Óklæðilegur Bjarni Ben.

Mikið óskaplega sem það klæðir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins illa að vera í stjórnarandstöðuhlutverki og hrópa brjálæði, brjálæði í þingsölum. Og það yfir skattahækkunum sem illt er að komast hjá eftir frjálshyggjuútrásarbóluna.

Það klæðir Ingibjörgu Sólrúnu líka frekar kjánalega að tala nú um reiðina þegar enn hefur fátt verið gert til að sefa reiði almennings. En hún heldur kannski að það sé sérstaklega fallið til að gleðja alþýðuna ef að Bónusfeðgum verða gefnar upp sakir enda þar á ferðinni bjargvættir alþýðunnar í þessu landi.

Það væri í rauninni miklu meira áhyggjumál ef þessi þjóð skipti ekki skapi yfir því hvernig útrásarvíkingar hafa einkanlega í skjóli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks rúið þjóð sína inn að skyrtunni. En kratar vilja sjálfsagt að þjóðin sé bara ligeglad yfir öllu... (jú, jú Framsóknarflokks líka, ekki skal ég þræta fyrir það!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bjarni, Þú varst nú dyggur stuðningmaður ríkisstjórnar Íslands góðan part af þessu partýi og ættir ekki að vera að hneikslast á öðrum.

Væri ekki nær að bretta upp ermar og leggja eitthvað uppbyggilegt til.

Ragnhildur Kolka, 10.11.2009 kl. 18:47

2 identicon

"Væri ekki nær að bretta upp ermar og leggja eitthvað uppbyggilegt til." spyr Kolka.

Er þeirri spurningu beint til Sjálfstæðisflokksins, eða kannski bara Bjarna? 

Snati (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Manni finnst nú í dag og næstu misseri vera mest um framtíðina !!!! ,en ekki fortíðin,eftir því sem maður kemst næst lærir engin af henni er það???Bjarni ef þú kemur með það ,hvað ætti að gera svo allt fari betur,en gerist um þessar mundir,því það gerist ekkert!! hvað á að gera spyr maður bara/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.11.2009 kl. 21:30

4 identicon

Bjarni Benediktsson virðist vera alltof barnalegur og óþroskaður til að vera leiðtogi stjórnmálaflokks. Það sama á reyndar við um Sigmund Davíð, sem er jafnvel enn barnalegri í sér. Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hurfu sem betur fer úr stjórnmálunum og þeirra saknar tæplega nokkur maður. Steingrímur er leiðtogi landsins í dag, en hann þarf að taka sig virkilega á í baráttunni við bankaræningjana, sem enn ganga allir lausir, sem er þjóðinni auðvitað til mikillar skammar. Jóhanna stjórnar einhverju á bak við tjöldin, en hún er nánast ósýnileg og treystir greinilega á Steingrím sem talsmann sinn. Ég held að flestir hafi treyst á að Jóhanna myndi a.m.k. ráðast með kjafti og klóm gegn spillingaröflunum, sem enn ráða alltof mikið, t.d. í bankakerfinu og skilanefndum bankanna. Hvað er t.d. traustvekjandi við það, að hafa Birnu og Finn sem bankastjóra ??  

Stefán (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 08:50

5 identicon

Annar er það sem umturnast hefur í pontu og sakna ég hans fyrri krafts orðið þótt hann hafi nú stundum verið eins fyrirsjánlegur og biluð plata; fjármálaráðherra.  Það er hreinlega eins og maðurinn hafi óvart lent hjá geldingameistara eftir að hann gekk í eina sæng með Jóhönnu. Svo moðkennt er gutlið sem upp úr honum vellur nú, enda kannski í samræmi við hráefnið sem hann hefur úr að moða.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband