Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Hvað eru Icesave-fylkingarnar margar?

Umræðan um Icesave er í einhverri grunnfærni látin líta svo út að þetta sé deila milli Steingríms J. og allra hinna. En þannig er þetta ekki.

Við erum með þá sem vilja borga allt en bara gera það öðruvísi en Steingrímur og í þeim flokki eru stjórnarandstæðingarnir í þinginu og líklega Ingibjörg Sólrún. Hinsvegar erum við svo með Morgunblaðið og góða handfylli af bloggurum sem tala um að við eigum ekki að borga krónu því þetta séu skuldir óreiðumanna. Ég get tekið ofan fyrir þessum síðasttalda hóp en hann er eins og oft gerist um róttæka hópa ekki mjög raunsær eða sigurstranglegur!

Nú er mjög í tísku að segja - en nú er kominn svo miklu betri samningur að það munar öllu og það sýnir að gamli samningurinn hans Svavars var ómögulegur,- það munar heilli Kárahnjúkavirkjun á þessu tvennu segja þeir sem liprastir eru og lygnastir á reiknivélinni. Þetta sýni að við getum vel beygt Breta og Hollendinga!

Hinir sem ekki vilja vera síðri á takkaborðinu hampa því nú að þjóðin hafi tapað margfaldri þessari upphæð á töfum málsins og hafa nokkuð til síns máls - þó svo 75 milljarðar á dag sé þar nokkuð vel í lagt.

Ef þetta er ekki málþóf og sandkassaleikur, þá veit ég ekki hvað!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband