Dýrir og umboðslausir kerfiskallar

Aðilar vinnumarkaðarins linna nú ekki látum vegna hins bága efnahagsástands og ganga dag eftir dag með hótunum á fund ríkisstjórnarinnar. Ég velti fyrir mér hvort tíma ráðherra sé vel varið í að sitja þá fundi.510695.jpg

Allir vita að það eru erfiðleikar í íslensku efnahagslífi og það er mikilvægt að ríkisstjórnin taki sér  vinnufrið til að leysa  aðkallandi mál. Það gerir hún ekki með fundastauti með Gylfa Arnbjörnssyni og vinum hans. Í reynd hafa hinir svokölluðu aðilar vinnumarkaðarins minna umboð launþega og atvinnurekenda en meðal þingmaður og má í því samhengi minna á að bæði Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson hafa reynt að fá hjá þjóðinni umboð til þingsetu en þar hefur verið minni eftirspurn en framboð.

Það að hóta vinnudeilum nú nema ríkisstjórnin setji forgang í álvæðingu eða gefi þessum drengjum fyrirheit um meiri ESB-áherslur er vitaskuld svo fyrir neðan allar hellur að það á hvergi heima nema í Spaugstofunni á góðum degi!


mbl.is Leggja fram drög að framhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahah góður já þessir kallar eru búnir að vera okkur dýrir, en  það er ríkisstjórnin líka,  svo kannski er ekki allur munir á þeim misjöfnu sauðum þegar allt kemur til alls.

(IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 18:44

2 identicon

Setja forgang í álbræðslu ?  Leysa atvinnuleysi mörlandans ???  Vissulega stórskrítið í ljósi aðstæðna hér.

Staðreynd málsins er sú að íslendingar fást ekki til að vinna í frystihúsum meðfram byggðum og blómlegum ströndum landsins.  Þykir betra og meira viðeigandi að erlendir farandverkamenn væti fingum sínum í kalt vatn og flaki fiskinn.

Venjulegt fólk hér hefur unnið við fiskvinnslu hér í gegn um aldirnar - en nú þykist landinn vera of fínn til þess.  Betra að pikka á tölvuborð frá 9-5 og svara í síma. 

En einhverra hluta vegna og ég veit ekki hvers vegna það er -  en þá á að búa til nokkur hundruð störf í stóriðju (fyrir íslendinga væntanlega) með því að fórna auðlindum í sameign þjóðarinnar á altari álrisanna og misbjóða í leiðinni velsæmi og réttlætistilfinningu meiri hluta þjóðarinnar. 

Er það fínna eða auðveldara að vinna í sótugri stóriðjunni en í fiskvinnslunni ?  Ég get ekki með nokkru móti séð það.

Hvað gengur mönnum til eiginlega ? Það veit ég hins vegar ekki.  

Armurinn (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur , er þetta ekki að segja okkur allt og getur verið að þetta séu síðustu púslin í hrun spilinu að vera með hrunstjórana alstaðar?

 Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Neyðarstjórn óskast strax -!
  
Ég orðlaus yfir hræsninni sem Ríkisstjórn Ísland sýnir þjóð sinni !

Lúðvík Lúðvíksson, 25.10.2009 kl. 22:03

4 identicon

Bjarni  nú fórstu alveg med það!!!     Ríkisstjórn landsins fyrri og sú sem núna situr hafa haft rúmt ár frá þvi að allt hrundi hér til að gera eitthvað i málunum,

   ÞAÐ HEFUR EKKERT!!!!  VERIÐ GERT TIL AÐ HJALPA HEIMILUNUM I LANDINU!!!!

Og ekki vantaði loforðin og ginningarnar fyrir siðustu kosningar,     Ég hef seinasta hálfa árið  verið brjálaður yfir adgerðarleysi verkalyðs forustunnar,  Þegar manni var orðið synt hvað væri i gangi átti að boða til fjölda verkfalla  þvi það er það eina sem hefur ekki verið prófað til að koma þessu fólki sem situr á þingi i skilning um að eitthvað þarf að gera og það strax.

verkalyðs forystan er bitlaus og lélegt verkfæri og hefði verið nær að koma þessum bjanum frá sem sitja med sin hundruð þusunda á manuði og sömdu um einhvern stöðuleika sáttmála   sem hefur ekki skilað mér ne neinum öðrum i landinu nokkrum sköpuðum hlut.

ef ríkisstjornin fer ekki að hysja upp um sig brækurnar og leiðrétta almennilega það sem hefur verið brotið á venjulegu fólki  þá verða hér verkföll og læti,   þá get eg lofað þer og öðrum að liðið á þinginu mun ekki fá vinnufrið  enda er það buið að  fyrirgera þeim rétti.

Mikkjal Agnar (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 02:40

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég er ósammála þér Bjarni. Ég held að þessum tíma með þeim félögum Villa og Gylfa sé mjög vel varið. því á meðan ríkistjórnin verkleysis og landráða eyðir tíma sínum með þeim, þá getur hún ekki gert mikið af sér.

Fannar frá Rifi, 26.10.2009 kl. 08:40

6 identicon

Sammála þér Bjarni. Held að þessir karlar tveir séu ekki að tala máli fólksins í landinu. Það þarf nauðsynlega að skipta um foristu hjá ASÍ. Ég vil sjá ferska foringja eins og Aðalstein Baldurs og hann á Akranesi Vilhjálmur held ég hann heiti. Þetta eru menn sem gætu breytt miklu ef þeir kæmust að en mafían passar upp á sitt. Launþegar þurfa nauðsynlega að rísa upp og kjósa nýtt fólk til að stýra stéttarfélögum og fá þessa tvo á toppinn innan ASÍ.

Burt með mafíuna.

Ína (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 13:34

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Einnig mikið sammála þessu Bjarni þessir 2 menn þarna hugsa bar um að drepa niður verkalyðsbaráttuna,vilja bara ASB/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.10.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband