Að erfa landið og skila af sér arfi

Auðlindir landsins og hafsins umhverfis eru grundvöllur lífskjara á Íslandi og samkvæmt lögum sameigin íslensku þjóðarinnar. Það er umdeilanlegt hvernig þessari sameign er ráðstafað með gjafakvótakerfi og einokun orkufyrirtækja en allt að einu rennur arður af þessum eignum til samfélagsins og við sem kjósum getum hvenær sem er breytt úthlutun á því sem við eigum með atkvæðum okkar.

Sá sem hér skrifar komst á manndómsaldur þegar Ísland hafði fært fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur og þjóðin taldi þá innan við 300 þúsund íbúa þannig að hvert okkar átti þá meira en 2 ferkílómetra sjávar til arfs fyrir komandi kynslóðir.  Sú tala gæti lækkað ef þjóðin fjölgaði umtalsvert en yrði samt næsta stór því tveir ferkílómetrar eru 200 hektarar eða álíka landsvæði og allur Hveragerðiskaupstaður svo dæmi sé tekið.

Nú er það ætlan þeirra sem fara með völd að deila þessum arfi með nokkrum evrópubúum þannig að í arf fyrir hvert barna okkar komi ekki tveir ferkílómetrar af sjó heldur sú tala sinnum 0,0006 eða einn tíundi af hektara. Þar við bætast reyndar víðlendur af evrópskum fiskimiðum sem við fáum í sama mæli en eftir sem áður er arfurinn snautlega lítill miðað við þann sem fyrri kynslóðir færðu mér og mínum með sjálfstæðisbaráttu og síðar landhelgisstríði. Í þeim arfi er orka landsins, fiskur sjávarins og olíulindir fyrir vestan og austan sem allt verður lítilfjörlegt þegar þeim hefur verið deilt með einum auðlindasnauðasta og þéttbýlasta parti veraldarinnar.

Harkan sem nú einkennir öll samskipti gamalla nýlenduvelda við smáþjóð í norðurhöfum sannfærir mig betur en áður að börnum okkar og barnabörnum mun ekkert af veita að fá í arf það sama og forverar okkar skiluðu af sér. Og Íslendingar komandi kynslóða eiga allan rétt á að við leikum okkur ekki að þeim arfahlut eins og gert er með ESB leik Össurar Skarphéðinssonar.

 (Birt í Mbl. 11. ágúst 2009)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

Endilega komið þessu til skila til sem flestra gott fólk Devil við á dekkinu erum búin að fá nóg Sick´

http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw

Besta kveðja frá www.icelandicfury.com munum nota þann stuðning sem kemur inn fyrir niðurhal á tónlist til að skila af okkur "rannsóknum og reynslu" á ævintýrinu "Útgerð á Íslandi" í samanburði við aðrar þjóðir og meðferð hráefnis frá fiskveiðum Íslenskra sjómanna/kvenna Crying

Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

sjoveikur

Sjóveikur, 12.8.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Það liggur hér með ljóst fyrir, að þú hefur sko misskilið allt sem Framsókn vildi hér forðum.

Olafslög  sett til að braskarar gætu nú ráðið verðbótaþðtti  verðbólgu.

Kvótinn settur til að menn gætu ´ft sig í að búa til fyrirtækji með eigið fé  sém bara jókst og jóks í takt við hversu oft HF og Ehfin voru keypt og seld.  Og svona í framhjáhlaupi, að flytja Grálúðu aflamark austur til Halldórs á Hornafirði og félaga hans.

Svona mætti lengi telja og nú eru í kór, menn frá Óla og Finni Villa Egils og Þór hjá SA sem vilja allt gefa útlendingum ,,til að eignast vini í útlöndum"  kanske líka Handritin svona í framhjáhlaupi, þau eru nú orðin viðurkennd raritet.

Mibbó

vil að borgaralegir þjóðernissinnar stteypi ú rhreiðrum varga sem kroppa unga okkar bera.

 Mibbó

Íslandi ALLT

Bjarni Kjartansson, 12.8.2009 kl. 21:49

3 identicon

Þið eruð flottir!  Annar ykkar fylgdi Halldóri kvótamömmudreng að málum og hinn Hannesarjafna Davíð Oddsyni.

Svo komið þið fram og dirfist að kalla fólk ónefnum.

Ef einhverjir ættu skilið að kallast landráðamenn þá eru það pólítískir klæðskiptingar og lukkuriddarar eins og þið tveir.

marco (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:55

4 identicon

...og hvorugur þeirra, Dóri eða Dabbi, né Mibbi eða Bjarni stóð fyrir því að koma þessum sjávarsvæðayfirráðum ÚR LANDI. Þó að þetta hafi verið svolítið séríslensk maðkasúpa, þá hékk þetta aðminnsta kosti að mestu innan skers. Að mestu segi ég, því að opnunin á að koma braskinu úr landi kom í gegn um EES....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband