Sandkassaleikur

Ef Vinnuveitendasambandið segir upp kjarasamningum sínum við ASÍ hlýtur það að vera vegna þess að atvinnurekendur í landinu treysta sér ekki til að greiða laun samkvæmt kjarasamningum.

Hvaða vinnuveitendur ætli það séu? Varla útgerðin og enn síður ferðaþjónustan en kannski að útrásarvíkingar sem enn reka verslun, tryggingafélög og margskonar aðra starfssemi séu í einhverjum blankheitum en ég held að þeir verði það nú jafnt hvernig sem taxtarnir verða eða hvernig sem þeim tekst að ráðskast með lýðræðislega kjörin stjórnvöld.

(PS: Auðvitað veit ég að samtökin hans Villa heita Samtök atvinnulífsins en það er frekar villandi heiti, sömu samtök hétu Vinnuveitendasamtök áður og það lýsir mun betur því hversu fáránleg þessi kröfugerð er ef við höfum það heiti í huga. Samtök atvinnulífsins hljómar eins og þetta séu samtök beggja megin borðs sem þau kannski eru með Gylfa karlinn Arnbjörnsson með sér.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir komu frekar sérkennilega fyrir þeir kumpánar í sjónvarpinu áðan það verður að segjast, og ég er búin að missa alla trú á Gylfa, hún var reyndar ekki mikil fyrir svo það var nú ekki af háum palli að hrynja.

(IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hefði ekki getað sagt þetta betur Bjarni/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.10.2009 kl. 23:37

3 identicon

En eru ALLIR atvinnurekendur undir sama hatt seldir? Hvað með þá sem vildi haldastatus quo?

Þannig að segja að SA hafi neitað er ekki rétt hjá þér Bjarni. SA sem heild neitaði, heilmargir aðilar innan SA sögðu já. Af hverju er ekki talað um þá í fréttaflutningnum?

Heimir Tómasson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 06:31

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég man þá tíma, þegar Vinnuveitendasambandið var hægfara hópur undir stjórn varkárs heiðursmanns Einars Odds, míns kæra vinar og vopnabróður.

Hann var einn fárra sem tók undir með mér um hættur sem af því óhjákvæmilega hlytist, að fámenn klíka eignaðist allt sem hefði sjóði undir höndum.

Hann fór í mál við Brunabót vegna aðildar þess félags í VÍS og var leiðarstjarna þeim, sem hugðust gera slíkt hið sama við Samvinnutryggingar GT.  Hann tapaði málinu, af óskiljanlegum orsökum, svona líkt og niðurstaða Hæstaréttar, -hvað þá Héraðsdóms Rvíkur í Baugsmálum með frávísunum og öllu því.

Ég er í hópi með Bretum, að treysta EKKI dómskerfinu hérlendis.

Hitt er aftur satt og rétt hjá þér, að SÍ er teflt fram fyrir hönd fámenns klíkuhóps í LÍÚ og slíkum sérréttindahópum.  Þar er ekki lesin hin tæra stefnuskrá Sjálfstæðismanna af hinni eðlu sort, sem finna má um allt uppi í Valhöll (stefnuskrárnar). 

Þetta er að líkum ástæður þess, að fylgi við okkur er eins og raun ber vitni.

Bjarni Kjartansson, 28.10.2009 kl. 10:06

5 identicon

Félagi Bjarni !

 Minni okkar góða Bjarna Kjartanss., á orð heilagrar Ritningar, þ.e." Í húsi föður míns eru mörg híbýli" !!

 Minni hann jafnframt á eftirfarandi.:

 " Vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis með hagsmuni ALLRA STÉTTA fyrir augum".

 Ofanrituð kjarnyrt stefnuyfirlýsing hefur fylgt flokknum allar götu frá stofnun , og verið hans leiðarljós .

 " Hin tæra" stefnuskrá stendur sem klettur - sem EKKERT FÆR BIFAÐ !!

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Absque ulla conditione" - þ.e. ÓBREYTANLEGT - SKILYRÐALAUST  !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband