Upplestur í bókakaffinu á fimmtudag

Það verður skemmtilegur kokkteill í bókalestri vikunnar í Sunnlenska bókakaffinu sem verður að vanda á fimmtudagskvöldinu klukkan 20:30. Fyrir kaffihlé verða kynntar tvær unglingabækur: Annarsvegar verðlaunasagan Þvílík vika eftir Eyrbekkinginn Guðmund Brynjólfsson. Sagan hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2009. Hinn unglingabókarhöfundurinn, Harpa Dís Hákonardóttir er sjálf aðeins 16 ára og á allar ættir að rekja í Flóann, frá Holti og Vorsabæ. Bók hennar heitir Galdrasteinninn og útgefandi er Salka. 281296762_94929b2155

Eftir kaffihlé lesa Anna Ólafsdóttir Björnsson úr ævisögubókinni Elfa Gísla og Finnbogi Hermannsson úr bókinni Í fótspor afa míns. Elfa Gísla á sér ævintýralega sögu og hefur frá blautu barnsbeini orðið að standa á eigin fótum. Finnbogi Hermannsson sendir nú frá sér annað bindi í þríleik sem byrjaði með uppvaxtarsögunni Í húsi afa míns. Eins og í þeirri fyrri er sögusviðið að nokkru á Njálsgötunni en sagan berst líka austur í Flóa þar sem drengurinn Finnbogi lendir í sveit á Litlu-Reykjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

gott Bjarni hvernig þú kynnir okkur þessa höfunda/en kalli Halli gamli hefði vilja vera þarna og heimsækja Kaffið , þig og þessi skáld,en hefi verið lasin og kemst ekki/Kveðja og góðar óskir til þin og þinna /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.12.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband