Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Frá stóra bróður

Atli bróðir
Öfugt við vin minn Guðna Ágústsson og marga aðra mæta Framsóknarmenn þá dreg ég trauðla með mér mikinn frændgarð í pólitíkina. Mér er nefnilega þannig í ætt skotið að eiginlega allt mitt nánasta fólk tilheyrir íhaldinu, skiptist aðallega í þá flokka að vera grjóthart íhald, gamaldags íhald, hálfvolgt íhald og svo bara almennt íhald... Og að mestu gildir þetta bæði um minn frændgarð og tengdafólk. Þessvegna þótti mér vænt um eftirfarandi kveðju sem ég fékk á heimasíðu bróður míns, Atla Harðarsonar sem er aðstoðarskólameistari í fjölbrautaskólanum á Akranesi. Það skyldi þó ekki vera að mér takist eftir allt saman að öngla inn nokkur atkvæði frá mínu fólki...

Blogga Atla bróður:
Ég vek athygli á því að Bjarni bróðir minn hefur opnað vef (http://www.bjarnihardar.is/) til að kynna framboð sitt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Ég hef aðeins atkvæðisrétt í Norðvesturkjördæmi og get því ekki stutt hann, en sem Sjálfstæðismanni finnst mér nú illskárra að kjósa Framsókn en Árna Johnsen og mundi því líklega kjósa lista með Guðna og Bjarna frekar en þann sem Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafa stillt upp.

Og svo vek ég athygli á að á vef Atla er æði oft að finna mjög gagnlegar og afburða greindarleg skrif - þó hann sé íhald!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband