Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2011

Ţegar guđ brosti til smćlingjanna

pvbqpnqrcl_draugasetri_fekk_menningarver_lunin_2006.jpgTveir af mínum kćrustu vinum, Benedikt Guđmundsson Tyrfingssonar og Ţór Vigfússon áttu afmćli í gćr og héldu ţađ heilagt á Draugabarnum ţar sem saman var komiđ fjölmenni og ţrátt fyrir rćđubann var ég rekinn upp á sviđ og til ţess ađ brjóta ekki rćđubanniđ flutti ég eftirfarandi um ţá félaga sem eru báđir Selfyssingar en rekja ćttir til fátćkra og heiđarlegra sveitamanna og endalausrar sögu sem ég reyndi af vanmćtti ađ festa í mynd og var samt ekki međ myndavél ţannig ađ myndin hér á vefnum er gömul og segir frá henni hér neđar, en hér kemur pistillinn:

Hvađ eiga bćirnir Stekkholt í Biskupstungum
og Kálfholtshjáleiga í Holtunum sameiginlegt
annađ en ađ ţar tróđu moldina í ţúsund ár
kiđfćttar og fjólubláar hrossćtur
undir endalausum útburđarvćl
,

fyr útsynning sem stundum varđ endalaus
eins og vorsulturinn
og tíđindaleysiđ.


Nema álfkonur sátu hlakkandi
á gránibbu og röktu garnir 
og vélindu úr óţekkum 
niđursetningi.

Og húsfreyjan rúmliggjandi á annan áratug
og ól samt bónda sínum
tólf börn og einn ţeirra 
var umskiptingurinn sem hló
viđ tungli.

En stafkarlar gengu á vatni og

kýrin gerđi ţađ eina gagn í sulti sínum
ađ segja börnum sögur á jólanótt
löngu eftir ađ kertiđ var útbrunniđ
og soginn mergurinn úr gamalánni
sem fannst uppţembd
í bćjarlćknum í vikunni á undan hinni vikunni,  

sem var í vikunni áđur en

presturinn kom ríđandi á glófextu
og hafđi yfir feitu andlitinu skelmissvip
eins og Múhameđ Gaddafi.

Allt eru ţetta senur úr gćrdegi í lífi
ţeirra heiđursmanna sem ekki gátu orđiđ
annađ en góđmenni svo mjög sem á brunnu
áheit frá margvisum ömmum
hvísl frá draugi sem faldi sig í vorvindinum
og andvarp djúpt innan úr heygaltanum.

Mest samt endalaust ćttgöfgi ţeirra manna

sem komnir voru af írskum ţrćlum og áttu
stórriddarakrossa merkta á bak sér
af illa lyntum böđli og drukknum sýslumanni,

manna sem hlógu
daginn sem ţeim var neitađ um úttekt
í henni Eyrarbakkahöndlun
og hrintu Flóđalabba ofan í Markarfljót
ţegar hann ţvćldist fyrir dróginni ţeirra
sem ekki var annađ en beinin og sitt pundiđ af hvoru
einasta á hnúskóttum kattarhryggnum,

sem gömul frćnka á prestsetrinu
hafđi laumađ framhjá stoltinu
ađ ţeim fátćka
og samt var allt gott.

Nema hvađ ţađ var leiđinlegt
ađ vera búinn úr kútnum í miđjum Flóa
og vakna hálfur ofan í dćlu
en samt svo fastur liđur og dásamlegur hluti tilverunnar
ađ kannski var ekkert betra
nema bara ađ mega ţukla 
ţá botnóttu um bógana á vori sem hún var ekki reisa
sem bara gerđist í góđu vori,

ţegar guđ brosti til smćlingjanna
ţannig ađ ţeir fundu ţá hamingju
sem hreppstjórinn vissi ekki
ađ var til.

Og var kannski alls ekki til nema hjá ţeim
armingjum sem var í beinu sambandi
viđ drauga og forynjur ţćr
sem allir vita nú ađ voru aldrei til
rétt eins og allir ţá vissu ađ aldrei
yrđu hér í endalausri mýrinni
til ţeir hamingjudrengir sem
nú sem brosa viđ veröldinni í dag,

í sínu afmćli

algerlega jafnaldra ţó ađ tímamunur í Tungum og Holtum
hafi varnađ ţeim ađ fermast saman.

Skál. 

(Á myndinni sem er gömul er ég međ blómin
en ekki afmćlisbörnin en ţannig er ţađ oft

í verunni ađ sá sem á ađ fá blóm fćr ekkert

og Inga Lára lengst til hćgri er hálf
prakkaraleg af ţví ađ hún fattar
hvađ ţetta á eftir ađ
verđa skrýtilegt allt sem flest verđur)


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband