Bjartsýni þrátt fyrir Össur

Þjóðin kemst úr kreppunni og það sér víða til sólar. Ég skrifaði í vikunni sem leið pistil á AMX um bjartsýnina og nauðsyn hennar á þessum síðustu og verstu - því þjóðin á mikla möguleika þrátt fyrir Össur Skarphéðinsson.

Sjá nánar hér á AMX.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessum undarlega pistli líkir þú krónunni við alkóhólista.  Þjóðerniskrónkallinn er s.s. búinn að viðurkenna að krónan er sjúkur gjaldmiðill sem eitrar út frá sér um allt samfélagið.

Svo gengur þingmaðurinn fyrrverandi út frá því að eins og alkóhólistinn verði krónan að ná sínum botni áður en batinn getur hafist.  Það getur vel verið, en hvar liggur sá botn?  Í gröfinni?

Bati krónunnar er ekki öruggur frekar en bati alkóhólistans.

marco (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Batinn getur hafist hvenær sem er. Allt sem þarf er vilji góðra manna til að takast á við vandann.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Komment Marcos er mjög áhugavert. Það er rétt að ég tek líkingu af alkóhólista en það verður að hafa það með að krónan er ekki sjálfstæð eða einangruð skepna heldur hluti af hagkerfinu. Íslenska hagkerfið hefur hagað sér eins og alkóhólisti og nú vilja þeir sem eru í mestri afneitun á ástandið bjarga því með því að skipta um tegund, -algeng vörn hjá ölkum sem fara í að drekka bara bjór - hér halda menn að allt lagist með evru sem er mikil blekking.

Bjarni Harðarson, 10.8.2009 kl. 11:23

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt Bjarni, Það er ekki krónan sem er vandamálið, heldur hegðun þeirra sem nota hana. Alveg eins og rónar koma illu orði á áfengið, þá hafa óreiðumenn komið illu orði á krónuna.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2009 kl. 11:27

5 identicon

Ertu þá að leggja til að við hættum bara alveg að nota gjaldmiðla?  Þeir eru s.s. bara mismunandi tegundir alkóhóls sem alkóhólistinn (hagkerfið) verður að hætta að nota eigi hann að ná heilsu.

 Ég er hræddur um að ef við tökum þessa líkingu áfram þá komumst við að þeirri niðurstöðu að öll hagkerfi séu krónískir alkar sem mega alls ekki hætta að drekka.

Mætti þá ekki segja að krónan sé eins og kardimommudropar og rauðspritt og betra væri að skipta yfir í evrópskan bjór?

marco (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband