Eldri færslur
- Maí 2014
- Mars 2014
- Október 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
2007 fnykur af sjúkrahúsi
5.11.2009 | 18:32
Það er margt enn í loftinu sem sýnir að flottræfilsháttur þenslunnar er ekki enn að baki og draugarnir þar ganga enn aftur. Í slangmáli samtímans kallað 'svona 2007 eitthvað.'
Hafa menn ekkert lært hljótum við að spyrja þegar við horfum á þau Álfheiði Ingadóttur og Arnar Sigurmundsson skrifa undir byggingu nýs spítala í Reykjavíkinni. Fréttamenn tala fjálglega um hvað þetta væri þjóðhagslega hagkvæmt verkefni og þessvegna væri sjálfsagt að sturta lífeyri framtíðarinnar í þessa arðbæru fjárfestingu - gríðarlega hagkvæmt að geta hætt að nota spítalahúsið í Fossvogi og yfirleitt hætt að nota öll hús sem ekki eru splunkuný.
Hvað lengi ætlum við að láta algjörlega úrelt sjónarmið neyslufrekju og sóunar ráða ferðinni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
- X-J 2013 Regnboginn.is
- Jón fóstri
- Guðmundur djákni
- Tilveran í ESB
- Netbókabúð bókakaffisins
- Bloggsíða villikatta
- Bókablogg Sunnlenska bókakaffisins
- Heimssýn, - Ísland EKKI í ESB
- Egill Bjarnason ferðalangur
- Atli
- Harpa
- Vinstri vaktin gegn ESB
- AMX hægri fréttir
- Laugarás í Biskupstungum á fésbókinni Hér má finna gamla og nýja íbúa Laugaráss í Biskupstungum
- Smugan vinstri snú!
- Anna Björnsson
Bloggvinir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Ágústa
- Ævar Rafn Kjartansson
- Agnar Bragi
- Agnes Ásta
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Helga R. Einarsdóttir
- Á móti sól
- Andrés Magnússon
- Andrés.si
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Hólm Ármannsson
- Árni Matthíasson
- Árni Þór Sigurðsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Ása Björg
- Ívar Pálsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Rúnar Halldórsson
- Auður Eva Auðunsdóttir
- Egill Bjarnason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Margrét Annie Guðbergsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Björn Emil Traustason
- Birkir Jón Jónsson
- Hommalega Kvennagullið
- Birna G
- Guðrún Olga Clausen
- Bjargandi Íslandi
- Björn Jóhann Björnsson
- Bleika Eldingin
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðmundur Bogason
- Bogi Jónsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Bwahahaha...
- Brjánn Guðjónsson
- Baldur Már Róbertsson
- SVB
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja Hjaltadóttir
- Bergþór Skúlason
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- busblog.is
- Charles Robert Onken
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Diesel
- Dofri Hermannsson
- Adolf Dreitill Dropason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Ágúst Dalkvist
- GK
- Bjarni Kjartansson
- Dunni
- Óskar Ingi Böðvarsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Gomez
- Einar Freyr Magnússon
- Einar Sigurbergur Arason
- Eiður Ragnarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Zóphonías
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Árnason
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Fannar frá Rifi
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Femínistinn
- Stefán Þórsson
- Jakob
- FLÓTTAMAÐURINN
- Gísli Foster Hjartarson
- Ritstjóri
- FreedomFries
- Friðjón R. Friðjónsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Björgvinsson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- FUF í Reykjavík
- Hlynur Sigurðsson
- Dóra litla
- Baldur Fjölnisson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gestur Halldórsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Hjálmar
- Einar Ben Þorsteinsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Skákfélagið Goðinn
- Ingólfur H Þorleifsson
- Stafnhús ehf
- Götusmiðjan
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Ómarsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Magnússon
- gudni.is
- Guðrún Fanney Einarsdóttir
- Guðrún
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gulli litli
- Gunnlaugur Stefánsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Jón Erlendsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Gylfi Guðmundsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- halkatla
- Halldór Baldursson
- Hallur Magnússon
- Haukur Már Helgason
- Jóhann Ágúst Hansen
- haraldurhar
- Haraldur Haraldsson
- Héðinn Björnsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Reyr Ágústsson
- Heiða Þórðar
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Heiðar Sigurðsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Helgi Már Bjarnason
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Kristín Einarsdóttir
- Eiríkur Harðarson
- Heiðar Lind Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helgi Sigurður Haraldsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hlynur Hallsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- HP Foss
- Krummi
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Fulltrúi fólksins
- Hrólfur Guðmundsson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Hvíti Riddarinn
- Icelandic fire sale
- íd
- Ingimundur Kjarval
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
- Sævar Einarsson
- Elísa Arnarsdóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Svanur Jóhannesson
- Einar Vignir Einarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- jósep sigurðsson
- Jóhann Steinar Guðmundsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jón Finnbogason
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Jón Magnússon
- Jóhann Jóhannsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Bergur Thorberg
- Karl V. Matthíasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Vídó
- Kristján Jónsson
- Guðjón H Finnbogason
- Kolbeinn Karl Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Stjórnmál
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kolbrún Hilmars
- Karl Tómasson
- Kolbrún Ólafsdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Landvernd
- Lára Stefánsdóttir
- Heimir Eyvindarson
- Laufey Ólafsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Jónas Jónasson
- Pálmi Guðmundsson
- Gylfi Norðdahl
- Loopman
- Guðný Lára
- Guðjón Baldursson
- Edda Jóhannsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Magnús Jónsson
- Magnús Vignir Árnason
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- Máni Ragnar Svansson
- Björn Benedikt Guðnason
- Guðmundur Margeir Skúlason
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Níels Bjarki Finsen
- Jón Svavarsson
- Ólafur Björnsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Nordal
- Hundshausinn
- Guðmundur Örn Jónsson
- Óttar Felix Hauksson
- Páll Geir Bjarnason
- Páll Vilhjálmsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- percy B. Stefánsson
- perla voff voff
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jóhann Birgir Þorsteinsson
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Rúnar Birgisson
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- ragnar bergsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Víðir Benediktsson
- Salmann Tamimi
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurjón Valgeir Hafsteinsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Egill Helgason
- Sigurður Jónsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Jóhann Waage
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Karl Hreiðarsson
- Halldór Sigurðsson
- Brynja skordal
- Hreiðar Eiríksson
- Hannes Friðriksson
- hilmar jónsson
- Snorri Hansson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Bogi Sveinsson
- Stefán Þór Helgason
- Stefanía
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- Þorsteinn Briem
- Steinn Hafliðason
- Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
- Samband ungra framsóknarmanna
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svanur Kári Daníelsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Sigursveinn
- Helgi Guðmundsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Tíðarandinn.is
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gísli Kristjánsson
- Þorleifur Ágústsson
- TómasHa
- Tómas Þóroddsson
- Reynir Hugason
- Trúnó
- Halldór Egill Guðnason
- Gaukur Úlfarsson
- Unnar Geir Þorsteinsson
- Ferðaþjónustan Úthlíð
- Vilhjálmur Árnason
- P.Valdimar Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Valsarinn
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vestfirðir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Guðfríður Lilja
- Gylfi Björgvinsson
- Vilhjálmur Árnason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Aðalsteinn Bjarnason
- Aðalsteinn Júlíusson
- Andrés Kristjánsson
- Anna Einarsdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Arnþór Helgason
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Árelíus Örn Þórðarson
- Árni Haraldsson
- Árni Þór Björnsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Hafberg S.
- Barði Bárðarson
- Benóný Jónsson Oddaverji
- Bergur Sigurðsson
- Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
- Birgir R.
- Birna G. Konráðsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Jónsson
- BookIceland
- Braskarinn
- Carl Jóhann Granz
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Einarsdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- ESB og almannahagur
- Eva G. S.
- Eygló Sara
- Eyþór Örn Óskarsson
- Friðrik Kjartansson
- Garún
- Gestur Janus Ragnarsson
- Gissur Þórður Jóhannesson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson
- Grétar Mar Jónsson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Heiðarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Gústaf Níelsson
- Gylfi Gylfason
- Hafþór Baldvinsson
- Halla Rut
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Jónsson
- Haraldur Hansson
- Haukur Baukur
- Haukur Nikulásson
- Heimir Ólafsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Hörður B Hjartarson
- Hörður Stefánsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingimundur Bergmann
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jóhann Pétur
- Jónatan Karlsson
- Jón Á Grétarsson
- Jón Árni Bragason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Daníelsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Lárusson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Katrín
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kári Harðarson
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Kristinn Arnar Guðjónsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Magnús Jónasson
- Magnús Kristjánsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Már Wolfgang Mixa
- MIS
- Offari
- Ólafur Björnsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Steinn Gestsson
- Paul Joseph Frigge
- Páll Helgi Hannesson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Raggi
- Ragnar G
- Ragnar Gunnlaugsson
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Samstaða þjóðar
- Samtök Fullveldissinna
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- S. Einar Sigurðsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Skuldlaus
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólrún Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Steini Palli
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Sveinn Björnsson
- Sædís Hafsteinsdóttir
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trausti Jónsson
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Urður bókafélag
- Vaktin
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Varmársamtökin
- Vésteinn Valgarðsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þorri Almennings Forni Loftski
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórarinn Lárusson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Bragason
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Heimisson
- Þráinn Jökull Elísson
Athugasemdir
Bjarni.
Auðvitað er þetta fyrir ákveðna klíku , en ekki fyrir okkur hin !
Arkitektar , verkfræðingar og tæknifræðingar hafa alltaf verið sterkir þrýstihópar ! Þetta er fólkið sem fær ábyggilega vinnu við þetta verkefni.
Síðan þegar kemur að framkvæmdinni, þá verður að fara út á evrópska efnahagssvæðið, og þá birtist ítalskt framsóknafyrirtæki með kínverja til að vinna( svona eins og við Kárahnjúka).
Við borgum bara, okkur sagt að við höfum ekkert vit á þessu eins og öllu því hruni sem hér hefur á sér stað !
Þá verða dregnir fram allir hagfræðingar og lögfræðinga , kanski endurskoðendur, og þeir ausa yfir okkur einhverri endemis vitleysu , eins og búið er að gera hér undanfarið !
Sem sagt , það hefur engin lært neitt enn !!!
Svo eru menn hissa á mati því sem íslenskt þjóðfélag fær í útlöndum ?
JR (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:35
Já, Bjarni. Og að við tölum nú ekki um hitt þjóðhagslega nauðsynjamálið, sjálfa tólistar og ráðstefnuhöllina.
Þórir Kjartansson, 5.11.2009 kl. 20:42
Sæll Bjarni.
Takk fyrir góðan pistil.
Þessir sömu lífeyrissjóðir hafa, ítrekað, haldið því fram, að þeir megi ekki byggja íbúðir/herbergi fyrir aldraða á elliheimilum/sjúkraheimilum eins og sá ágæti Helgi í Góu hefur ítrekað hvatt þá til að gera. Í þeim eina og eðla og manneskulega tilgangi að gera síðustu æviár þeirra öldruðu svolítið bærilegri.
Hvað kemur nú til? Hvar eru heimildir lífeyrissjóðanna til þessarar ævintýramennsku?
Mörgum sinnum hef ég komið inná þær frábæru stofnanir Landsspítalann og Borgarspítalann. Þar er hlýtt, rakalaust, notalegt og rúmgott og yndislegt starfsfólk. Ekkert að húsnæðinu sem slíku, sem betur fer.
Af hverju þarf umgjörðin/húsnæðið að vera í "2007" stíl? Er ekki komið nóg af bruðlinu?
Það er að mínu mati miklu meiri þörf á að uppfylla notalega umgjörð "gamla" fólksins við ævilok, heldur en að "íslensku spítalarnir" séu einhverjir "Mercedes Bensar" sjúkrahúsa heimsins. Lækningin og umhugsunin batnar væntanlega afar lítið eða ekki neitt við slíkt húsnæði.
Lífsreynslan og marglifaður veruleiki segir mér líka að vænt og fyrirhuguð "hagræðing" í rekstrinum sé í besta falli "fugl í skógi" en örugglega ekki raunveruleg, því miður. Því fer víðs fjarri.
Stjórnendur lífeyrissjóða. Við ykkur segi ég.
Þið sáuð ekki fyrir bankahrunið og töpuðuð ómældum fjárhæðum okkar lífeyrisgreiðenda og tilvonandi lífeyrisþega í glæfraskap og óabyrgri meðvirkni. Ykkar er mikil skömm og mikil ábyrgð. Það eigið þið að vita.
Þið eigið að læra af óförunum eins og aðrir. Annars eru þið ekki "á vetur setjandi" og eigið að hætta þessum störfum. Því fyrr, því betra.
Hafið nú, þá skynsemi til að bera, að taka ekki, aftur, svona óábyrgar ákvarðanir vegna flottræfislháttar og óábyrgrar meðvirkni.
Atvinnulífið er sjálfsagt að styrkja og efla. Það má gera á margan, annan og arðbærari hátt en að taka þátt í "sjúkrahúsflottræfilsbruðli. Einkanlega í raunverulegum framleiðslugreinum. Þar liggja hin raunverulegu vaxandi verðmæti þjóðarbúskapsins og okkur veitir ekki af þeim. Hinu höfum við ekki nú efni á. Því miður eða kannski sem betur fer.
Vinsamlegast. Notið lífeyrispeninga okkar betur og arðbærar heldur en með þátttöku í þessari himinhrópandi, bruðls vitleysu.
Kveðja.
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:58
burt séð frá hvað þetta hátæknisjúkrahús á að vera þjóðhagslega hagkvæmt. líklega hafa öll sjúkrahús hingað til byggt á lágtækni og vanþróun.
en að fara að byggja nýjan spítala lengst út á Seltjarnarnesinu, sem reyndar er að stærstum hluta er í landi Reykjavíkurherepps, finnst mér fáránlegt.
væri ekki nær, vilji menn endilega byggja spítala, að staðsetja hann meira miðsvæðis svo sjúkrabílar úr nágrannasveitafélögunum þurfi ekki að aka alla leið niður í 101?
hvað með sjúklinga af suður- og vesturlandi? já eða bara úr Hafnarfirði og Mosfellsbæ. er eitt hvert vit að rúnta með þá, með bláum ljósum, alla leið niður í miðbæ?
Sjálfur er ég borgarbarn frá toppi til táar, en hvílík endemis vitleysa sem þetta er.
Brjánn Guðjónsson, 5.11.2009 kl. 21:08
Það er svo miklu hátæknilegra og betra að hafa hátæknisjúkrahús með lokaðar deildir heldur en einhverja lágtækni kuklstofnun með lokaðar deildir.
kveðja
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:40
Heill og sæll Bjarni. Ég hef einmitt skrifað gegn þessu ráðslagi. Nær hefði verið að lífeyrissjóðir hefðu reist við verkmenningu og framleiðslu í landinu sem að sterk króna gerði út af við.
En þetta er það vitlausasta að eyða hálfopinberu fé í þennan lið hjá þjóð sem er með 3ja besta heilbrigðiskerfi í heimi. Hinsvergar fannst mér aldrei spurning að það ætti að klára ráðstefnu- og tónlistarhús. Með þeirri byggingu opnast mikil tækifæri til alþjóðlegs ráðstefnuhalds, en þar höfðum við engan góðan húsakost. Mbk, G
PS - Mig vantar leiðsögumann á Ingólfsfjall á laugardag!!!
Gunnlaugur B Ólafsson, 5.11.2009 kl. 22:27
--Hvað lengi ætlum við að láta algjörlega úrelt sjónarmið neyslufrekju og sóunar ráða ferðinni?--
well, þú veist að enginn hagvöxtur mælist ef engin eyðsla eða sóun á sér stað í hagkerfinu. Þetta segir hagfræðin og verðum við ekki að trúa því? Innspýting heitir það á máli sérfræðinganna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.11.2009 kl. 22:27
Þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar eins og svo margar aðrar eru byggðar á þeirri bjartsýni að heimsefnahagurinn sé þegar búinn að rekast á botninn, sem er mikil bjartsýni. Þeir ætla að halda áfram að ausa almannafé í að halda uppi fölsku atvinnustigi; nær væri að nota peninga sem til eru í uppbyggingu sem skilar þjóðartekjum, og ef ekki, þá halda uppi kristilegri heilbrigðisþjónustu, einkum fyrir þá sem ekki hafa efni á henni.
Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 22:28
Tek alveg undir með þér þarna Bjarni - er ekki að kaupa þetta - en borga sennilega samt.
Hvað er svo með allt þetta bankabákn okkar, nánast á hverjum degir er fjallað um hinn eða þennan skandalinn en allt situr þetta lið sem fastast eins og ekkert hafi í skorist, hvernig ætlum við að reisa við samfélagið ef ekkert á að laga, hvernig ætla menn að fá fólk til að trúa á að bankarnir séu öruggir á meðan allt þetta lið er þarna enn?
Kannski er ég svona grillaður en mér finnst við á svo mörgum sviðum bara hjakka í sama farinu, aftur og aftur eins og það sé gert í þeirri von að fólk sé fljótt að gleyma.
Takk fyrir oft á tíðum skemmtilega pistla.
Gísli Foster Hjartarson, 5.11.2009 kl. 23:01
sammála þessu Bjarni mjög hefi bloggað um þetta og þykir hið mesta óráð/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 5.11.2009 kl. 23:23
Já Bjarni þetta er allt rétt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.11.2009 kl. 23:29
Ég vil byggja sjúkrahús fyrir sjúklinga, ekki fyrir arkitekta.
En þetta er sennilega jafnvitlaust og fótboltafélagið Magni á Grenivík myndi reysa hjá sér yfirbyggðan knattspyrnuvöll með sætum fyrir 60 þúsund manns sem uppfyllir allar kröfur alþjóðlegs leikvangar í dag.
Þangað koma 100-150 manns á leiki og þeir gætu ekki einu sinni haldið úti sjoppusölu á staðnum því það myndi vanta mannskap t.d. í gæslu og fl.
Set inn þetta Extream dæmi um ruglið sem er í gangi með þetta HÁtæknisjúkrahús þarna í Reykjavíkurhreppi.
Dexter Morgan, 6.11.2009 kl. 00:47
Nú sést, að sömu öflin og voru í vinnu hjá útrásarvíkingunum, eru nú í vinnu fyrir Jóhönnu.
Sjónhverfingarmenn allir sem einn.
Nú nýverið voru sjónhverfingamennirnir sem bjuggu til trixin (Endurskoðendur) á fundi, hvar þeir ásamt og með Viðskiptaráðherra, sem er ekki alveg búin að jafna sig í höndunum af siggi eftir allt klappið fyrir útrásarvíkingunum, útlistuðu, hvernig þeir gætu verið ómissandi hlekkir í uppbyggingunni.
vola----sjúkrahús í pörtum, sem er hvað heimskasta gerð sjúkrahúsa sem til er.
Í Þýskalandi BNA og víðar, eru sjúkrahúsin ekki lágreist víðfeðm hús, heldur háhýsi með hraðvirkum tengileiðum.
Barnaspítalinn og neyðarvaktin á Landsanum er dæmi um tengileiðir, sem hafa nú þegar kostað mannslíf.
Mibbó
vill gölu gildin aftur og hætta skýjaglópa ,,fræðum"
Bjarni Kjartansson, 6.11.2009 kl. 08:53
Sammála. Auk þess þykja mér byggingarnar ljótar í samanburði við hina gömlu og glæsilegu Landsspítalabyggingu sem á að fela á bakvið bákniið. Ef það er nauðsynlegt að byggja nýtt sjúkrahús (sem ekki má lengur heita "hátækni" sjúkrahús a la Davíð og Halldór), þá á að byggja það annarsstaðar þar sem landrými er nægt og lóðir væntanlega ódýrari.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 09:45
Ég skil ekki stefnu þessarar nýju vinstri stjórnar..... það fólk (ef fólk skyldi kalla) er ekki heilt á geðsmununum. Það getur ekki verið.
Hvernig væri að skera ekki niður í heilbrigðisgeiranum ? En í þess stað er víst meiningin að byggja nýtt hátæknisjúkrahús. (Átti ekki Davíð Oddson hugmyndina afþví ????? Leiðréttið mig ef ég fer með vitleysu.)
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.11.2009 kl. 09:52
Bjarni - var ekki búið að taka frá það fé sem átti að fást fyrir Símann fyrir sjúkrahúsið?
Er það kannski eins með það fé og það sem átti að fást fyrir bankana - lítið sem ekkert greitt.
Einkavinavæðingin er ekki dauð úr öllum æðum og heldur samfélaginu enn í gíslingu.
Jón Örn Arnarson, 6.11.2009 kl. 10:00
Sæll Bjarni.
Gott að þú vekur máls á þessu, því hér er að mínu viti um að ræða enn eitt dæmið um hve gjörsneyddir við íslendingar eru því að hafa vit á peningum. Ef umsjónarmenn lífeyrissjóðanna hefðu einhverja ábyrgðartilfinningu gagnvart eigendum þeirra þá myndu þeir kjósa að ávaxta eignir þeirra annarstaðar en í íslensku hagkerfi, því það er löngu orðið ljóst að það er ekkert annað en stjórnlaust svarthol.
Við verðum bara að vona að þar til við komumst inn í ESB verði AGS með traust og ákveðið tak á fjármálum ríkisins; fylgist vel með Seðlabankanum og nánast sjái um að semja fjárlögin ásamt því að sjá svo um að farið sé eftir þeim, því það er löngu orðið ljóst að íslenskir minnimáttar-kendar-knúnir þjóðrembingar eru ekki færir um það og þeir fáu sem ekki eru þungt haldnir af þjóðrembu hugsa um það eitt að raka til sín og sölsa því sem til er í samfélaginu. Nægir í því sambandi að nefna tímabilið frá lýðveldisstofnun því til sönnunar: Hermang, kvótabrask (bæði í sjávarútvegi og landbúnaði), kolkrabbaklíku, smokkfiskklíku, bankaklíku.........
Verðum við ekki bara að vona hið besta, þó við séum kannski vonlaus!
Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:36
Tek fyllilega undir með þér, Bjarni, það er e-ð mikið að þegar enn skal haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sú þjóðhagslega hagkvæmni sem menn þykjast sjá er eins og öll önnur þegar réttlæta skal viðreisn - og áður viðhald þenslunnar - rústa efnahags höfuðborgarsvæðisins. Mitt í þenslunni skyldu allir slá af svo sem kostur var; þar sem engin var þenslan máttu dreifbýlingar þola aðgerðir yfirvalda og nú þegar hrunið er staðreynd skal höggvið í sömu knérunn, þar sem ekkert er fitulagið skal þó skorið inn að beini. Við höfum ekki efni á flottræfilshættinum lengur og höfðum raunar aldrei.
-Magnús Már
Magnús Már Þorvaldsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:52
Á sama tíma og AGS krefst þess að ríkið skeri niður ríkisútgjöld í ljósi þess að efnahagsstefna okkar er & hefur alltaf verið í molum, arfa vitlaus og við með allt niður okkur í ríkisútgjöldum og hvað gerir núverandi ríkisstjórn? Jú, hún ákveður að halda áfram með byggingu á "tónlistarkofanum" sú framkvæmd er rosalega dýr & óarðbær, framkvæmd sem mun skila yfir 1milljarða tapi hvert einasta ár í rekstrar kostnað. Svo er ráðist í byggingu sjúkrahús og því logið að það sé "arðbær framkvæmd". Ef lífeyrissjóðir eiga að koma að framkvæmdum, þá á það að tengjast framkvæmdum tengt t.d. byggingu á gagnaverum, einhverju sem er ARÐBÆRT og gáfulegt, en núverandi ríkisstjórn lætur þá fjármagna sjúkrahús & vegaframkvæmdir...!
Útlendingar hafa enga TRÚ á efnahagsstjórn Íslendinga, enda höfum sýnt það að við stígum ekki í vitið, og við höldum áfram að setja pening í framkvæmdir sem ekki eru að skapa okkur útflutningstekjur. Ég fer að trúa félaga Óla grís: "..you ain´t seen nothing yet...!" Þessi gagnlausa & stórhættulega ríkisstjórn er að keyra okkar samfélag beint í greiðsluþrot, frábært afrek hjá Samspillingunni að stranda þjóðarskútnni TVISVAR sinnum á 24 mánuðum, geri aðrir betur. Förum nú í að VIRKJA "Heilbrigða skynsemi..!"
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 6.11.2009 kl. 12:48
Að mínu mati er þetta illa hugsuð framkvæmd. Staðsetningin er kolvitlaus. Það að troða þessu bákni niður í Vatnsmýri með öllum þeim umferðarmannvirkjum sem illa ráða við umferðina eins og hún er núna er óðs manns æði og erfitt getur reynst að komast að og frá spítalanum á "normal" degi. Miklu betri staðsetning væri við Vesturlands- eða Suðurlandsveginn, t.d. Keldnaholtið eða Keldur í Grafarvoginum, ef þetta á að vera sjúkrahús fyrir alla landsmenn, þ.e.a.s., ekki bara 101 elítuna og þá sem endilega vilja geta labbað milli Háskólans og spítalans. Hitt, sem er vanhugsað, er fyrst við í dag getum við illa rekið núverandi spítala, hvernig eigum við þá að fara að reka slíkt bákn. Það þarf nefnilega að gera ráð fyrir rekstrarkostnaði til framtíðar sem ég er ekki viss um að sé hugsað fyrir nægjanlega vel.
Matthías Kjartansson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 13:21
Hvenær ætli einhver tónsnillingur taki sig til og semji hryllingsóperuna:
Útrásarþjóðin Ísland!
Árni Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 13:33
Af hverju hlær fólk að ríkisstjórninni.. aðeins ríkisstjórnin skilur það ekki
DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 13:43
Þetta eru dapurleg skrif hjá þér Bjarni.
Nú horfum við daglega á hversu mikilvæg starfsemi Landspítala er fyrir þjóðina í svínaflensunni, slysum sem verða víða um land og veikindum landsmanna. Því er það mikilvægt fyrir okkur að eiga gott þjóðarsjúkrahús sem er okkar öryggisnet sama hvar við lifum á landinu. Húsnæði Landspítala er víst löngu úrelt, áratuga gamalt og stenst ekki lengur þær kröfur nútíma sjúkrahúsþjónusta þarf á að halda. Það er skömm að þú skulir líkja þessari starfsemi við bankavitleysuna sem hér var í gangi, þar er ólíku saman að jafna.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 14:21
Aldrei þessu vant finnst mér þú ekki sjá aðalatriði málsins, það sem máli skiptir. Það sem verra er: allir - utan einn - taka undir með þér líkt og Guð almáttugur hafi látið frá sér heilagan sannleik.
Sjúkrahúsmálið snýst um tvennt: Annars vegar hvort lífeyrissjóðirnir kaupi ríkisskuldabréf fyrir 30 - 50 milljarða og hinsvgegar hvort reisa eigi nýtt "hátæknisjúkrahús". Ég sé ekkert sérstakt við það að athuga að sjóðirnir kaupi ríkisskuldabréf fyrir svo og svo háar fárhæðir næstu tíu árin. Hvort þörf er fyrir miklar viðbyggingar við Lanspítalann við Hringbraut með tilheyrandi "hátæknibúnaði" er allt annað mál. Vel hefði mátt hugsa sér að efla kragasjúkrhúsin og fá þeim fleiri og vandasamari verkefni. Hið sama á raunar við um sjúkrahúsin í Stykkishólmi, Ísafirði að ekki sé nú minnst á Akureyri, sömuleiðis í Neskaupstað. Þá mætti hugsa sér að sjúkrahúsið á Sefossi sérhæfði sig í öldrunarlækningum, Stykkishólmur fengi aukið hlutverk við bæklunarlækningar og sv. framvegis, hvernig svo sem flokkunin yrði.
Ég sá reyndar ekki sérstaka þörf fyrir að stofna til hátíðlegrar athafnar útaf þessu máli. Viðmælendur þínir Bjarni, virðast margir hafa ýmigust á arkitektum, verkfræðingum og byggingamönnum, rétt eins og þeir séu afætur á mannvirkjagerð. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá verður ekki komist hjá vinnuframlegi þessara stétta ef ætlunin er að byggja.
Svo virðist sem einhverjir haldi að Borgaspítalinn verði til einskis notaður, ef byggt verður við Hringbraut. Það dettur mér ekki í hug. Þar má koma fyrir langlegudeildum og mörgu öðru þótt byggt sé við gamla Landspítalann.
Ég hef í stuttu máli efasemdir um að þörf sé á nýbyggingum á Landspítalalóð (og er þess vegna að nokkru sammála þér) en skil alls ekki hvað er athugavert við það að lífeyrissjóðir kaupi ríkisskuldabréf. Ein athugasemd hér að framan er þó áreiðanlega skynsamleg. Hagkæm sjúkrahúsbygging á ekki að vera öll á lengd eða breidd. Auðveldara og umfram allt léttara fyrir starsfólkið er að vinna í háu sjúkrahúsi með mörgum lyftum en lágu með löngum "hlaupabrautum"
Og svo var auðvitað þarft að spyrja um hvað varð af "Símapeningunum"
hágé.
Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 15:04
Sammála, Bjarni Harðarson
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 15:18
Sæll Bjarni. Ég er nokkuð sammála þér með byggingu nýs spítala. Ég vil heldur að farið verði í að efla velferðarkerfið með aukinni þjónustu við þá sem hana þurfa. Ég er þá að hugsa um þjónustu við fólk sem þarf að leita til stofnanir ríkisins án þess að vera beint sjúkt. Notendastýrð þjónusta við borgarana er það sem bráðvantar hér, bæði fatlaða og aldraða. Þetta fyrirkomulag er í Noregi, Svíþjóð, Danmörk, Spáni, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Við erum með þetta fólk í gíslingu stofnananna og því væri nær að nota fjármagnið sem lífeyrissjóðirnir vilja leggja fram í að taka upp þessa þjónustu sem er bæði þjóðhagslega hagkvæm og það sem meira er algjör frelsisbylting fyrir þá sem þurfa hana ekki síst hreyfihamlað fólk. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.11.2009 kl. 16:34
Sæll Bjarni,
Ég varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að þurfa að dvelja með barnið mitt á gjörgæsludeild í rúman sólarhring og síðar nýja barnaspítalanum í nokkra daga haustið 2007. Þessi reynsla sannfærði mig um mikilvægi nýs spítala.
Gjörgæsludeildin er í gamla Landspítalahúsinu (byggt 1930) og þar ægði öllu saman. Þarna voru á einni stofu barnið mitt, þá 9 ára, fólk upp í áttrætt, fólk sem vegna veikinda sinna hélt ekki hægðum með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem voru í kring, fólk sem kvaldist vegna veikinda sinna o.s.frv. Allt þetta er auðvitað fullkomlega eðlilegt enda vorum við á gjörgæsludeildinni þar sem mikið veikt fólk dvelur. Starfsfólkið barðist við að reyna að spila úr stöðunni þannig að þessir gríðarlega ólíku sjúklingar með gríðarlega ólíku þarfir yrðu fyrir sem minnstum óþægindum hver af öðrum. Þarna var auðvitað stanslaus traffík af læknum, hjúkrunarfólki, aðstandendum o.fl., mikið áreiti sem jók frekar á vanlíðan sjúklinganna en hitt.
Þessi dvöl opinberaði fyrir mér hversu slæm þessi aðstaða í raun er fyrir alla sem að henni koma. Það er auðvitað bara vegna úrræðasemi og dugnaðar þess ótrúlega starfsfólks sem þarna berst í gegnum hvern dag að skaðinn af þessu er takmarkaður eins og hægt er.
Það að flytjast síðan yfir á nýja barnaspítalann þar sem allt skipulag miðast við nútímaþarfir var eins og að flytjast úr helvíti í himnaríki. Vinnuaðstaða starfsfólksins, aðstaða fyrir sjúklinga, aðstaða fyrir aðstandendur, vegalengdir milli staða sem þurfa að virka saman o.s.frv. allt var þetta einfaldlega úr öðrum heimi en aðstaðan á gjörgæsludeildinni.
Það sem ég er að reyna að segja hér að ofan er að þörfin er raunveruleg. Hún er ekki flottræfilsháttur.
Ég trúi ekki öðru en að það hljóta að fara sýkingar á milli sjúklinga á gjörgæsludeildinni. Ég trúi ekki öðru en að fjarvistir starfsmanna deildarinnar vegna veikinda hljóta að vera miklar. Álagið er ótrúlegt! Sjúkrahús miðað við nútímaþarfir gjörbreytir þessu öllu. Það að draga úr fjarvistum starfsfólk, óþægindum sjúklinga og bæta nýtingu á fólki og verðmætum á þessum stærsta vinnustað Íslands (5000 starfsmenn) eru mikil verðmæti, bæði fjárhagsleg og á öðrum sviðum.
Síðan 1930 hefur smám saman verið byggt við spítalann í allar áttir út um allar trissur sem skapar miklar fjarlægðir og þannig slæma nýtingu á verðmætum. Á einhverjum tímapunkti er ástæða til að setjast niður og teikna dæmið upp frá grunni og hanna í samhengi við nútíma þarfir í stað þess að byggja við í allar áttir.
Það að byggja spítalann núna skapar mörg tækifæri. Það virkar sem "stóriðjuframkvæmd" inn í efnahagslífið við tilheyrandi afleiddum áhrifum á eftirspurn og atvinnulífið allt. Ríkið losnar vonandi við að greiða stórum hópi atvinnuleysisbætur sem fengið getur vinnu við þetta risavaxna verkefni sem beinlínis vinnur á móti kostnaðinum við verkefnið. Tilboð verkfræðistofa, verktakafyrirtækja og annarra aðila verða að öllum líkindum ekki mikið lægri en þau sem í boði eru núna. Núna er því rétti tíminn til að fara í þessa afar mikilvægu framkvæmd.
Hvað snertir lífeyrissjóðina þá er mjög gott mál að þeir láni ríkinu til svona framkvæmda á þessum tímapunkti. Þeir eru auðvitað ekki að taka neina áhættu af spítalaverkefninu sem slíku eins og ýjað var að hér í athugasemd að ofan. Lífeyrissjóðirnar hafa bæði tekjur sínar og gjöld í krónum. Þeirra velta er stór hluti af veltu íslensks hagkerfis. Ef þeir ætla að fara að selja allar þær krónur sem þeir afla sér og fjárfesta erlendis fellur krónan enn meir. Ríkið er öruggur langtímafjárfestir og það að fjárfesta í krónum lágmarkar gengisáhættu lífeyrissjóðanna þar sem enginn hefur í raun hugmynd um hvernig gengið mun þróast næstu 3-5 ár eða svo. Það er því ekki slæmur kostur að fjárfesta í þeirri mynt sem þú munt hafa gjöldin þín í síðar meir.
Nýr spítali núna er hárrétt ákvörðun á besta mögulega tíma.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.11.2009 kl. 17:49
Vegna athugasemdar hér að ofan um að líklega fari verkið til erlendra verktaka má benda á að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hefur líklega aldrei verið betri en nú þökk sé falli krónunnar. Það að fara í verkefnið núna eykur því líkurnar á því að íslenskir starfsmenn fái notið góðs af framkvæmdinni.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.11.2009 kl. 17:56
Ég er ekki sammála því að byggt verði nýtt hátæknisjúkrahús - allra síst fyrir ellilífeyri minn og annarra.
Núverandi vandamál Lansans mætti leysa með því að byggja hjúkrunar- og umönnunarheimili fyrir langveika, bæði aldraða og hina, í stað þess að flýja vandamálið með rándýrum nýbyggingum í því skyni að hrista af sér langlegusjúklingana.
Landsspítalinn er í dag hátæknisjúkrahús sem er lamað af langlegusjúklingum og í stað þess að byggja nýtt sjúkrahús á að nýta og endurbæta bæði núverandi húsnæði og tækni og flytja ofangreinda sjúklinga annað.
Kolbrún Hilmars, 6.11.2009 kl. 19:34
Í Silfri Egils í dag (8.11) er komið inn á þann GRÍÐARLEGA kostnað sem tengist umferðar mannvirkjum tengt þessari glórulausu framkvæmd...! Enn og aftur eru stjórnvöld & Reykjavíkurborg að sýna þjóðinni fram á að "fyrst er framkvæmt & svo er hugsað eftir á..!" Maður skilur betur & betur af hverju við erum þjóð sem stefnir í greiðsluþrot, enda eru stjórnvöld ítrekað að taka glórulausar ákvarðanir. Maður spyr, hvað detur þessu liði næst í hug?
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 8.11.2009 kl. 15:45
Já, ég vil byggja sjúkrahús fyrir FÓLK, ekki fyrir arkitekta eða verkfræðinga, nema svo illa vilji til að þeir séu veikir líka. Eins og Álfheiður setur þetta fram er þetta verkefni (sem aldrei hefði átt að verða) sett fram núna til að redda hönnuðum, arkitektum og fl í þeim geira.
Út um allt land eru hálfkláraðar byggingar sem þurfa í mörgum tilvikum ekki nema brot af því sem hin vitleysan á að kosta til að koma þeim stofnunum í nothæft stand. Mikið vinnst með því að hafa svona stofnanir út á landi, það vitum við " útálandibúar" mætavel..
Þessi áform á að hætta við hið snarasta og nota fjármunina til að klára heilu hæðirnar og deildir og styrkja starfsemi í sjúkrastofnunum út á landi.
Dexter Morgan, 11.11.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.