Að rembast við níð

Það gladdi mig að sjá Morgunblaðinu núna í vikunni pistil eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamann. Ekki vegna þess að ég hafi verið ánægður með skoðanir Kolbrúnar heldur af því að ég unni því að Mogginn hafi margar vistarverur og vonandi nær hann að halda þeirri stöðu.crop_500x_916713.jpg

En þessi tiltekni pistill sem ég las heitir Hin vonda þjóðremba og mig minnir til að hafa lesið sömu skoðun áður í pistli hjá Kolbrúnu. Ef það er hægt að kalla það skoðun að afgreiða andstæðinga sína í pólitík sem þjóðrembur og telja málið þar með útrætt. 

Það er alveg rétt hjá Kolbrúnu að hverskyns þjóðrembubelgingur er ógeðfelldur og ég vil bæta því við að hann er líka miður gáfulegur og vitnar um einhverskonar harðlífi andans. En hitt skil ég ekki hvernig blaðamaðurinn fær það út að eigna svo lágkúrulegum hvötum að andstaða við ESB-aðild hefur aukist eða að við andstæðingar ESB-aðildar séum útsettari fyrir þjóðrembu en hinir sem aðhyllast ESB. Ég mótmæli þessu enda tel ég sjálfan mig svo langt frá því að aðhyllast þjóðrembu sem vera má. Raunar er þessi rökræðuaðferð um ESB álíka gáfuleg eins og að útmála alla ESB-sinna sem þjóðníðinga og alla VG menn sem kommúnista. Getur í hæsta lagi hentað sem gamanmál á þorrablótum en slík sleggjudómaumræða hæfir ekki upplýstu og vel skrifandi fólki eins og Kolbrúnu Bergþórsdóttur.

Sjálfur er ég ESB-andstæðingur og alþjóðasinni, meiri alþjóðasinni en sumir þeir sem telja einfaldlega að heimatúnið hafi nú færst ofan úr Sumarhúsum, niður á Austurvöll og þaðan alla leið suður til Evrópu. Heimavöllur frjálsborinna manna á 21. öldinni er stærri en Evrópa og fram til þessa hefur samstarf okkar við hina heimóttalegu skrifræðisstofnun í Brussel aðallega orðið til að loka landi voru fyrir jafnt Afríku- og Asíumönnum sem er afar háskalegt og heimskulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þarna hittir þú naglann á höfuðið Bjarni

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 1.10.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæll Bjarni.

Það er ekki svo langt síðan að ég gat hugsað mér að skoða aðild að ESB.  En í dag er það fjarstæða í mínum huga miðað við allt sem á undan er gengið.  Ég hef engan áhuga á að vera í bandalagi með þjóðum sem reyna að kúga smá þjóð sem telur aðeins 300 þúsund manna hræður.

Ég tek samt undir þín sjónarmið að hallast undir alþjóða samfélagið og hafa samskipti á alþjóðavettvangi.

En undanfarinn á kúgun stjórnvalda að reyna að troða þjóðinni í ESB og með því verðum við að borga icesave reikninginn upp í rjáfur mun ég aldrei sætta mig við.

Ég þekki marga fyrrverandi ESB sinna sem eru komnir í sömu andhverfu gagnvart ESB og ég út af ótrúlegri stjórnsýslu stjórnvalda.

Þú þekkir þetta kannski Bjarni?  Verða menn einangraðir gagnvart umheiminum þegar þeir ganga innan veggja Alþingis?

Árelíus Örn Þórðarson, 1.10.2009 kl. 05:29

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert argasta afturhald og þjóðremba Bjarni..

Óskar Þorkelsson, 1.10.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Á morgun verður lagður grunnur að Nýja ESB. Þá verða Írar látnir samþykkja stjórnarskrána frá Lissabon og raunverulegt lýðræði endanlega lagt niður í Evrópuríkinu.

Vonandi að bæði RÚV og Moggi geri vandaða úttekt á Nýja ESB, þessu sem Íslandi stendur til boða. Mogga Kolla gæti tekið að sér að fjalla um breytingar á atkvæðavægi einstakra ríkja í Ráðherraráðinu, þar sem völdin liggja. Hún hefði gott af því og við líka.

Haraldur Hansson, 1.10.2009 kl. 14:17

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu Bjarni,segi sama er alþjóðarsinni en algjörlega á móti ESB og ASG,annað eru bara landráðfólk ,ill að allt sé til sölu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.10.2009 kl. 14:20

6 identicon

"...fram til þessa hefur samstarf okkar við hina heimóttalegu skrifræðisstofnun í Brussel aðallega orðið til að loka landi voru fyrir jafnt Afríku- og Asíumönnum sem er afar háskalegt og heimskulegt."

Þetta eru stór orð... og kannski ekki mjög gáfuleg? Hvað áttu við, Bjarni? Er landið lokað fyrir Afríku- og Asíumönnum? Og hefur litlu öðru skilað? Ég skil hreinlega ekki svona málflutning.

Jón H. Brynjólfsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 21:53

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað ertu nú að geipa Bjarni minn Harðarson? Ég ætla að biðja þig um að tala af virðingu um þjóðarstolt, sem níðingar kjósa að kalla þjóðrembu. Auðvitað eru sannir Íslendingar stoltir af þjóð sinni og okkar glæstu þjóðmenningu. Svei þeim manni sem ekki er stoltur af Íslandi. Kjósi níðingar að snúa út úr og tala um þjóðrembu þá skulum við allir vera þjóðrembumenn.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 00:27

8 identicon

Sammála Bjarni.

Þetta var undarlegur pistill hjá Kolbrúnu og vakti athygli mína þarafleiðandi. Ég hef reyndar aldrei talið hana góðan blaðamann, en gæti kannski núna talið hana Evrópurembu. Það er kannski gott að hún skrifar svona pistla. Gæti fælt frá hugsanlega Evrópusinna. Og ef að Jón Frímann kemur núna inná síðuna, geturðu please hent honum út!!!

Dagga (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:55

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kommon, þótt Kolla sé kommúnisti og sjóðheitur Evrópusinni þá verður það ekki frá henni tekið að hún er stórskemmtilegur penni og mikill origínal, það er fengur að slíku fólki í blaðamannastétt. Ég stend með Kollu því hún er skemmtileg.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 14:59

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

því miður, dagga, ég hendi aldrei neinum út og svo ráðlegg ég jóni brynjólfssyni að reyna að útvega nígeríumanni, indverja eða dóminikanskum vinnu í fiski á íslandi, nú eða bara að alþýðumanni frá einhverju þessara landa í heimsókn til sín yfir jólin. svarið er alltaf það sama; lok lok og læs! það var ekki þannig fyrir tíma ees.

Bjarni Harðarson, 2.10.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband