Helga Ingólfsdóttir 1942-2009

Mikil höfðingskona var borin til grafar í Görðum á Álftanesi í dag, Helga Ingólfsdóttir semballeikari og frumkvöðull að því mikla tónlistarstarfi sem þróast hefur í Skálholti undanfarna áratugi. Með starfi sínu á Skálholtsstað hefur Helga orðið mikill velgjörðarmaður menningarlífs hér í héraði og fyrir það ber að þakka. helga_04klippt

Helga var minnisstæð þeim sem henni kynntust. Fyrir ungum sveitadreng í Tungunum fylgdi henni einhver sá framandleiki menningarinnar sem gaf fyrirheit um að lífið gæti verið margskonar. Aldraður faðir tónlistarkonunnar, grasafræðingurinn Ingólfur Davíðsson var þá oft ekki langt undan og ekki síður óvanalegur í augum okkar sveitamanna. Seinna kynntist ég Helgu og manni hennar Þorkeli í gegnum tónlistarstarf konu minnar og það voru ánægjuleg kynni.

Þorkeli Helgasyni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband