Fögnum fullveldi meðan Evrópumenn gráta Lissabonsáttmála

Íslendingar fagna 91 árs fullveldisafmæli 1. des. og af því tilefni er Heimssýn með fullveldishátíð í Salnum í Kópavogi klukkan 17 þar sem fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka flytja ávörp og frumflutt verður verk eftir Atla Heimi. Sjá nánar hér http://www.heimssyn.is

Kostulegt að á sama tíma og við fögnum fullveldisafmæli gengur Lissabonsáttmálinn í gildi í sem dregur enn úr sjálfræði þeirra landa sem eru í ESB.  Það er samningur sem í reynd hefur verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslum í þremur löndum og öðrum þjóðum hefur verið meinað að kjósa um hann. Lissabonsáttmálinn er því ekki fagnaðarefni frekar en yfirleitt þegar völd eru færð frá heimamönnum inn í stórar og ólýðræðislegar stofnanir Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlaru að játa það á morgun að þú hafir rangt fyrir þér varðandi Lisbon sáttmálan ? Þú mátt líka alveg biðjast afsökunar á því 2. Desember 2009 ef þú ert upptekin á morgun.

Jón Frímann Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 18:35

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Laukrétt hjá þér !

 Lissabonsáttmálinn " dregur  úr SJÁLFSTÆÐI þeirra landa sem eru í ESB".

 Enn - hefurðu hugleitt félagi, hvað samþykki Icesave, mun draga - um ótalmörg komandi ár - úr fjárhagslegu  SJÁLFSTÆÐI okkar fámennu þjóðar ??

 Félagi - opnaðu BÆÐI augun !

 Þú getur ekki samvisku þinnar vegna, lagt 700 MILLJARÐA skuld á þína afkomendur " án þess að bera LAGALEGA SKYLDU TIL" ( Jóhann Sig.).

 Flestir framsóknarmenn " af gamla skólanum" voru vitmenn !

 Vertu áfram í þeim hópi - þér var jú gefin þekking þar til, eða sem Rómverjar sögðu.: " Scientis est potentia" -* þ.e. " Þekking er máttur" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Til hamingju með daginn Bjarni minn.

Axel Þór Kolbeinsson, 1.12.2009 kl. 09:11

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Já, enn og aftur til hamingju með daginn. Og Jón Frímann, ég ætla ekki að biðjast afsökunar á neinu enda tíðkast það bara í alræðisríkjum að menn afsaki "rangar" skoðanir. En burtséð frá pólitík getur þú beðist afsökunar á að hafa sett 6 stafsetningavillur í þriggja línu setningu!

Bjarni Harðarson, 1.12.2009 kl. 16:53

5 identicon

Góður punktur hjá þér Bjarni,

Það skelfilega við Lissabon-sáttmálann er það að grunsamlega margir vita hvorki haus né sporð á hvað hann snýst um, enda hafa engar upplýsingar verið nánast um þennan samning verið upp á borðinu. ESB-sinnar hafa ekki haft neinn metnað í að kynna hvað í honum felst, enda er hann nánast aftaka fyrir smáríki í ESB-bákinu.

Viskan (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:18

6 identicon

ESB-bákninu átti þetta að vera...

Viskan (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:19

7 identicon

Félagi Bjarni !

 Vinur þinn, fyrrverandi samþingmaður, félagi og " framsóknarmaður af gamla skólanum" - og að auki Selfyssingur, flutti fyrir stundu hreinustu ELDRÆÐU á fundi ESB., andstæðinga

 Mátt og átt að vera stoltur af frammistöðu Guðna Ágústssonar.

 Enn - hann fór í ræðu sinni inn á Icesave.

 Og hvar leitaði hann dæma ?

 Jú, vitnaði í Laxnes þegar hann lætur Bjart í Sumarhúsum segja.: " Eignir þínar koma mér ekki við * en SKULDIR þínar greiði ég ALDREI " !!

 Segðu ekki að Guðni í afstöðu sinni fari með " ómerkilegt skrum og mikilmennskubrjálsemi" !!

 Félagi !

 Endurskoðaðu afstöðu þína til Icesave.

 Mundu að jafnan vægir hinn vitri !

 Hélstu að fréttafólk RÚV., hafi verið á fundinum ?

 Ó,nei, Samfylkingarmenn á RÚV., þekkja sína !

 Við erum orðin 19 þúsund - nítján þúsund - sem skorum á bóndaræfilinn á Bessastöðum að senda Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 Vertu með í þeim skara !Skynsemi þín kreft þess !

 Sem rithöfundur veistu að sá sem skrifar - les tvisvar !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: "Qui scribit bis legit" - þ.e. " Sá sem skrifar- les tvisvar" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 20:13

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Sá þig ekki á fundinum í Salnum. Guðni Ágústsson fór á kostum, fannst mér. Hann vitnaði í Bjart í Sumarhúsum, þann sjálfstæða sérvitring og lét hann segja " meðan ég ásælist ekki gróða þinn koma mér skuldirnar þínar ekki við " eða þannig heyrði ég það. Hann sagði líka skemmtisögur af Winston Churchill og flutti mál sitt af eldmóði. Ég hef oft verið hrifin af Guðna en aldrei eins og í dag.  Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.12.2009 kl. 21:32

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæl Kolla. Það er rétt að ég var ekki á fundinum, átti ekki með nokkru móti heimangengt fyrir vinnu sem er auðvitað ekki nógu gott á sjálfum fullveldisdeginum...

Bjarni Harðarson, 2.12.2009 kl. 16:50

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nei það er ekki nógu gott, en það á við með hjónabandið eins og Evrópubandið það verður ekki bæði sleppt og haldið kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.12.2009 kl. 18:09

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll gamli

Það er misskilningur í aðalatriðum að tala sífellt um að við töpum völdum til Brussel. Við stefnum að og eigum að vera virkir þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi, hvar við stöndum nú áhrifalausir í dyragættinni.

Evrópusamstarfið er nýtt stig í lagskiptingu valdsins. Við ráðum okkar persónulegu högum að verulegu leyti en þó á forsendum sem gefnar eru í sveitarstjórn og landstjórn.

Tel mikilvægt að Norðurlöndin sameinist um farveg og forsendur í samstarfi þjóða í Evrópu. Þannig verður þetta flæði milli þrepa eðlilegra. Ekki má síðan gleyma Sameinuðu þjóðunum sem að markar stefnu í mikilvægum málum.

Aðgerðir og hugmyndir um sjálfbæra þróun og hlýnun jarðar eru ekki komnar frá "heimamönnum" heldur frá yfirþjóðlegum stofnunum, einkum Sameinuðu þjóðunum.

Þar hafa einstaklingar mikil áhrif eins og t.d. Gro Harlem Bruntland um sjálfbæra þróun og Al Gore um hlýnun jarðar. Þessi mál fá farveg umræðu yfir í hnattrænar aðgerðir sem enda með því að við förum að sortera rusl.

Heimurinn er þorp og þarf stjórnkerfi til að virka. Á síðasta ári fór af stað vinna í Afríku til að mynda samband ríkja álfunnar af evrópskri fyrirmynd. Arababandalagið sem að er hliðstætt appírat í miðausturlaöndum reynir um þessar mundir að afstýra fjármálahruni í Dubai.

Það er barnalegt að vera á móti Evrópusambandinu. Þarna liggja okkar "vannýttu fiskimið". Landhelgismál samtímans er að innsigla íslenska hagsmuni í samningum við ESB og tryggja þannig efnahagslegt sjálfstæði okkar til framtíðar.

                                        Njóttu dagana,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.12.2009 kl. 22:58

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

ÆÆ ég get ekki ákveðið hvort ég á að drepast úr hlátri eða hvað við þessa athugasemd Gunnlaugs. Væri ekki sniðugt áður en menn sjá þessa glansmynd fyrir sér að gera smá könnun á mannfjölda á Íslandi. Einnig væri ekki vitlaust að kíkja á kortið og sjá hvar við erum staðsett. Við erum ekki með samliggjandi landamæri við önnur ríki í Evrópu og munum aldrei njóta ávinnings af nálægðinni eins og hin ríkin gera. Við verðum aldrei með fulltrúafjölda eins og Bretar t.d eða Frakkar, við erum allt of fá til þess. Við komumst aldrei í samningsstöðu um eitt né neitt, alveg klárt. Við erum í bullandi samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið í gegnum EES og það er fínt. Það var fróðlegt að fylgjast með því í beinni útsendingu þegar Gordon Brown samdi um embætti utanríkiráðherra nýja ríkisins ESB. Nú skartar ESB-ríkið enskri hefðarkonu, með orginal enskt útlit, út á við. Ætli það hefði skipt nokkru máli þó einn afdalakarl/kerling eða svo frá Íslandi hefði verið meðal fulltrúanna í því plotti. Kratahugsunin, allt er betra en sjálfstæðið, er það sem er hlægilegt og þá sérstaklega á þessum tímum. Heimurinn er ekkert þorp en það þarf auðvitað að stjórna í þorpum og stjórnleysi er nú skorturinn sem við búum við á Íslandi um þessar mundir. Markmið Samfylkingarinnar í landhelgismálum er kannski bara að eyða þeirri landhelgi sem við höfum barist fyrir blóðugri baráttu einmitt við Breta. Óskaplegt karaterleysi er þetta. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.12.2009 kl. 23:48

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Staðin fyrir að telja þig hafa efni á einhverjum kjánahlátri Kolbrún eða að hæðast að útliti talsmanns ESB í utanríkismálum þá hefðir þú nú átt að lesa tilvitnun í hinn nýja forystumann í sameiginlegum málum bandalagsins;

"Eftir að tilkynnt var um útnefningu van Rompuy í gær sagðist hann bera mikla virðingu fyrir ólíkum skoðunum, menningu og hefðum hinna ólíku eininga innan Evrópusambandsins og að fjölbreytnin væri einn helsti styrkur sambandsins. Ennfremur tók hann fram að í samningaviðræðum ættu allir aðilar að ganga sáttir frá samningaborðinu og samkvæmt þeirri meginreglu myndi hann starfa sem forseti Evrópusambandsins". 

Þetta er gott fyrir fulltrúa FF að lesa þar sem fordómar og fáfræði hafa ríkt í garð fjölbreytileikans í flóru mannlífsins. Kynþóttafordómar og þjóðremba eru þræðir sem ætíð eru skammt undan hjá andstæðingum samvinnu innan álfunnar.  

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.12.2009 kl. 00:04

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nú það varð semsagt hláturinn sem varð ofan á gat ekki alveg ákveðið mig. Ég er ekki að hæðast að útliti hefðarfrúarinnar bresku bara að vekja athygli á því að Brown hefur viljað að það væri lýðum ljóst við fyrsta augnakast að hún væri bresk. Jú ég las einmitt það sem Rompuy sagði og hef ekkert fjallað um hann. Hann var sterkari en Tony Blair ( sem ekki er sérlega breskur í útliti og vinur USA ) svo að Brown varð að bakka en fékk utanríkismálastjórann, eins og það heitir víst, í staðinn. Ekki er ég nú tilbúin að samþykkja að ég viti minna um fjölbreytileika mannlífsins en þú, eftir að hafa unnið í fjölbreyttu þjónustustarfi í áratugi og hef starfað við ýmislegt um ævina, en viðurkenni að eftir því sem ég læri meira, finnst mér ég vita of lítið og það hefur aukið mér þekkingarþorsta. Fulltrúar FF hafa margir hverjir ekki skammast sín fyrr að vera Íslendingar en ég hef nú ekki stært mig af þjóðrembu held ég og finnst nú stundum nóg um hana. Allavega ekki með mikilmennskuóra eins og koma fram í þinni framsetningu. Ég er líka með ágæta reynslu af samvinnu þjóða og get upplýst þig um að ég er búin með tvö verkefni á vegum Menntaáætlunar ESB og er hálfnuð með það þriðja og í næstu viku hefjast þrjú ný verkefni sem standa yfir í tvö ár. Auk þess í bandalagi við norðurlöndin í sambandi við mitt starf. Fordómastimpilinn fengum við frá fulltrúa Samfylkingarinnar og það er geymt en ekki gleymt. Það mega flokksmenn og fulltrúar FF vita og reyndar hver sem er. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.12.2009 kl. 00:43

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ísland fyrir Íslendinga var tónn sem Viðar Helgi gaf og Magnús Þór barðist hatrammlega gegn komu flóttamanna á Akranesi. Þetta voru FF menn sem stimpluðu sig og flokkinn út úr tilvist íslenskra stjórnmála. Þar þurfti ekki neinn Samfylkingarmann.

Það er gott að þú ert þátttakandi í verkefnum á vegum menntaáætlunar ESB en verð að viðurkenna að það er einkennilegt að fara svo á netið og vera þátttakandi í því að líkja ESB við Sovétríkin eða eitthvað slíkt sem fólki standi ógnun af.

Hef verið að fara í haust með nemendur í Erasmus áætluninni á fjöll og fell í nágrenni Reykjavíkur. Þar er ungt fólk af ólíku þjóðerni, fjölbreytileikinn er styrkur, sem nær sérlega vel saman sem hópur. Bandalagið hefur tryggt frið á sínu svæði í rúm 50 ár og á vafalítið eftir að byggja enn fleiri brýr milli menningarsvæða með menntaáætluninni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.12.2009 kl. 16:09

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gunnlaugur. Ég stend við það að það var fulltrúi Samfylkingarinnar sem kom með stimpilinn þó að einhverjir hafi kannski síðar gefið færi á sér eins og þú nefnir. Ekki ætla ég Samfylkingunni allt sem einstakir aðilar hafa nefnt eða sett á blað, áður og fyrr, þó þeir séu kannski hættir að blogga í bili. Ég er ekki Viðar eða Magnús og ég vona að þú hafir smekk til að hafa rétt eftir mér það sem ég segi. Ekki kannast ég við að hafa líkt ESB við Sovét. Ég hef hinsvegar líkt því við Bandaríki Norður-Ameríku. Ég hef aldrei sagst vera á móti Evrópusamstarfi eða samvinnu við ólíkar þjóðir. Þeir sem eru í þeim flokki að sjá allt í svörtu eða hvítu geta ekki skilið það að vera á móti fullri inngöngu og en vilja vinna með þessum ágætu þjóðum, ( hvar er nú víðsýnin og þroskinn .) Tek undir að samvinnan er bara af því góða. Það er hinsvegar enginn vafi í mínum huga að Ísland á að halda óbreyttri stöðu og standa vörð um eignir sínar og sjálfstæði eins lengi og hægt er.

Að lokum Gunnlaugur. Fulltrúi Sf sagði í sjónvarpi að þegar allt yrði orðið fullt af útlendingum hér gætum við Íslendingar bara flutt til útlanda. Ertu sammála því? Finnst þér ekki gaman að sýna erlendum gestum landið okkar fallega? Kveðja Kolla  

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.12.2009 kl. 20:26

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir samræðuna Kolbrún. En líkt og menntaáætlun ESB er viðbót við það sem við höfðum áður í menntamálum þá er aðild að Evrópusambandinu ný samvinna, nýr hugmyndavettvangur, nýr farvegur ákvarðana fyrir mál sem að við leiðum til lykta í góðri sátt við aðrar lýðræðisþjóðir í álfunni okkar. Ekkert að óttast.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.12.2009 kl. 00:09

18 identicon

Mig langar að koma með komment þrátt fyrir að vera ekki menntuð eða sérfróð á sviði Evrópumála, og það er svohljóðandi:

Á lítið eyríki á norður ballarhafi sem uppistendur af ca. 300.000 einstaklingum að lifa góðu sjálfstæðu lífi og hafa áframhaldandi völd um efnahagssjálfstæði sitt og auðlindir á meðan bandalag eins og ESB er að sölsa undir sig heila meginálfu sem samanstendur af þúsundir fleiri skattborgurum og efnahagseiningum sem eru nú þegar að kikna undir valdabaráttu þeirra !  Ég bara spyr ?

Viskan (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 21:00

19 identicon

... og Gunnlaugur Ólafsson er sá sem ég kýs helst að svari þessari spurningu...  enda er hann einarður ESB-sinni greinilega....

Viskan (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 21:02

20 identicon

Viskan, á sama hátt og 400,000 manns í eyju í Miðjarðarhafi hefur fullt sjálfstæði innan ESB. Ég er auðvitað að tala um Möltu.

Annars hafa spádómar Bjarna Harðar og annara andstæðinga ESB ekkert ræst við gildistöku Lisbon sáttmálans. Það er ekki að sjá að þeir vilji játa að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Þannig að þeir verða bara að eiga skömmina sem fylgir svona hrokafullri hegðun sem kemur frá þeim þessa dagana.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 01:04

21 identicon

 Jón Frímann, að líkja eyju á Miðjarðarhafi sem er í raun ekki sjálfstæð nema að nafninu til er ekki samanburðarhæf við lítið eyríki á Norður-Atlantshafi sem er sjálfstæð að ÖLLU leytinu til, við erum ekki að tala um sömu hlutina hér. Ef þú líkir Íslands við Möltu verð ég persónulega móðguð, vegna þess því miður ertu að líkja Ísland við Grænhöfðaeyjar í þessum skilningi.....

Annars leikur mér á forvitni hvað þú meinar með spádóma Bjarna Harðar með gildistöku Lissabon-sáttmálans, þú mátt alveg greina það betur fyrir mér og þeim sem eru að lesa hérna um hvað þú meinar...

Viskan (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 04:59

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gunnlaugur takk sömuleiðis fyrir samskiptin . Jón Frímann ég vona að ég hafi ekki virkað hrokafull þó ég sé á annarri skoðun en þú en mér þætti líka varið í ef þú skýrðir þetta betur. Það er einmitt Lissabon-sáttmálinn sem ég hef "óttast" mest. Það væri líka gott að fá samanburð á umfangi sjávarútvegs á Möltu og Íslandi. Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.12.2009 kl. 10:35

23 identicon

Viskan, Malta er fullkomnlega sjálfstætt ríki eins og Ísland. Þeir eru með sína ríkisstjórn eins og önnur sjálfstæð. Þessi fullyrðing sem þú setur fram hérna er fullkomnlega fölsk, og er í raun ekkert minna en uppspuni og lygi.

Andstæðingar ESB hafa verið að spá því undanfarið að ESB verði ríki með gildistöku Lisbon sáttmálans. Nú þegar 5 dagar eru síðan sáttmálin tók gildi, þá hefur ekkert slíkt gerst. Enda augljóst að andstæðingar ESB voru bara að bulla.

Kolbrún, Rúv kom með fína úttekt á áhrifum inngöngu Möltu í ESB. Þú getur skoðað þá umfjöllun hérna, á youtube.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband