Fagnað í umboði alþýðunnar

Ég verð alltaf jafn undrandi þegar samtök launþega taka sig til og gefa út pólitískar línur. Í hvers umboði er það gert. Hér á landi er skylduaðild að verkalýðshreyfingunni og ég ætla ekki að leggja til að því skipulagi verði breytt. Það hefur augljósa kosti. En virkni hins almenna félagsmanns í verkalýðshreyfingunni er nánast engin og aðeins atvinnuverkalýðsrekendur sem tala þar fyrir munn alþýðunnar. Það getur gengið þegar kemur að þeim lögbundnu hlutverkum sem þessir aðilar hafa eins og að semja um laun, orlof og annað sem tilheyrir kjarasamningum. En að atvinnumenn í verkalýðshreyfingunni tali fyrir pólitískum skoðunum umbjóðenda sinna eins og Gylfi Arnbjörnsson hefur verið duglegur við og nú Starfsgreinasambandið.

Hinu megin hafa menn ekki verið skárri þar sem t.d. Samtök iðnaðarins hafa talað um ESB-aðild án þess að hafa fyrir því meirihlutafylgi sinna félagsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég er farinn að líta á forystu ASÍ sem sjóðstjóra lífeyris- og sjúkrasjóða frekar en verkalýðsleiðtoga. Forystan er enn í áfalli eftir fall fjármálakerfisins.

Annað í ESB-löndunum hafa félögum í verkalýðsfélögum fækkað jafn og þétt, þannig að forystan á Íslandi vinnur gegn sjálfri sér og verkalýðnum. Fróðlegt væri að vita hvort forgangsákvæði kjarasamninga stæðu gengum við í ESB.

Rúnar Sveinbjörnsson, 9.10.2009 kl. 19:00

2 identicon

Mér finnst nú allt í lagi innan vissra marka að stéttarfélög vasist aðeins í pólitík, svona ef um það næst samkomulag meðal félagsmanna. (sem er nú spurning með ASÍ og SGS). T.d. hafa Bændasamtökin tekið afstöðu gegn ESB-aðild, sem er nú bara hið besta mál.

Hinsvegar finnst mér hafa fjarað alveg ótrúlega undan verkalýðshreifingunni sem slíkri. Og hvernig stendur á því að forystuklíkur ASÍ og SGS haga sér svona, en ekki t.d. BHM?

Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband