Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Framsóknarmenn allra landa sameinist!

Framsóknarmenn allra landa sameinist!250px-Megas_LMB1

Svo kvað mitt helsta og mesta átrúnaðargoð í jafnt kveðskap, bókmenntum og poppheimi, Magnús Þór Jónsson, alias Megas. Setningin á vel heima hér á baráttudegi verkalýðsins og þó ekki lifi nú nema kvartur stundar af þessum góða degi vil ég skila baráttu- og hátíðarkveðjum til allra. Og dagurinn hefur verið viðburðaríkur.

Byrjaði með líflegum og skemmtilegum hádegisfundi í Slakka í Laugarási og endaði með kátum hestamönnum í Hreppum þar sem við Guðni Ágústsson héldum fund á Útlaganum. Það fer ekkert milli mála að framsóknarhugsjónin lifir góðu lífi í Gull-Hreppnum. Þar var bæði gott og skemmtilegt að vera í kvöld á fjölmennum fundi. Og vitaskuld mættu þar aðrir en hestamenn en það gaf fundinum óneitanlega skemmtilegan svip að helft fundarmanna skyldi gera okkur þann heiður að koma ríðandi til messunnar.

Milli Tungna og Hreppa voru svo rjómakökuveislur á Eyrarbakka og Hellu þannig að það eru engar líkur á að ég leggi af í kosningabaráttunni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband