Egill prakkari kominn heim!

Við hjónakornin ætluðum að vera í Keflavík í morgun að taka á móti englinum okkar víðförla, Agli Bjarnasyni sem nú hefur dvalið sumarlangt í læri hjá einum frægasta portrettljósmyndara heims vestur í New York. Já, eða þannig var planið hjá okkur Elínu þangað til í gær. egillsefur.jpg

Verandi ferðalangur af guðs náð fannst honum mikið óþarfa vesen í foreldrum sínum að keyra sérstaka ferð til Keflavíkur þar sem þangað ganga áætlunarbílar og ruglaðist því óvart aðeins í dagsetningum flugferðarinnar.

Öllum að óvörum birtist hann því hér glottandi í fásinninu í gærdag og hafði þá komið degi fyrr til landsins en hann boðaði. Sá þannig við foreldravandamálinu sem ætlaði sér að birtast með útbreiddan faðminn í Keflavík. 

En Egill er semsagt kominn heim hvað sem það nú endist og verður vitaskuld harkað út í búðastörfum fyrir utan að hann leysir Guðmund Karl af á blaðinu nú milli ferðalaga...

(Myndin er úr Austurlandareisu Egils þar sem hann sefur eða svaf á stéttum úti í einu krummaskuðinu. Fleiri myndir frá honum eru hér.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissi ekki að Egill væri sonur þinn en hef fylgst með skrifum hans og ferðum hans um heiminn og haft gaman af.  Flottur drengur sem þið eigið, og óska ykkur til hamingju með að vera búin að fá hann heim - svo lengi sem það endist ;-)

Ps. góð hafmeyjusagan af þér ;-)

ASE (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 13:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Egill er svalur. Bið kærlega að heilsa honum.

Þorsteinn Briem, 11.8.2009 kl. 14:05

3 Smámynd:

Gleðilegar sonarheimtur

, 11.8.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Egill er flottur! Hann tekur líka assgoti góðar myndir strákurinn.

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband