Ofbeldi endurtekningar og skrifræðis

Stjórnvöld sem ekki fella sig við vilja almennings hafa haft ýmsar aðferðir til að fara sínu fram. Algengast er að banna óæskilega stjórnmálaflokka, takmarka ritfrelsi og málfrelsi almennings og þeir sem lengst ganga hafa fangelsað og tekið af lífi stjórnarandstæðinga sem ógna völdum þeirra. Allt eru þetta frekar klunnalegar aðferðir og verða oft til að magna andstöðu og óróa.

Skrifræðisbákn Vesturlanda sem rís hæst í Brussel hefur því fundið upp alveg nýjar aðferðir og ísmeygilegri. Ein sú algengasta þar er að láta fólk kjósa aftur og aftur þar til það annaðhvort samþykkir eða hreinlega gefst upp á að mæta á kjörstað. Slíkri aðferð er nú beitt vegna Lissabonsáttmálans á Írlandi. Írar þurfa í dag að kjósa aftur um sáttmála sem þeir höfnuðu fyrir ári og kemur ekki á óvart að kjörsókn sé talin léleg.

Þetta er langt því frá að vera eina aðferðin sem ESB-notar til að koma sér hjá lýðræðinu eða að ESB sé eitt um aðferðir eins og þessar. Samskonar nauðgun á lýðræði hefur verið viðhöfð á Íslandi við sameiningu sveitarfélaga þar sem íbúarnir fá að kjósa aftur og aftur þar til þeir hafa samþykkt og þá aldrei að nýju.

Af öðrum tækjum sem ESB hefur á takteinum gegn lýðræðinu má nefna að völd eru falin embættismönnum en ekki kjörnum fulltrúum, almenningi jafnt sem kjörnum fulltrúum er gert að velja milli tveggja eða fleiri kosta sem allir eru óskiljanlegir. Samningar, regluverk og lagagreinar er allt haft í svo löngu máli og á svo flókinni kansellímállýsku að enginn skilur og áfram mætti telja. Að síðustu má nefna það snjallræði að breyta einfaldlega nafni á því sem fólk hefur hafnað í kosningum og setja það á með einföldum stjórnvaldsaðgerðum en einmitt þannig er Lissabonsáttmálanum troðið upp á Frakka og Hollendinga sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæði en fengu svo ekki að kjósa um hann nafnbreyttan.

Það er vísast að Leoníd Brjesnev heitinn og Aldinborgararnir dönsku liggi allir með tölu öfundsjúkir í gröfum sínum yfir ráðkænskunni í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Aumingja Írarnir- hvílíkir nauðungasamningar.

, 2.10.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Að láta Íra greiða aftur atkvæði um stjórnarskrána frá Lissabon er í raun ekkert annað en "fágað kosningasvindl".

Evrópskir pólitíkusar hneyksluðust á kosningasvindli í Íran og Afganistan, enda kunna strákarnir í Brussel að svína á lýðræðinu með miklu fágaðri hætti. 

Haraldur Hansson, 2.10.2009 kl. 17:58

3 identicon

Þetta er nú vel þekkt á Íslandi þegar kemur að kosningum um sameiningar sveitarfélaga.

Gulli (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Með illi skal illt út reka" segir máltækið þeir kunna í ESB/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.10.2009 kl. 22:14

5 identicon

Félagi Bjarni !

 Aldinborgararnir dönsku geta hætt að öfundast í sínum gröfum yfir ráðkænskunni í Brussel !

 Heyrðirðu eða lastu hvað íslenski ráðherrann ( þar til í fyrradag) Ögmundur Jónasson, sagði í viðtali við BBC., í dag ?

 Jú, kappinn sagði orðrétt.: " Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið ganga erinda breskra og hollenskra stjórnvalda og NEYÐA OKKUR til að greiða upphæð sem er UMFRAM ÞAÐ SEM OKKUR BER SKYLDA TIL AÐ GREIÐA"

 Sko Munda !

 Sem betur fer er ESB., í hugum mikils meirihluta Íslendinga, komið í gröfina við hlið dönsku Aldinborgaranna !!

 Ögmundur sagði af sér á hárréttu augnabliki miðað við Icesave og tengingu þess við ESB., .

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Dextro tempore" - þ.e. " Á réttu augnabliki" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:29

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Manni dettur tvennt í hug þegar maður les um þessa endurteknu kosningu:

"We don't take No for an answer!" (ESB)

Nei þýðir Nei ...

Jón Á Grétarsson, 3.10.2009 kl. 09:51

7 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þá er bara að vona að ESB hafni aðild Íslands að sambandinu svo við lendum ekki í að kjósa ítrekað um það eins og Svíar forðum. ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGSStyðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 3.10.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband