Ţjófnađur frá ţjóđskáldi

Um daginn birti ég stutta tilvitnun í sérviskulega bók eftir Eyrbekkinginn Guđmund Haraldsson. Ţar fer höfundur frjálslega um garđa ţegar hann eignar sér vísuna alkunnu:

Karlmanna ţrá er vitum vér,
vefja svanna í fangi;
kvenmanns ţráin einkum er,
ađ hana til ţess langi.

Ţó svo ađ vísan hafi virkađ kunnuglega á mig ţá kveikti ég ekki á ađ ţarna er á ferđinni allbírćfinn ţjófnađur. Ţađ var enginn annar en ţjóđskáldiđ Hannes Hafstein sem orti og árvökul augu lesenda kveiktu á ţessu sem hér međ er ţakkađ fyrir. Ţađ er eiginlega ekki hćgt annađ en ađ dást ađ Guđmundi heitnum fyrir ađ reyna...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona hefđi Hannes auđvitađ aldrei gengiđ frá neinni vísu, enda er vísan svona:

Karlmanns ţrá er vitum vér,

vefja svanna í fangi;

kvenmanns ţráin einkum er,

ađ hann til ţess langi.

Ég man ekki eftir ađ hafa séđ neitt af ljóđagerđ Guđmundar (bankafulltrúa) en var ţađ ekki Leifur bróđir hans sem orti vísuna um ungu skáldin sem ortu án ţess ađ geta ţađ og sjálfan sig sem var í fćđi á Ingólfskaffi, an ţess ađ éta ţađ?

Árni Gunnarsson, 13.1.2010 kl. 17:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ţetta ekki sá Guđmundur, sem var jah...smávaxinn og nokkuđ grumpy karakter á götum borgarinnar hér fyrir mörgum árum?  Setti svip sinn á bćinn, oftast prúđbúinn og auđnuleysingi annars vegna fötlunar sinnar?

Ef svo er ţá man ég vel eftir honum og hann var jú tíđur gestur hjá Braga í bókavörđunni á međan ég sveimađi ţar og Bragi gaukađi ađ honum eins og hann er ţekktur af viđ ţá sem undir hafa orđiđ í lífinu.  Í stađinn skrifađi Guđmundur lofkvćđi um góđgerđarmenn sína og man ég sérstaklega eftir vísu um ketkaumann, sem Guđmundur kallađi Rausnarlegan öđling sem stóđ keikur mjög bak viđ kötborđiđ kötverslunarinnar...etc.

Ef ţetta er sami mađur, ţá sé ég ekki mikla sanngirni í ađ núa honum ţessu um nasir, er ţađ?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2010 kl. 17:11

3 Smámynd: Bjarni Harđarson

Auđvitađ, ţađ var eitthvađ vitlaust viđ ţetta. Takk fyrir ţetta.

Bjarni Harđarson, 13.1.2010 kl. 18:58

4 identicon

Guđmundur Haraldsson,var mikill vinur föđur míns,og seinna meir fóru ţeir og fleiri, frćgan túr á Gullfossi.Guđmundur gaf út bók um ţessa ferđ,og var hún hin skrautlegasta.Ţađ má međ sanni segja ađ hann var allsérstakur karakter.

Númi (IP-tala skráđ) 13.1.2010 kl. 20:58

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ţegar meiztari Áddni, mćlir um kveđzkap, er vízazt ađ drjúpa höfđi & ţakka innilega fyrir leiđréttínguna...

Steingrímur Helgason, 13.1.2010 kl. 23:27

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mađurinn sem Ísland ţarf á ađ halda - fundinn. Alţjóđlegur sérfrćđingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harđorđur!

Ég er ađ tala um frábćra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, viđ háskólann viđ Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá mađur er einmitt, sérfrćđingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo ţessi mađur, veit allt sem vita ţarf, um afleiđingar skuldakreppu! Hann ţekkir ţessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á ţeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum frćga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Ţetta er ađ mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáđ sig hefur opinberlega um máliđ, og fullyrđing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skođast sem hreinn sannleikur máls, fyrst ţađ kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum ţennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:05

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţetta minnir mig á ţrćtu um ţađ hver hafi gert snilldarvísuna um Glerá á Akureyri, sem var mjög menguđ af málningu og öđrum efnum sem komu frá verksmiđjum SÍS.

En vísna er svona:

Hver er ţessi eina á,

sem aldri frýs, -

gul og rauđ og grćn og blá

og gjörđ af SÍS ?

Ómar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 15:03

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakiđ innsláttarvillu: "...sem aldrei frýs, -..."

Ómar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 15:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband