Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Frá me-i til Megasar með viðkomu í Mósambík

Gærdagurinn var svo sannarlega viðburðarríkur. Hófst í réttum austur á Síðu sem eru líklega aðrar réttir haustsins hér á Suðurlandi. Fyrr var réttað í Fossrétt en þessi heitir Dalbæjarrétt og er sú klaustur_rettir_slaturhus 011fjárflesta í Skaftárhreppi. Fór austur á föstudeginum með viðkomu á nokkrum bæjum og gisti þar eystra. Hér var margt fólk og við nafni minn sveitarstjórinn lögðum aðeins á ráðin um að kyrrsetja allt þetta fólk í hreppnum. Myndi ekki af veita svo mjög sem fækkar þarna eystra. En grínlaust var reglulega hressandi að hitta alvöru sveitamenn og koma í réttir þar sem fé er í meirihluta. Það er munaður sem er að verða okkur Tungnamönnum gamalleg minning. Hitti margt góðra vina og fannst almennt bjartsýni ríkjandi enda illa hægt annað í einmuna blíðu og náttúrufegurð.

Um hádegi var svo nokkurskonar ættarmót í Heiðarbrúninni í Hveragerði þar sem við hittumst systkinin með afkomendum í foreldrahúsum og þar var étið svikalaust. Um kvöldið fór örverpi okkar hjóna á popptónleika í Laugardalshöllinni og það varð okkar hlutskipti að skutlast eftir dreng. Í leiðinni lentum við á tónleikum sem ungar athafnakonur héldu í Iðnó þar sem á stokk stigu ungir og efnilegir popparar. Allt til stuðnings kvennasetri sem þær stöllur hafa byggt upp í Mósambík og við gestirnir fengum að sjá þarna kvikmynd frá hjálparstarfinu sem var eins og öll samkoman mjög skemmtileg.

Við vorum heldur í eldri kanti á samkomunni en það sem dró mig í þennan vinalega soll unga fólksins var lokastjarna kvöldsins, meistari Megas sem endaði dagskrána með söng um Ahap skipstjóra og aðra þekktar stjörnur. Óborganlegur eins og alltaf og því líkast að karlinn yngist með ári hverju...


Þingvallanefnd, Gjábakkavegur og gullhamrar í bílskúrnum

Það var stund millum stríða á mánudagskvöldið þegar ég gat stokkið út í bílskúr með yngsta syni mínum til smíða. Hann er þar að koma sér upp æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitaræfingar og innan skamms verður þetta litla rými í skúrendanum orðið yfirfullt af rafmagnsgíturum, bössum og mögnurum. Eitthvað hafði dottið í drengina að mála einn hamarinn gulllitaðan og þegar ég spurði um tilganginn þá var það til þess að slá mætti gullhamra. Það lenti svo á mér að slá gullhamra þetta kvöld og undir það lauk var lófinn orðinn æði gullsleginn líka þó ekki sjái ég sérstaka kosti við það.

Í gær átti ég fund með félögum í Draugasetrinu um mögulega háskólauppbyggingu á Stokkseyri. Annars fór dagurinn fór í símtöl og lestur vegna bæði Grímseyjarferju og Gjábakkavegar. Vegurinn sá var á dagskrá Þingvallanefndar núna í hádeginu í dag en þar var samþykkt að ekki væri neitt tilefni hjá nefndinni til að samþykkta eða ályktana um málið enda er nefnd vegalagning utan þjóðgarðsins og tekið hefur verið tillit til óska fyrri Þingvallanefndar. Málið hefur tvívegis farið í gegnum umhverfismat og ég hefi miklar efasemdir um rétt nýs umhverfisráðherra til að taka það upp að nýju. Gjabakkavegur_-_veglinur

En aðeins áfram um Þingvallanefndarfundinn sem var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu, stofu Hannesar Hafstein og við fengum dýrindis ýsu frá Tungnamanninum Jóni kokk sem ræður ríkjum í eldhúsinu í þessari merku byggingu. Merkast í dagskrárliðum dag var kynning á stækkun á fræðslumiðstöð á Hakinu sem Landsbanki Íslands mun styrkja og er ánægjulegt hve bankinn er ræktarsamur við þennan forna helgistað. Ég er sjálfur þannig innstilltur gagnvart þjóðargersemi þessari að ég tel síst verra að einstök fyrirtæki eða einstaklingar kosti þar uppbyggingu enda sé það gert undir forystu Þingvallanefndar. Svo var rætt um gróður og skógrækt á staðnum, girðingamál og sumarhús. Ég hreyfði því aðeins hvort ekki væri rétt að heimila beit innan þjóðgarðsins og því var ekki alveg afleitlega tekið en málið samt ekki rætt að marki.

Á eftir á ég svo leið á Kaffi Reykjavík þar sem ég ræði við Lionsfélaga um Gunnar og Njál og Inka og Þykkbæinga - eða eitthvað allt annað...


Ljósanótt, glóðaauga og meira um Grímseyjarferju

Þingmaður þungur á brá,

þekktari fyrir að spauga.53434_IMG_9425

Barinn og bólginn að sjá,

Bjarni með glóðarauga....

Stakan sú arna er tekinn af ágætum bloggvef Björns Jóhanns Björnssonar Skagfirðings og Moggamanns en  tilefnið var viðtal tekið við mig um Grímseyjarferjuna í Sjónvarpi í gærkvöld. Birni og fleirum varð þar starsýnt á ásjónu mína sem hefur kannski aldrei fögur verið en batnaði síst í sumar og honum datt að vonum helst í hug að ég hefði verið barinn. Svo slæmt er þetta samt ekki. Það rétta í málinu er að ég fékk byltu á fjallamótorhjóli mínu snemma í júlímánuði síðastliðnum og kostaði þriggja tíma bróderingar á sjúkrahúsi norður á Akureyri. Allt fór þó betur en á horfðist og mesta guðsmildi raunar að augað slapp.  Ég hef reyndar komið í sjónvarpi eftir þennan atburð en gætti þess mjög í fyrrri tilvikum að fela áverkann með sminki og í Valhallarviðtali sem tekið var rétt eftir slysið leyfði ég sjónvarpsmönnum aðeins að beina myndavél að skárri hliðinni á andlitinu. Hefi svo reglulega borið á eymslin jónsmessudaggardropa frá Brúnavallabræðrum en nú dugar enginn skrípaleikur lengur enda líkur á að örið á kinninni verði að einhverju leyti varanlegt...

En nóg um það. Helgin var skemmtileg og endaði með ljúfu matarkvöldi heima á Sólbakka með börnum, foreldrum og tengdaföður en tengdamóðir mín var fjarri góðu gamni eins og svo oft áður við sína ótrúlegu elju við leiðsögn ferðamanna. Á laugardag sótti ég Reykjanesbæ heim þar sem var dúndrandi fjör í samfelldri menningarveislu Ljósanætur. Reyknesingar kunna svo sannarlega að 53400_IMG_1554taka á móti gestum og var sama hvar komið var, á stórar sýningar, kórtónleika eða í gallerí í heimahúsum, - allsstaðar mætti okkur alúð, gestrisni og höfðingsskapur. Það var svo stórvinur minn og höfðinginn Páll Ketilsson sem leyfði mér að setja inn myndir af vef Víkurfrétta, www.vf.is.

Reyndar liggur leiðin aftur út í Reykjanesbæ í dag þar sem opna á göngudeildarútibú frá SÁÁ og svo er ég að vonast til að komast aðeins áfram í frekari skrifum um hina miklu Grímseyjarferju og miður glæsta frammistöðu ráðamanna í því máli. Er reyndar í þessum töluðu orðum að fara á fjárlaganefndarfund þar sem aðal umræðuefnið verður einmitt nefnd embættisfærsla í ferjumálinu.


Ráðherrar sem ráða bæði nútíð, framtíð - & FORTÍÐ!

S5000993Valdagírugustu mönnum mannkynssögunnar hefur yfirleitt ekki dugað að ráða öllu í nútíð og framtíð, - þeir detta fyrr eða síðar í þann fúapytt að reyna að ráða einnig fortíðinni. Endurskrifa söguna eftir eigin duttlungum og hagsmunum, þvert á staðreyndir. Farsinn um Grímseyjarferjuna er gott dæmi um raunalega barátta stjórnmálamanna sem þræta fyrir eigin gerðir og skella skollaeyrum við því sem öllum er þó augljóst.

Ómæld fjárveiting!

Eftir viðtal Þóris Guðmundssonar fréttamanns við Geir H. Haarde forsætisráðherra í hádeginu í dag verður að telja vonlítið að ráðamenn í Sjálfstæðisflokki gangist hjálparlaust við sannleikanum. Það er ótrúlegt að heyra sjálfan forsætisráðherra halda því fram þvert ofan í gögn að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafi ekki vitað hvað fór fram og að ákvarðanir um málið hafi verið utan ráðuneytisins. Bréfið sem birt er hér á síðunni er samt úr skjalasafni Samgönguráðuneytis.

Margir í Sjálfstæðisflokki telja ef til vill að þeir búi nú við svo sterka stöðu að þeim komi það lítið við hvað er rétt og hvað er rangt. Þeir stjórnherrar hafa víst verið til sem ákveðið hafa það sjálfir og einir hvað telst satt og hvað ósatt. Getur það verið að slíkir tímar séu nú runnir upp á Íslandi með 80% ríkisstjórninni, fákeppni á fjölmiðlamarkaði og vaxandi andvaraleysi?

Í stuttu máli snýst Grímseyjarferjumálið sjálft fyrst og fremst um subbuskap þess valdhafa sem ekki telur sig lengur þurfa að fylgja almennum reglum. Veitt er ómæld og takmarkalaus fjárveiting til endurbóta á skipi sem sigla á milli Grímseyjar og lands án þess að slík fjárveiting eigi sér nokkra stoð í lögum. Við meðferð fjárlaga er hvergi gerð tilraun til að gera gerninginn löglegan með því að fá viðgerðirnar inn í fjárlög. Þar með komst ráðuneytið hjá því að málið færi hefðbundna leið í umfjöllun þingsins og öll framkvæmd málsins var með þeim endemum að í dag vill enginn kannast við ábyrgð af einstökum verkþáttum.

En stærst í þessu máli er hinn bleiki fíll afneitunarinnar. Sá dæmafái hroki að fjármálaráðherra, forsætisráðherra og tveir samgönguráðherrar skuli sammælast um að skrökva að þjóðinni og koma sök sem þeir Árni Mathisen og Sturla Böðvarsson eiga óskipta upp á embættismenn. Fyrst verkfræðing sem hvorugur þessara nennti þó að taka mark á og síðan vegamálastjóra sem þó gerði aldrei annað en að fara eftir bréflegum fyrirmælum í stórmerku bréfi frá 25. nóvember síðastliðnum - sem birt er hér í mynd á síðunni (smellið á myndina til að fá bréfið í stærri og læsilegri mynd.)

Yfirdráttur sem vöntun nemur! 

Í nefndu bréfi sem undirritað er af starfsmönnum fjármálaráðuneytis og vegamálastjóra er í fyrsta lagi ákveðið að nota megi ómælt ónotað vegagerðarfé í lagfæringar á Grímseyjarferju. Slík almenn heimild er langt umfram það sem réttlætanlegt getur talist og ekki í neinu samræmi við venjur eða góða stjórnsýslu. En út yfir tekur þó í lokasetningu bréfsins:

"Hafi Vegagerðin ekki svigrúm til þess að nýta ónotaðar fjárheimildir mun fjármálaráðuneytið heimila yfirdrátt sem þessari vöntun nemur."

Hvenær áður hefur ráðuneyti veitt ómælda heimild "sem vöntun nemur." Það vita það allir sem hafa snefil af þekkingu á stjórnsýslunni að það er útilokað að gerningur þessi sé gerður án vitundar ráðherra bæði í fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti. Og það ennfremur algerlega ljóst að hér birtist mjög skýr brotavilji gagnvart íslenskri stjórnsýslu og gagnvart 40. grein Stjórnarskrárinnar og þar með eiðrof þeirra stjórnmálamanna sem að gerningi þessum standa en sitjandi alþingismenn gefa þingi og þjóð drengskaparheit um það að fylgja stjórnarskránni.

Eiðrof stjórnmálamanna

5-220

Fjármálaráðherra og þáverandi samgönguráðherra var í lófa lagið að standa að máli þessu meiri sóma og það var enginn sá ágreiningur eða erfiðleikar við samþykkt þess sem kölluðu á þau vítaverðu vinnubrögð sem viðhöfð voru. Allt málið er talandi dæmi um að allt vald spillir. Það gerspillir á löngum tíma eins og við sjáum af þætti Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrar sem sitja í stólum feðra sinna áratugum saman hættir til að telja sig eiga ríkissjóð og mega kristjan_mollermeðhöndla og sniðganga Alþíngi að eigin geðþótta. Mega tala digurbarkalega við flokksbræður sína í blaðamannastétt og geta sagt stofnun á borð við Ríkisendurskoðun að halda munni,- enda er það forseti Alþingis sem er æðsti yfirboðari þeirrar stofnunar og heitir óvart Sturla Böðvarsson,- hvar skyldum við nú hafa heyrt það nafn áður!

En málið er líka dæmi um að vald getur í einstaka fágætum tilvikum spillt á raunalegum stuttum tíma eins og sést af grátbroslegum þætti núverandi samgönguráðherra, Kristjáns Möller.


Öryrkjar hlunnfarnir í skjóli gúrkunnar!

Það er heilmikil vinna að koma aftur inn í íslenskt samfélag eftir nokkurra vikna fjarveru og setja sig inn í umræðuna. Fletta í bloggum og blaðagreinum, skanna hin og þessi mál en komast svo að því að það hefur í rauninni ekkert skeð. Gúrkan er aldrei meiri en í ágúst þegar sumarleyfi hafa lamað samfélagið vikum saman...

Gúrkan - þetta ástand þegar ekkert gerist eða ekkert virðist gerast er samt lúmskur tími. Því einmitt af því að ekkert á að vera í gangi eða virðist vera í gangi er hægt pukra einu og öðru inn. Þannig sýnist mér að lífeyrissjóðirnir séu nú að smygla inn þeim skerðingum á lífeyri öryrkja sem hætt var við í fyrra eftir mikinn þrýsting meðal annars frá stjórnmálamönnum. Nú sofa allir nema öryrkjarnir vöknuðu margir upp við vondan draum í vikunni með bréfi um nefnda skerðingu sem ég er að vonast til að þingnefndir taki fyrir sem allra fyrst. Það er auðvitað óþolandi að lífeyrissjóðirnir reyni að svíða af öryrkjum þær kjarabætur sem ríkið hefur á undanförnum árum samþykkt að greiða fyrir...S5000873

Já, nú á ég enga mynd en einhver var að kvarta yfir að ég hefði ekki birt neinar myndir af sjálfum mér úr ferðasögunni svo ég læt þessa af mér í hengirúmi við Amason fylgja en hér er ég með moskítóskeggið ósvikið að lesa hinn merka Perúhöfund Vargas sem er stórgóður á köflum...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband