Icesave er reikningur fyrir vonda pólitík

Nú í hádeginu fundar ríkisstjórnin um enn eina Icesave lausnina, heldur verri en þá sem Alþingi samþykkti í sumar. Eina góða lausnin á þessu máli væri að vísa greiðsluskyldu Íslands alfarið á bug en sá valkostur er ekki fyrir hendi lengur eftir ítrekuð fyrirheit íslenskra ríkisstjórna um að greiða. Ég fjallaði lítillega um þetta í Morgunblaðsgrein í vikunni, sem lesa má hér.

Hvað sem segja má um Svavar Gestsson, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og ESB-rörsýn íslenskra krata þá stendur samt upp úr að Icesave er fyrst og síðast reikningur fyrir þá vondu pólitík fyrri ára að gefa íslensku bankana vinum og kunningjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Minn tími mun koma, því miður rættist sú hótun!  Verkstjórn Heilögu Jóhönnu hefur því miður frá byrjun verið til skammar.  Guð blessi alheiminn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held að Icesave sé miklu meira en það Bjarni. Icesave er siðferðisuppgjör heillar þjóðar. Hvernig augum við viljum að aðrar þjóðir líti okkur í framtíðinni.

Viljum við ekki að um okkur verði sagt, "Ísland fór á hausinn en þeir stóðu sína plikt gagnvart öðrum þjóðum"

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 11:04

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alveg sammála þér, Bjarni. Það er ekki um neitt annað að ræða úr því sem komið er en að borga.
Hér í kommentum er minnst á Jóhönnu. Held að hún sé alls ekki verri en aðrir sem líklegir eru í þetta starf.

Sæmundur Bjarnason, 18.10.2009 kl. 11:33

4 identicon

Einföld spurning.

 Hvar annarsstaðar í heiminum, skyldu skuldir  EINKAbanka, verða að skuldum fólksins í landinu ?? !!

 Síðan ,ef það félli dómur sem væri okkur í hag, þá skrifuðum við upp á að við njótum  EKKI góðs af því !

 Það er verið að afsala okkur slíkum grundvallarmannréttindum, að annað eins hefur ekki sést í sögu lýðveldisins !

 Og það sem er verst, þetta er gert viljandi af fólki sem á að vera með fullu viti !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Consilio, non impetu" - þ.e. " Viljandi gert" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:25

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

er algjörlega sammála Kalla Sveinss.hér á undan hann bókstaflega tók af með orðið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband