Hreini Loftssyni á lofti haldið!

Það er ánægjulegt að Hreinn Loftsson skuli kallaður til í fréttatíma RÚV Sjónvarps svo hann megi vitna um að rekstur Jóns Ásgeirs sé einkar góður. Lifi hlutleysið. Sjálfur kóngurinn Jón er ekki að óhreinka sig með að halda slíku fram enda veit hann manna best af sinni 1000 milljarða skuld. Ef reksturinn væri í lagi þyrfti hann ekkert leyfi ríkisbankanna til að halda sínum sjoppum.

Næst þegar fréttamenn segja frá ofsaakstri á vegum úti ætti að leita uppi einhvern sem hefur þá skoðun að leyfa eigi ofsaakstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Réttlætismál!  var það ekki það sem Hreinn sagði?

Það verður gaman að fylgjast með Kaupþingsmönnum rökstyðja trúverðugan rekstur Haga: 50 milljarða króna skuld og fyrirtækið aðeins 20 milljarða virði.

Hver hugsandi maður á að loka reikningum sínum í þessum banka og stofna til viðskipta við MP banka eða Sparisjóður Hólmavíkur sem báðir hvu vera í góðum rekstri.

Ragnhildur Kolka, 3.11.2009 kl. 20:17

2 identicon

Þessi Jóns Ásgeirs eilífðrfarsi er með slíkum eindæmum að hálfa væri mikið meir en nóg. 

Á hvað vöxtum var þessi kosningavíxill Samfylkingunnar eiginlega?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

er þetta ekki líka spurning hvort Hagar lendi í höndum Íslendinga eða útlendinga?  Er ekki í gangi riftunarmál til að ógilda færslu Haga útúr Baugi?

Ég er ekki að skilja þessa pólitísku heift í sambandi við Jón Ásgeir og Baug. Við þurfum að losa okkur við þessa spilltu stjórnmálamenn sem gerðu út á stuðning fjármálaafla og sáu ekkert athugavert við það.  Þetta á við alla pólitíkusa, bæði alþingismenn og sveitarstjórnarmenn.  Fyrr losnum við ekki við þessa umræðu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Það er reyndar nokkuð til í því sem Hreinn sagði, óháð tilfinningum okkar, þá EIGA reglur réttarríkisins að gilda hér á landi, hvað svo sem okkur finnst um viðkomandi.

Ég vek athygli á að í Bretlandi er Tesco keðjan með um 30% hlutdeild í matvöruvarkaðinum þar í landi. Finnst mörgum nóg um og er þrýstingur á stjórnvöld að setja frekari hömlur á hlutdeild fyrirtækisins.

Áætlað var a.m.k. að markaðshlutdeild Baugsfyrirtækjana hafi numið um 60%. Snýr það upp á stjórnvöld að setja lög sem takmarka markaðshlutdeild og á þeim forsendum væri hægt að skipta keðjunni upp og selja til annarra aðila - ekki kaupfélagsins þó!

Jónas Egilsson, 3.11.2009 kl. 20:58

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

maður verður nú bara að spyrja eins og Sverrir Stormsker mundi gera :hvort myndirðu spyrja Eiginmanninn eða viðhaldið hvort hún gæfan góðan!!!

Haraldur Haraldsson, 3.11.2009 kl. 22:16

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

"á loft" haldið, skal það vera skv. Jóni Gúm.

Sigurbjörn Sveinsson, 3.11.2009 kl. 23:32

7 identicon

Félagi Bjarni!

 Það verður ekki á hana Ragnhildi okkar Kolka logið !

 Kvenna snjöllust - og viturst !

 Hluti þjóðarinnar um langt árabil trúað að Jói í Bónus og " strákurinn" væru bjargvættir alþýðunnar - ódýrastir .

 En, hverjir skyldu vera dýrastir ?

 Jú, 10 -11. - Munar oft 150-200% !!

 Eigendur 10 - 11 ?

 Haldið ykkur !

 Jú, sami Jói í Bónus og " strákurinn" !!

 Skuldir ?

 Minnst 100 MILLJARÐAR !

 Reynum að hugga okkur við orð Rómverja.:" Vilius argentum est auro,virtutibus aurum" - þ.e. " PENINGAR ERU EKKI ALLT Í LÍFINU" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 23:57

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er nú þegar búið að gefa eftir milljarða til þessara götustráka, eins og einn frómur maður nefndi þetta lið.

365 milar fóru í niðurdýfingu og fengu aflúsun upp á fleirri milljarða þegar þeir fengu líka að halda eignar og stjórnarstöð sinni yfir fjölmiðlunum.

Mikilvægt fyrir Samfylkinguna ða eiga skjól í miðlum Jóns ´Ásgeirs.

 Almennignur veit bar ekki hvað mikið hefur á gegnið og hverrsu miklu var undan skotið á reiknigna um víða veröld svo sem Tortóla, Lux og víðar.

Dómskerfið er líka gersamlega ónýtt þegar kemur að svona pótentáta.

Lögmannagegnið þeirra snýr allt á hvolf og dómararnir láta sem ærðir unglingar á fjöllum Gýgja.  Eða eru aðrar og einfaldari svör og skýringar á dómunum.

 Ekki veit ég það en sanngirni er ekki í dómum, ef skoðað er hvernig réttir og sléttir brauðstritarar og svo ríkisbubbar (em oftast eru með auð sinn að láni og EKKI í skilum, sem dæmin sanna) eiga hlut að máli.

Miðbæjaríhaldið

hugsi yfir stöðu heimila venjulegra manna

Bjarni Kjartansson, 4.11.2009 kl. 09:00

9 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Sælir allir.

Eymingja Finnur hann er í djúpum þú veist. Hann veit ekkert um það hvort Jói í Bónus eða Jón í Högum skuldar eitthvað eða ekki. Ef þeir skulda eitthvað þá er það annaðhvort meira eða minna en fjörtíu millfarðar, bara smá aurar. Greiið hún Jóhanna veit ekki betur en þessi fyrirtæki hafi verið vel rekin og það sé því mikilsvirði að þeir Jóarnir fái að stjórna þeim áfram. Steingrímur setti upp jafnræðisgrímuna og segist ekkert skipta sér af þessu Finnur reddar þessu segir Grímsi. Það er mál manna að magakveisa þeirra Kaupþingsmanna stafi af skuldasúpunni sem var í hádeginu á föstudaginn var.

Ragnar L Benediktsson, 4.11.2009 kl. 14:17

10 identicon

Hreinn Loftsson er ómerkilegur pappír ! ég tel réttast í stöðunni að Hagar fari hreinlega í þrot og þessir menn á vanskilalista ekki síður enn almenningur í landinu. Þeir eru búnir að valda nógu mikinn skaða nú þegar fyrir íslenska þjóð.

vestarr Lúðvíksson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:10

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður, Bjarni!

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 16:14

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... Harðarson

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 16:14

13 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þjóðverjinn segir að það sé ólykt af sjálfshóli (þ. Selbstlob stinkt!).

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.11.2009 kl. 18:37

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Bjarni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.11.2009 kl. 02:13

15 Smámynd: Offari

Mér sýnist að hér sé Hreini haldið til Haga.

Offari, 5.11.2009 kl. 21:18

16 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Væri ekki snjallast að skipta Högum á milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds, en þó þannig að sá síðarnefndi fengi svona 10 milljarða í forgjöf...? Þetta yrði líklega sú refsing að Baugsveldinu sviði nokkuð undan og kannski förum við ekki nær því að veita þeim þá ráðningu sem nauðsynleg er, því hæpið er að treysta á dómskerfið.

Auk þess að þurfa að sjá á eftir helmingi Haga til Jóns Geralds, þá er vissulega nauðsynlegt að gefa Baugi það aðhald sem nauðsynlegt er til að þjóðinni verði ekki fórnað öðru sinni á stalli Baugs og annarra auðvisa.

Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2009 kl. 23:23

17 identicon

sælir

það er gaman að sjá að skuldir/eignir haga eru hlutfallslega nákvæmlega þær sömu og skuldir/eignir útgerðarinnar í heild. það er útgerið á 200 milljarða en skuldar 550 milljarða eftir "umfangsmikla hagræðingu" eins og það var orðað í nýlegum leiðara moggans.

þegar útgerðin kemst í sömu stöðu og hagar verður fróðlegt að sjá umfjöllun moggans um það mál.

fridrik (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband