Stórkostlegur útifundur

Frummælendur við Urriðafoss

Á annað hundrað manns mættu á útifund sem framboðið okkar hélt nú í dag við Urriðafoss. Falleg snjókoma og norðan kæla gaf samkomunni hátíðlegan og íslenskan svip.Þrátt fyrir að ekki væri boðað til fundarins sem eindregins mótmælafundar virkjanaandstæðinga voru fundarmenn samdóma um að staldra mætti við í virkjunum. "Það liggur ekkert á, fossinn verður hér áfram," sagði Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi í lokaorðum sínum en auk hans fluttu ávörp undirritaður og Jón Vilmundarson bóndi í Skeiðháholti. Þá flutti skáldið og bóndinn Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti frumort ljóð.


mbl.is Fjölmenni á útifundi við Urriðafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður fundur Bjarni, og flottur í fréttunum !

Ragnar Sigurðarson (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 21:34

2 identicon

sjá grein á Grasaguddu: http://www.grasagudda.is/?q=node/1354

Gunna Tryggva (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 22:25

3 Smámynd: GK

Ég var hér.

GK, 7.1.2007 kl. 01:20

4 identicon

Það þarf að virkja á þessum virkjanasinnum föðurlandsástina.

kveðja góð

Reynir 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 12:32

5 Smámynd: Davíð

Ég sem hélt að Gullfoss færi aldrei á kaf í uppistöðulóni en eins og staðan er í dag, þá getur maður í raun ekki verið of viss...

Davíð, 7.1.2007 kl. 14:09

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Urriðafoss er eins og sumt annað "eitthvað sem enginn vissi að væri til fyrr en kom að framkvæmdum". Mér er eiginlega alveg sama um hann, en finnst gott að benda á að nær væri að við fengjum sjálf einhvers að njóta af öllu þessu rafmagni sem framleitt er í héraðinu. 

Helga R. Einarsdóttir, 7.1.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband