Lásí lífeyrissjóðsbrandari!

Mogginn í dag skrifar ekki færri en þrjá pistla um yfirráð Jóns Ásgeirs yfir Bónusi og af þeim er Reykjavíkurbréfið best. Agnes er sem fyrr mikið ólíkindatól og stingur upp á að lífeyrissjóðir landsmanna yfirtaki Bónusbúðirnar. Ég geng að vísu út frá því að þetta eigi að vera brandari enda sér hver maður sem vit hefur á að Bónus er langt því frá að vera björgulegur rekstur eins og þeim Jóhannes og Jóni hefur tekist að hrauka upp skuldum.

En brandara eins og þessa á að fara með af varúð því fréttir liðinna vikna segja mér að hinir eldkláru forsvarsmenn sömu lífeyrissjóða gætu tekið þetta alvarlega og þá yrði illa komið fyrir ellisparnaði okkar flestra.

Bónus á að taka til ríkisvæðingar og selja síðan burt í litlum einingum sem er eina leiðin til að reka verslanir arðvænlega í jafn fámennu landi. Og stuðlar um leið að samkeppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

"One RING to rule them all, one ring to bind them...!" - en því miður fengum við geislaBAUG, geislavirkur úrgangur sem skilur allstaðar eftir sig sviðna jörð...lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.11.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli skuldir Jóns Ásgeirs stafi nú endilega af tapi á verslunarrekstri? Uppgjör á fyrirtækjum sem komin eru í þrot má ekki tengja um of við eigendur. Síðan er það spurning líka hvort endilega eigi að verðlauna spilafíkla með sérstakri meðhöndlun. Eða eftir atvikum hegna þeim vegna nafnsins og langrar umfjöllunar í fjölmiðlum.

Árni Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 18:17

3 identicon

smá dæmi: Einkaþota - snekkja - skíðaskálar í Frakklandi - 3ja milljarða íbúð á Manhattan - 300 milljóna íbúð í Kaupmannahöfn - svipað húsnæði í London og svona mætti leingi telja, ætli viðskiptavinum blöskri ekki ! Og verðið verulega hærri enn í nágrannalöndunum og helmingi hærra enn á Spáni. Burt með slíka braskara, þeir eru búnir að valda þjóðinni nógu mikinn skaða, ræna þjóðinni mannorðið.

vestarr lúðvíksson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 20:15

4 identicon

Ekki veit ég hvar á Spáni þú hefur verið vestarr, en þar sem ég hef verið er verðlag svipað og hér heima, sumt dýrara og sumt ódýrara. Í þýskalandi er það svona upp og ofan oft mikið dýrara þar en stundum ódýrara. Í Póllandi er sömu sögu að segja en þar er allt verðlag á mikilli uppleið og þá er ég ekki að tala um túristastaði.

Mér finnst orðin hvimleið þessi fáranlega umræða um hvað allt er mikið ódýrara annars staðar en hér. Það er lítið að marka sumar verðkannanir því oft á tíðum eru bara teknar þær vörur sem sýna mismun á þann veg, svo þegar maður fer og er á þessum stöðum þá er reyndin önnur svona í heildina. Meira segja fyrir gengishrun gátu ferðamenn verslað hér einstaka vörur mikið ódýrara en annars staðar svo sem eins og merkjavörur, og við gátum jú fengið sumt á mun lægra verði út í heimi en svona þegar á heildina er litið jafnast þetta nokkuð út.

(IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 21:16

5 identicon

og er borgað svipuð laun í germani og íslandi í þessum verslunum? fá þau í germani um 800 evrur á mánuði?

haukur kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 02:17

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð spurning hjá Hauki.

En hverjir eru það svo sem vinna á "gólfinu" hjá íslensku matvörumörkuðunum?

Mikið rétt; mestmegnis EES útlendingar - væntanlega landar þeirra sem vinna sambærileg störf í "germani".

Ætli við megum draga þá ályktun að þetta starfsfólk sjái sér einhvern hag í því að vinna hér á útkjálkanum frekar en nær heimahögum sínum? Eða er þar ef til vill enga vinnu að fá...

Kolbrún Hilmars, 9.11.2009 kl. 15:54

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Barni !!!er gamli kaupélagsandin komin yfir þig eða hvað,að níða niður verðslannir Bónus ,er endalaus vinna,ertu ennþá þessi gamli samvinnumaður,hvar eru Sambandspeningarnir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.11.2009 kl. 16:04

8 identicon

Nice work on your page i like to read it more.

exam 70-290 (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 05:29

9 identicon

En hverjir eru það svo sem vinna á "gólfinu" hjá íslensku matvörumörkuðunum

comptia a+ questions and answers (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 05:29

10 identicon

og er borgað svipuð laun í germani og íslandi í þessum verslunum? fá þau í germani um 800 evrur á mánuði?

ccna test (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband