Söng- og sagnaskemmtun í bókakaffinu á morgun laugardag kl. 5

new_image.jpgSunnlenska bókakaffið er í útrás og á morgun klukkan 17 opnum við Litla Menningarsalinn hér á Austurvegi 22 með formlegri borðaklippingu og skemmtiatriðum.

Framkvæmdastjóri og aðalbóksali Elín Gunnlaugsdóttir sem er útskrifaður einsöngvari og tónskáld mun taka lagið fyrir viðstadda og í pásum söngkonunnar mun undirritaður fara með nokkrar sunnlenskar sögur af huldufólki og öðru fólki.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og í tilefni dagsins verður sérstakt tilboð á öllum bókum í fornbókahlutanum þennan eina dag. 

Myndin hér til hliðar er frá því þegar sönghópurinn Vox Fox söng í þessum sama sal sem var þjófstart á opnunina og tókst afar vel. Mælingar sýndu að um 20 manns geta í senn setið sal þennan og eru þá ótaldir þeir vættir sem oft slæðast með oss dauðlegum...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Til hamingju með þennan áfanga Bjarni og Elín, þetta er sannarlega góður sproti að menningu og félagslífi hér í Árnessýslu. Ég held Bjarni að á þessum vettvangi, og svo bókaútgáfu, þá skilirðu meira til samfélgasins en með þínum forneskjulegu skoðunum í pólitík; en sleppum því að sinni. Ég hef komist í mikla fróðleiksnámu í bókum Helga Hannessonar frá Sumarliðabæ, sérdeilis um mitt föðurfólk á Syðri-Rauðalæk, þar hef ég komist í mikinn fjársjóð. Þú hefur unnið þarft verk með því að koma þessum frróðleik á prent. En ég lít ekki inn í dag þá geri ég það mjög bráðlega.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.8.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Til hamingju!

Vildi að ég væri ekki að vinna.............

Soffía Valdimarsdóttir, 8.8.2009 kl. 13:54

3 identicon

Heill og sæll; Bjarni - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Mínar beztu árnaðaróskir; ykkur frú Elínu til handa. Njótið dagsins; til fullnustu, líka sem gestir ykkar.

Komst; því miður, ekki. Lít inn; við tækifæri.

Með beztu kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:58

4 identicon

Nú nú.... Ekki að spyrja að því.  Á ekki að skilja eftir sig sviðna jörð í Suðurlandskjördæmi í stíl útrásarglæpagengisins?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 21:41

5 identicon

Salurinn er hreint út sagt glæsilegur!!

Smá anall.  Eru vættir ekki í kvenkyni.  Þ.e. þær vættirnar.

marco (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband