú getur ekki virt leikreglur lýðræðisins án þess að nöldra yfir vilja meirihlutans þá ertu einræðissinni sem kannt ekki á leikreglur lýðræðisins. Það er sorglegt en líklega ólæknandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2009 kl. 10:40

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jón Ingi telur það vitni um 19. aldar sjónamið, að vilja þjóð sína frjálsa og ekki undir þjóðir setta sem eru fyrrum Nýlkendukúgarar og ómenni við völd þar.  Þá er baar gott að vera í þiem hópi.

Hinnsvegar er með kerruhesta, að sumir eru speldaðir og hafa afar þrönga sýn.  Svo mun um ESB sinna og þá sem vilja binda trúss sitt við þjóðir á borð við Breta, SVía (hverjir fara fremst í flokki kúgara okkar innan Norðurlandahópsins)  Hollendinga og nú Spánverja, sem halla mikið til að koma úthafsflota sínum að okkar ströndum.

Vonandi mun það verða áhrínisorð á Jón, niðurlag innleggs hans um, að nafni fari nú ekki að nöldra um vilja ,,meirihluta" þjóðarinnar.

 Mín trú er sú, að þegar þjóðin hefur horft á lydduskap og undirlægjuhátt Samfó og flestra í VG við ESB vendina alla og tilraunir útlendra valkyrja (Evu Jolin) til að leiðrétta kúrsinn hjá Jóku og Skalla gamla, því bæði eru þau búin að missa móðinn ef þau þa´einhverntíma höfðu móð,-----muni þjóðin kjósa ESB burt og vonandi í kjölfarið EES burt líka því að er ekkert annað en helsi þjóðrinna sem best kom fram í aðdragaand hrunsin og kærumálum peningavaldsins gegn hverjum tilraunum til að reisa rönd við þjófnuðum og féflettingum.

Miðbæjaríhaldið

Vonandi forn í hugsun, því ef hitt er á baugi vill hann fekar vera með ásum.

Bjarni Kjartansson, 2.8.2009 kl. 11:12

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi málflutingur miðbæjaríhaldsins er eimitt það sem kallað er forpokaður og fordómafullur málflutingur. Uppnefna fólk, forðast efnislega umræðu, yfirdramatisera... móðgun við fólkið í landinu og upplýsta, skynsamlega umræðu.

Nú erum við á leið inn í upplýsta umræðu þar sem þjóðin ræðir þessi mál og fær til þess vönduð gögn byggð á réttum upplýsingum. Sjónarmið verða sett fram með og á móti og það rætt.

Skotgrafaklúbburinn verður síðan áfram í sínum skotgröfum og heldur áfram uppteknum hætti að nöldra og nudda um allt annað en það sem skiptir meginmáli, uppnefna og skammast.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2009 kl. 11:41

11 identicon

Bjarni minn, ég hef nú séð þig skrifa betur en þetta.

Hún Jóka er nefnilega enginn ESB um-skiptingur, meiriparturinn af krataklabbinu hefur alla tíð verið á ESB árinni. En skalla-grímur með tunguna stóru er náttúrulega eitthvað umpólaður, því að Ragnar Reykás er ekki hálfdrættingur á við hann.

Legg ég nú á og mæli um að hún Eva okkar Joly standi fast á sínu, tosi í skeggið á Össuri þar til að hann tárast, og glansbóni Steingrím. Svo má hún beita hælkrók á Jóku, - hún var flugfreyja þannig að hún hefur að minnsta kosti einhvern mentunargrunn til að bregðast við brotlendingu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:27

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kerruhestar eru vænstu dýr en vart til forvistu.

upplýst umræða um sjálfsákvörðunarrétt er vel þegin.

Upplýst umræða um sjálfsákvörðunarrétt í þeim  málum sem máli skipta, svo sem auðlindir og yfirráð yfir þeim veel þegin en ekki eitthvað loðið og teygjanlegt.

TÍMABUNDIN UNDANÞÁGA ER EINMITT ÞAÐ TÍMABUNDIN.

Uppnefnið kerruhestar er ekki svakalegra en forpokaðir, fordómafullir og svo framvegis.

Mikið liggur illa á ESB undirlægjum (enn eitt uppnefnið en réttnefni þó) þegar framganga þeirra átrúnaðargoða er með þekktum hætti Nýlendukúgara.  Landa á borð við Bretland og Holland.

Upplýsta umræðu um yfirráðin og sjálfsákvörðunarrétt ESB ríkja takk.

Það  kvað nokkuð vanta á hjá Írum og Eystrasaltsþjóðum svo sem Lettum.

Mibbó

forpokaður 19. aldar hugsunarhháttar skotgrafahernaðar gaur

Bjarni Kjartansson, 2.8.2009 kl. 12:30

13 identicon

Allt satt og rétt Bjarni! Nú þarf að fara að safna liði!

Bretar og Hollendingar eru blóðugir upp að öxlum, og margir fleiri og sitja enn á þýfi liðinna alda! Ekkert greitt til baka, afsökunarbeiðnir fáar.

Þessi ríkisstjórn er VANHÆF! Og gott betur! Hvernig menn orða það hvort Geir Haarde sé ágætur drengur skiptir þar engu.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:42

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Guðmundur Brynjólfsson - það er vissulega eitt sem er verra en að núverandi ríkisstjórn fari frá. Og það óttast þjóðin meira en allt - að samsteypustjórn auðvaldsins úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn komist til valda að nýju og það heldur aftur af byltingunni. Guð blessar ekki Ísland eins og engillinn Geir Haarde bað um með þeim viðbjóði að fá þá Bjarna Ben og Sigmund Davíð til valda - tvo silfurskeiðaramlóða að hætti Georgs Bush!

Þór Jóhannesson, 2.8.2009 kl. 12:50

15 identicon

Silfurskeiðaamlóði. Flott orð. Minnir nánast á Bólu-Hjálmar sem kvað eitt sinn :

Eru þar allir aumingjar

Og illmenni þeir sem betur mega

Nú er bara spurningin hvaða flokki hver tilheyrir, en mér sýnist litlu skipta hvar í flokki menn standa.  Þjóðstjórn væri skárri en alger umskipti. Enda er það fyrirkomulag vel þekkt í sögu margra ríkja á erfiðum tímum, meðal annars hjá Íslendingum....og Bretum ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:42

16 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þjóðstjórn án Sjálstæðisflokksins væri e.t.v hægt að fallast á en glæpur þess flokks er slíkur að það væri álíka ásættanlegt að þeir hefðu eitthvað um þjóðstjórnina að segja og ef þjóðernisflokkur Þýskalands hefði komið að uppbyggingu þeirrar þjóðar eftir seinni heimsstyrjöldina (og þetta eru ekki ýkjur þarna er bara stigsmunur á ekki eðlismunur, jafnvel þótt þeir síðarnefndu hefðu myrt milljónir manna á sinni stjórnartíð að þá var afleiðingin fyrir þjóðirnar ekki ósvipuð).

Þór Jóhannesson, 2.8.2009 kl. 13:48

17 Smámynd: Haraldur Baldursson

Aðstoðamaður forsætisráðherra skýtur á Evu Joly. Það er útilokað annað en að hann hafai fengið leyfi til þess frá Jóhönnu.

Staðfesting á ummælum Hrannars veitir Jóhanna með því að segja pilti ekki upp umsvifalaust.
HRANNAR ÞARF AÐ VÍKJA FYRIR ÞESSI UMMÆLI !
Ef ekki hann, þá stjórnin öll.

Samfylkingin er óstjórnhæf sökum ESB blindu. Maður setur ekki snjóblindann við stýri og ekki Samfylkinguna í stjórn.

xV+xO+xB+xD STRAX !

Haraldur Baldursson, 2.8.2009 kl. 16:55

18 Smámynd: Katrín

Getur ekki verið að grein Joly sé skrifuð með vitund þeirra Jóhönnu og Steingríms?  Hver er betri til að skera þau úr snörunni en ESB þingmaðurinn Eva Joly?? 

Katrín, 2.8.2009 kl. 17:18

19 Smámynd: Katrín

..betri til þess fallin.. vantar þarna inn í:)

Katrín, 2.8.2009 kl. 17:19

20 Smámynd: Bjarni Harðarson

Jón Logi skrifar: Hún Jóka er nefnilega enginn ESB um-skiptingur, meiriparturinn af krataklabbinu hefur alla tíð verið á ESB árinni.

Þetta er ekki allskostar rétt. Jóka og reyndar Össur líka hafa alltaf tilheyrt þeim hluta Samfylkingarinnar sem hefur ekki trúað nema til hálfs á ESB en hafa svo algerlega snúið sér á þá árina núna i algeru úrræðaleysi og popúlisma. Þessa afstöðu Jóhönnu má meðal annars sjá í viðtali við hana í að mig minnir Viðskiptablaðinu sumarið 2007. Það er erfiðara að henda reiður á Össuri í þessum efnum og er svosem ekki nýtt...

Bjarni Harðarson, 2.8.2009 kl. 17:30

21 identicon

Ja hvur skrattinn! Þá er maður leiðréttur, en ekki mjög sverlega þar sem að eingöngu er um að ræða 50% ESB trú sem breyttist í 100%. Þá er það bara spurning hvort að þessi popúlismi komi ekki í hausinn á henni þar sem að síðast er ég gáði var meirihluti þjóðarinnar á móti aðild.

Og Össur, - þar er ég þér sammála.

Það væri gaman að sjá þessa grein.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 09:40

22 identicon

Kæri Bjarni þessi ríkisstjórn er ekki "vanhæf", slíkt orð gefur í skyn að þessi ríkisstjórn hafi einhvern tímann verið "hæf", en það hefur aldrei verið...!  Á bloginu mínu (fun.blog.is) bendi hins vegar á að þessi ríkisstjórn er "vita gagnlaus" og "í raun stórhættuleg land & þjóð".  Ég held að allir átti sig á þessari augljósu staðreynd, meira að segja kjósendur XS og er þá mikið sagt!  Í janúar 2009 spáði ég því að hér myndi allt sjóða upp úr í haust, og hingað til hef ég ekki haft rangt fyrir mér, því miður.  Samspillingin veldur ekki þessu erfiða hlutverki að stýra þjóðarskútunni, hafa ítreka opinberað aumingjaskap sinn.  Þeir virkja því miður ekki hæfast fólkið í sínum flokk og svo virkja þau heldur ekki "Heilbrigða skynsemi" og því fer sem fer...lol..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband