Dapurlegir kálbögglar og ómöguleg kuff-félagsbúð...

Tuttugasti og annar desember er síðasti venjulegi matardagurinn því á morgun er skata og svo veislur á veislur ofan svo langt sem augað eygir.

Þessvegna var um að gera að elda eitthvað nógu alþýðlegt, ódýrt, venjulegt og meinlætalegt og ég rakst á að kjötbúðingurinn í kufffélaginu hérna (eðahvaðþaðernúsemsúbúðnúafturheitir), já kjötbúðingurinn var á afslætti og ákvað að sjóða kálböggla sem eru ef einhver skyldi ekki vita það  soðnar kjötfarsbollur með hvítkáli, rófum og gulrótum en viti menn, kuff-félagið (eðahvaðþaðernúsemsúbúðnúafturheitir) átti þá ekkert hvítkál og raunar ekki annað kál en innflutt brokkkál og blómkál sem var líka innfluttur þverri ef ekki hreinlega óþverri.

Endirinn var að éta kálböggla með engu káli en því meira smjöri sem var gott - en samt var ég svoldið hnugginn yfir þessu að hafa ekkert kál í sjálfu landbúnaðarhéraðinu.

Ég fékk heldur ekki villihrísgrjón í þessari búð og ekki helminginn af því kryddi sem ég ætlaði að kaupa til jólanna. Ég er farinn að sakna gamla alvöru kaupfélagsins og sakna jafnvel Nóatúns eins og það búðarheiti var nú samt afkáralegt hér í Flóanum.

Nú þykist kuff-félagshúsið okkar vera lágvöruverðsverslun sem er eitt skrumhugtakið en eftir það uppnefni er hvergi í plátzinu hér almennilegt kjötborð og það er mikil lífskjaraskerðing. Gvendur fisksali bjargar því að hér er þó fiskborð.

Þegar það svo bætist við að það er ekki heldur hægt að kaupa hér hvítkál þá er fokið í flest skjól og full ástæða til að einhverjir af okkar athafnasömu strákum sem áður kepptust við að smíða hús fari í að reka alvöru kjörbúð. Og hana nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Bjarni - Getur verið að þessir athafnasömu strákar séu búnir að byggja sumarhús á allt ræktanlegt land á Suðurlandi? Af þeim sökum búi Árnesingar við kálskort? Ég hef ekki trú á að Bónus sé að bregðast ykkur !!! :)  - Innilegar hátíðaróskir til þín og þinna, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.12.2009 kl. 01:46

2 identicon

Bjarni:Eru það ekki Samfylkingarsullumbullsbúðirnar sem þú ert að tala um?

Heldur þú að það verði ekki munur á þegar Samfylkingin verður búin að koma öllum landbúnaði út til Evrópu svo Islendingar geti einbeitt sér að því að reka banka. Skýtt með það þó til þess þurfi að stunda peningaslátt í útlöndum.

        Gleðileg jól   ´Með góðri kveðju. Gissur á HERJÓLFSSTÖÐUM.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Dapurlegir kálbögglar" :):)

Finnur Bárðarson, 23.12.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Bjarni

Ég bendi á skuldasúpuna vinsælu sem Halldór vinur þinn og hún Valgerður fyrrverandi settu í matreiðslubók framsóknar fyrir síðustu kosningar. Hún ku vera sérdeilis góð með hallærisbrauði sem fæst í hverju kuffélagi er mér sagt.

Ragnar L Benediktsson, 23.12.2009 kl. 17:36

5 identicon

Hér á Akranesi er enn til matvöruverslun með kjötborði og nýjum fiski og ágætu vöruúrvali þar sem eigandinn afgreiðir sjálfur. Þessi búð, sem flestir kalla Einarsbúð, er ekki hluti af neinni keðju eða neinu veldi og tók líklega engan þátt í óðærinu. Verðið er svipað og í Krónunni en þjónustan margfalt betri. Ef eitthvað fæst ekki er því reddað fyrir mann og jafnvel komið með það heim seinna um daginn.

Verslanir þurfa ekki að vera eins og Bónus og Krónan til að bjóða lágt verð og þær þurfa ekki að vera með allt á uppsprengdu verði til að hafa kjötborð og ferska vöru.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 22:44

6 identicon

Hef aldrei átt flugfélag áður og vill ég bara óska íslendingum til hamingju með nýja fyrirtækið, ætti þetta ekki að þýða að þegnar landsins fá nú mun ódýrari flugfargjöld enn áður þar sem að við eigum Icelandair?

dumps (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 04:41

7 identicon

I like your post its quite informative and i love to visit you again as you have done a wonderful job.

mcdst (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 04:43

8 identicon

I am continuously reading you as you are doing really nice work every time and make your readers proud on you and i stuck here again and again, i like the way you are working,

itil v3 certification (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 04:44

9 identicon


Thanks for sharing nice information with us. i like your post and all you share with us is uptodate and quite informative.

mcitp (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband