Að hlaupa apríl í mars

Það skortir bæði óyggjandi lagarök og ennþá frekar siðferðilög rök fyrir þeirri endileysu að Íslendingar beri einir ábyrgð á Icesave. Þar er á ferðinni mikil nauðung frá gömlum samviskulitlum nýlenduherrum. En það breytir ekki þeirri staðreynd að kosningarnar á morgun eru ómerkilegt aprílgabb og þarmeð mánuði of snemma á ferðinni.

Lýðskrumarar hafa talið þjóðinni trú um að hún sé að kjósa af sér að greiða Icesave en það er ekki. Sömu menn hafa hvað eftir annað komið fram og lofað Bretum og Hollendingum því að þeir ætli að láta þjóðina borga skuldirnar að fullu. Þeir vilja bara gera það öðruvísi en Steingrímur og vitaskuld ekki nema þeir fái að sitja í ráðherrastólum á meðan!

Þegar ESB-andstæðingar fara svo að tengja þetta við hina ótímabæru ESB-umsókn verða menn að svara því af hreinskilni hvort þeir treysti Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til þess að draga ESB-umsóknina  til baka. Ég geri það ekki og óttast raunar að þessir tveir menn yrðu okkur ESB-andstæðingum margfalt skeinuhættari en tvíeykið Jóhanna og Steingrímur.

Sú hugmynd að semja með samstöðu allra stjórnmálaflokka er ekki bara barnaleg og vitlaus. Hún er líka tilræði við íslenska hagsmuni.

Það er algerlega ljóst að Bretar og Hollendingar hafa með aðstoð Skandínava, Bandaríkjamanna og allra ESB-þjóðanna ákveðið að beita Ísland nauðung í þessum efnum. Því breytum við ekki og mikill misskilningur að heimurinn standi á öndinni yfir kosningagabbinu sem hér á að halda á morgun. Það besta sem við gerum í dag er að samþykkja nauðung þessa með þeim fyrirvara að við ætlum okkur að taka málið upp aftur og aftur og aftur. Til þess að sú staða sé sem sterkust er ekkert sérstaklega gott við það að samningarnir séu gerðir með allsherjar hallelúja samkomulagi allra flokka. 

Umræðan sem leidd er af sömu stjórnmálaöflum og komu okkur í Icesave vandann einkennist af sama oflætinu og mikilmennskubrjálsemi og einkenndi Ísland allan útrásartímann.Í þessari brjálsemi orga á okkur hugmyndir eins og:

Við getum boðið heiminum birginn!

Við getum lifað án samskipta við aðrar þjóðir, étum bara okkar mat!

Við getum rekið hagkerfið án þess að fá lánafyrirgreiðslu erlendis frá!

Við getum allt og heimurinn mun standa á öndinni á morgun þegar við fellum Icesave, þá mun alþýða heimsins þora að rísa upp gegn fjármagnseigendum um veröld víða!!!

Allt er þetta byggt á mikilli grunnfærni, óskhyggju og misskilningi. Fyndnast auðvitað að Ólafur Ragnar og Sjálfstæðisflokkurinn séu með kosningabulli þessu að leiða alþýðubyltingu í Evrópu.

Kann einhver annan betri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni er eitt af því sem hávær krafa hefur verið um undanfarin ár, og nú loksins fáum við þá fyrstu á Lýðveldistímanum - bindandi þar að auki, en ekki ráðgefandi eins og þau lagafrumvörp sem nú liggja fyrir á þingi.  Það er því óskiljanlegt að horfa á marga þá sem hafa barist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum gera lítið úr henni og hafa jafnvel sagst ætla ekki að mæta á kjörstað.  Ég hvet þá, sem og alla aðra, til þess að mæta í sína kjördeild á morgun og sýna lýðræðisást sína í verki.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Nú er ég sko hjartanlega og hundrað prósent  sammála þér. Makalaust að  fólk  skuli ekki sjá í gegn um þann blekkingavef  sem framsókn og íhald hafa  ofið að undanförnu. Að sjá íhaldið slá skjaldborg um ábúandann á Bessastöðum er merkiloeg upplifun.

Eiður Svanberg Guðnason, 5.3.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Verð að vera sammála þér í aðalatriðum hér Bjarni. Sérstaklega hvað varðar rembinginn/brjálsemina.

Og eins hlynntur og ég er þjóðaratkvæðagreiðslum Axel, er ég algjörlega á móti skrípaleiknum sem okkur er boðið upp á á morgun. Það er svo sannarlega verið að hlaupa apríl í mars.

Á þessari slóð hér eru færð góð rök fyrir því hve marklausar kosningarnar á morgun eru: http://www.jonolafs.bifrost.is/2010/03/03/syndaratkv%C3%A6%C3%B0arei%C3%B0sla-gegn-heilbrig%C3%B0ri-skynsemi/#respond

Bestu kveðjur,

Heimir

Heimir Eyvindarson, 5.3.2010 kl. 17:38

4 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Hvað getum við mörlandarnir í bananalýðveldinu Ísland gert - go bananas?

Með mínu litla atkvæði með X'i við NEI - segi ég:

      Svona á ekki að stjórna lýðveldi.

Jón Örn Arnarson, 5.3.2010 kl. 17:39

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni batnandi mönnum er best að lifa segir máltækið,þú virðist ekki trúa því,frekar en guðstrú og þvílíku,auðvitað eigum við að treysta mönnum til að sjá að sér og betrumbættast,gerðir þú það ekki???þetta Aprílgabb hjá þér er bara að mínu mati brandari!!!! setjum niður deilur og setjum á þjóðstjórn og komum okkar á rettan kjöl,án ESB ,kannski með þessu sem þu kallar að lifa af landsins gæðum,en stöndum saman/og segjum nei við Icesave/Kveðja frá Halla gamla,hálf vængbrotin kallin!!!

Haraldur Haraldsson, 5.3.2010 kl. 17:47

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú ættir að lesa Þessa færslu Axels Jóhanns, Heimir.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 17:48

7 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðslan á morgun er ekki neinn skrípaleikur Bjarni minn þótt Jóhanna segi það.

Ég er nú undrandi á þessari afstöðu.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 17:54

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Sammála þér,Bjarni!  Það er reyndar ekki alveg hættulaust að hafa aðra skoðun en  heykvíslagengið!  Slíkur er ofstopinn!  Og færist á alvarlegt stig, þegar menn telja sjálfsagt orðið að vitna í Adolf sáluga Hitler!

Hæ! Lilli!

Auðun Gíslason, 5.3.2010 kl. 18:00

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hver var að vitna í Dolla Auðunn?

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 18:02

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er fróðlegt að lesa um hvað virðingin fyrir lýðræðinu og kosningarétti almennings er sterk.

Það er til skammar að kjörnir fulltrúar skuli óvirða kosningar á þann hátt að mæta ekki á kjörstað, óháð því hvort þeir eru með eða móti málefni og hvort kjörið er álitið vitleysa eða viska.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2010 kl. 18:04

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Helgi Magnússon fyrrum endurskoðandi Björgólfs Guðmundssonar á Iðnþingi.  Spurning hverja hann hnýtir ekki í.  Fyrst vitnar hann í frú Vigdísi, og strax á eftir í Dolla:

Ég hrökk við þegar ég las nýlega bók um frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, þar sem m.a. var fjallað um andrúmsloftið í Frakklandi eftir stríð þegar hún kom þangað til náms ung kona árið 1949. Um þetta segir í bókinni:

„Ástandið í Frakklandi var afar einkennilegt á þessum árum. Franska þjóðin var í sárum bæði efnahagslega og andlega. Haustið 1949 voru einungis fjögur ár liðin frá lokum stríðsins mikla sem farið hafði hroðalega með land og þjóð. Þjóðverjar hernámu landið, sem kunnugt er, og stýrðu því á stríðsárunum með hjálp Vichy-stjórnarinnar frönsku og reyndu með ýmsum hætti að knésetja

þjóðina, ekki síst andlega. Eftirköstin voru í algleymingi þegar Vigdís settist þar að, erfiður tími uppgjörs og ásakana. Tekist var á um erfiðar og áleitnar spurningar sem gengu afar nærri fjölskyldum, vinum og vandamönnum og ollu miklum sársauka. Gekk þeim gott eitt til sem störfuðu með Þjóðverjum? Hver á að vera þeirra réttláta refsing? Á að ganga fast að hinum seku? Hefði verið hægt að koma í veg fyrir mannfall og limlestingar? ..................... Andrúmsloftið mótaðist af því að þjóðin var klofin í hina sakbitnu og ákærendur."

Já, klofin í hina sakbitnu og ákærendur! Eitthvað hljómar þetta kunnuglega úr þrúgandi umræðu síðustu mánaða og missera á Íslandi þar sem bankar hrundu illu heilli – þó enginn hafi ennþá látið lífið sem betur fer.

Það er mikilvægt að við Íslendingar látum ekki stjórnast þannig af úrtölum og niðurrifi að sálarlíf okkar sem þjóðar verði eins og þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum mannfall og þjáningar stórstyrjalda.

En þá megum við ekki láta hina reiðu og hatursfullu leiða þjóðfélagsumræðuna.

Sumir líta á hatrið sem hreyfiafl. Ég vitna í sögufræga ræðu:

„Ef þjóð á að verða frjáls þarfnast hún stolts og viljastyrks, ögrunar og haturs, haturs og enn og aftur haturs."

Þessi harðneskjulegu orð eru úr ræðu Hitlers þann 10. apríl 1923 í München.

LEIÐ VERÐMÆTASKÖPUNAR

Góðir fundarmenn!

Auðun Gíslason, 5.3.2010 kl. 18:19

12 identicon

Þakka þér þarfa hugvekju, Bjarni.

Hjörleifur Guttormsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 18:25

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnst ekki lagalegur vafi þarna og siðferðilega ábyrgðin er alveg tær.

Um er að ræða réttindi er einstaklingum var veittur lagalega.  þeim ber að framfylgja og uppfylla - enda var það og gert hér á landi á og rúmlega það !

Gegnum fjölþjóðasamning er ísland er aðili að og hefur notið ómælds hagnaðar ef - gildir nákvæmlega sama í umræddu tilfelli um einstakling á Húsavík og Haag !  Langanesi og London !  Alþjóðlegar skuldbindingar.

Það er þjóðarsómi að vilja að Ísland standi við sínar alþjóðlegu skuldbindingar og uppfylli rétt einstaklinga er það hefur í lög leitt.

Að vilja svíkja og orðhenglast,  eins og einhver laga-gráni, í kringum landsins alþjóðlegu skuldbindingar -  það er bara skúrkamentalítet og mun leiða af sér slæmt karma fyrir Ísland.  Vont karma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2010 kl. 18:43

14 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Gott innlegg í umræðuna Bjarni.

Grétar Mar Jónsson, 5.3.2010 kl. 18:55

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú veit ég ekki nákvæmlega hvaða lýðskrumara þú ert að vitna til, Bjarni, en vissulega eru þeir margir og koma úr öllum áttum - oftast Fjórflokkspólitískum.

Hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðsluna þá er hún afar einföld; annað hvort er að krossa við Já eða Nei við núgildandi desemberlög, sem hafa verið merkt sem Lög no: 01/2010.

Vel má vera að þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla sem okkur flestum gefst kostur á að taka þátt í á morgun spari okkur aprílgabbið eftir tæpan mánuð. En ég mun herma upp á þig alla ábyrgð ef einhver ætlar að endurtaka leikinn þann 1.apríl! :)

Kolbrún Hilmars, 5.3.2010 kl. 19:15

16 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ljótt þykir mér að bera ábyrgð á því kæra Kolbrún að enginn plati þig í aprílbyrjun en ef þú áttar þig núna og situr heima á morgun þá ertu allavega ekki látin hlaupa fyrirþigfram eins og þeir hefðu sagt í Hreppunum.

Bjarni Harðarson, 5.3.2010 kl. 19:33

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni minn, þetta er eflaust vel meint, enda ekki fallegt að láta gamlar konur hlaupa apríl tvisvar sama árið :)

En ég ætla nú samt að hafna desemberlögunum. Menn segja að enn betri lög séu í sjónmáli - sjáum svo til hvort betra aprílgabb verður í boði líka... :)

Kolbrún Hilmars, 5.3.2010 kl. 19:46

18 identicon

Jæja Bjarni, þar kom að því að við yrðum algerlega ósammála.

Ég tel kosningarnar skipta miklu máli - að við fjölmennum á kjörstað og höfnum þeim lögum sem eru í gildi - athugum það - eru í gildi. Ef ekki hefði komið til höfnun forseta sætum við uppi með þau. Gleymum því ekki. Lögin sem stjórnin ætlaði að keyra í gegn.

Og ég efast um að þá hefði gengið betur að semja upp á nýtt "seinna" -  því "seinna" fer öll orkan hjá VG og S í að koma sér vel við ESB.

Nei á morgun getur ekkert annað en styrkt okkur.

Því fleiri Nei því betra.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 20:00

19 identicon

Hvað vinnur þú með því að sitja heima Bjarni minn?? 

Mikið rétt er að fjórflokkarnir  eru með mikinn skrípaleik en eins og ég sé þetta þá tekur þú að fullu þátt í þeim leik með þinni afstöðu til þessa máls,  svo ekki sé talað um ef þú situr heima og sýnir lýðræðinu þar með  puttann.

Þó má svo sem til sannsvegar  færa að oft birtist lýðræðið okkur í skrýtnum myndum og jafnvel sem alger andstæða þess er við viljum sjá, en á skrifum þínum undanfarið sýnist mér sem svo,  að þú hafi hreinlega gefist upp á að halda við eðlilegu lýðræði og það þykir mér miður að finna fyrir. Að tvennu illu velur þú það sem fyrir er heldur en að halda áfram að berjast fyrir því sem rétt er.

(IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 20:11

20 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Af hverju ekki að segja já við þessum góðu lögum sem formaður VG hefur lofað svo mjög?

Eyþór Laxdal Arnalds, 5.3.2010 kl. 20:16

21 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þetta er farsi jafnvel erlendir fjölmiðlar sjá það, sbr BBC í frétt í morgun.

Auðvitað ætti að spyrja hvort greiða eigi Icesave punktur.

Brandari

Andrés Kristjánsson, 5.3.2010 kl. 20:57

22 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bjarni minn.

Nú erum við gömlu vopnabræðurnir algjörlega ósammála þó svo að við höfum saman í einlægri og sveitalegri barnatrú okkar nú síðast fyrir síðustu kosningar  sameinast um að hafa helst haldið að VG- myndu standa einlæglega gegn ESB- umsóknar ruglinu.

En Bjarni minn hvernig sem við veltum þessari vitleysu upp þá er ESB- og ICESAVE samt sem áður  sami "skíturinn í sömu skálinni" sem við ættum báðir að berjast hatrammlega og einarðlega gegn, sama hverjir eru við stjórnvölinn og sama hvað oft sumir eru búnir að svíkja kosningaloforðin. 

Ég sakna þín úr þeirri hörðu stjórnmála- og þjóðfrelsis  baráttu þar sem þú hefur svo oft vel staðið vaktina.

Því það máttu svo sannarlega eiga að þú ert virkilega mjög klár og sannur og heiðarlegur í þinni pólitík og baráttu og ég myndi vilja geta verið áfram í þínu liði og stutt þig áfram til góðra verka fyrir land og þjóð !

Ég hvet því þig því og alla sanna íslendinga nær og fjær til að að nýta sér nú beina kosninga lýðræðisréttinn og segja þvert "N E I" við ICESLAVE ÞRÆLASAMNINGUNUM, fyrir Ísland og íslendinga og komandi kynslóðir þjóðarinnar ! 

ÉG HVET ALLA KJÓSENDUR TILA AÐ HUGSA OG EKKI LÁTA HELSI ´SÉRHAGSMUNA OG FLOKKSBANDA HEFTA YKKUR.

TÍMINN ER NÚ TIL AÐ GJÖRA RÉTT - FYRIR LAND OKKAR OG ÞJÓР!

Látum ekki fýlupokana og þeirra ömurlega hræðsluáróður slá okkur þjóðina útaf laginu !

                                ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 5.3.2010 kl. 21:47

23 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er gaman að heyra þessar skiptu skoðanir hér að ofan en þó þykja mér mestu tíðindin að Eyþór Arnalds skuli segja Já á morgunn! haleluja amen!! en Bjarni, ég er ekki sammála þér í þessum málum , og held að þú sért með alranga nálgun á stöðuna. En það er þitt mál.

Guðmundur Júlíusson, 5.3.2010 kl. 22:23

24 Smámynd: Auðun Gíslason

Niðurstaða kosninganna hefur engin áhrif á stöðu málsins, sem kosið  er um!  Til hvers að kjósa?  Er verið að grínast með kosningaréttinn og lýðræðið?

 Eyþór!  Þú ert nú skynsamur maður, einsog sjá má á störfum þínum að atvinnuuppbyggingu.  Því hlýtur þú að vita að eftir því sem tíminn hefur liðið frá hruni hafa Bretar verið liðlegri í samskiptum.  Farið  var klaufalega af stað með málið undir skelfilegum kringumstæðum og því haldið áfram eftir áramótin 2008-2009 á sömu nótum, því miður! 

Sumir hefðu vilja bíða lengur með að hefja samningaumleitanir þær sem nú eru í gangi, einsog t.d. Gunnar Tómasson og Jóhannes Björn!

Áfram Ísland- Ekkert ESB!  Er ekki nóg komið af spillingu?

Auðun Gíslason, 5.3.2010 kl. 22:29

25 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þarna ertu flottur Bjarni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vita ekkert hvert þeir ætla með þjóðina í þessu máli. Nei er þess vegna glæfrastígur.

Hinsvegar er já líka orðið kjánalegur gjörningur í ljósi þess að fjármálaráðherra hefur lýst yfir að drög að mun betri samningi liggi fyrir.

Hinsvegar er það óvirðing við atkvæðisréttinn og lýðræðið að sitja heima. Í ljósi þess hvernig að stæður hafa þróast er eðlilegt að skla auðu.

Hvorugur valkostur er góður.

                     Með góðri kveðju,

                                            Gunnlaugur

PS Mér þótti sérlega vænt um skrif þín um hina "ótímabæru ESB-umsókn". Þetta tekur aðeins lengri tíma fyrir þjóðfræðinga og sagnaþuli að átta sig á því að við eigum að vera fullgild í samstarfi frændþjóða og annarra lýðræðisþjóða Evrópu.  

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2010 kl. 22:42

26 identicon

Soldið merkilegt að lesa þetta sem er skrifað hérna. Fólkið sem ég trúði í einfeldni minni að vildi að þjóðin fengi að kjósa um umdeild mál snýst gegn því og þeir sem maður hélt að vildu helst ekki að þjóðin hefði nókkuð umdeild málefni að segja vilja helst kjósa í hverri viku.

En nú hefur það enn betur komið í ljós að það skiptir ekki neinu máli fyrir okkur hvort það er vinstri eða hægri. Þau hafa bara mismunandi aðferðir við að svíka og pretta skattborgara.

Ég tek eftir einu hérna það hversu þeir sem hafa verið pólitík eru á móti því að almennir kjósendur hafi eitthvað að segja um framtíðina og í hvað peningarnir okkar eru notaðir. Enda sagði góður maður við mig þegar ég kvartaði yfir því að margir fyrrum pólitíkusar væru viljugir að greiða icesave, auðvitað þeir hafa aldrei þurft að borga neitt sjálfir. 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:14

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ranghugmynd Þjóðaratkvæðagreiðslan er tilgangslaus því Icesavesamningur II er úreltur.

Leiðrétting Það er þjóðaratkvæðagreiðslunni að þakka að Icesavesamningur II er úreltur.

NEI við Icesave!

Theódór Norðkvist, 6.3.2010 kl. 00:39

28 identicon

Ég held að flestir hér viti fullvel að Eyþór er að jóka og mun kjósa nei.

En eins og Kolbrún bendir á þá væri það afar slæmt að þessi samningur færi í gegn, einfalt.

Bjarni, 2007 er nú liðið og kemur ekki til baka. Ég verð að benda á að það er langur vegur að það verði einfaldlega til peningar fyrir þessum afborgunum.

Ég persónulega harðneyta að borga lausnargjald til yfirgangsmanna sem samræmist engum "skuldbindingum" ( sem einhver hér að ofan vísar ranglega í), hvorki lagalega né siðferðislega, einungis til þess að hægt verði að pumpa meira lofti í dekkin.

Hér þurfa að eiga sér stað endurbætur en ekki endalausar lántökur og þær lántökur sem við verðum að fara í getum við farið í burt séð frá Icesave málinu.

Það er afskaplega vemmilegt að að taka á sig að greiða þetta fé til þess að leika stóran karl, Ísland er ekki stór karl í dag og á því ekki að slá um sig.

Förum dómstólaleiðina í þessu máli, ef við vinnum, þá borgum við ekki krónu og förum í feitt skaðabótamál. Ef við töpum, þá borgum við lánið í krónum og prentum bara meira ef henni.

Eina ástæðan til að greiða Icesave sem við eigum ekki að borga, er til þess að komast inn í Evrópusambandið.

Hvern langar þangað?

sandkassi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 01:11

29 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Bjarni. Nú skil ég þig ekki ef þú ert raunverulega að meina að fólk skuli sniðganga kosningarnar. Það þykir mér kúvending á því sem ég hélt að þú stæðir fyrir, þ.e. breytingum til batnaðar, fremur en að fylkja liði með þeim sem þjösnaði Icesave-samningi I og síðan ambögunni nr. II í gegn um Alþingi í stað þess að reyna að verjast betur og fylgja hagsmunum Íslands betur eftir.

Þetta hlýtur að vera brandari hjá þér eða þú hefur fengið einhverja flugu í höfuðið á flakki þínu suður í löndum eða orðið fyrir alvarlegum særingum sem hafa ruglað þíg í ríminu eins og Steingrím "gamla". Þú ert farinn að tala eins og forsætisráðherrann og er þá langt gengið.

Ég óska þér góðan bata og velfarnaðar.

Kristinn Snævar Jónsson, 6.3.2010 kl. 01:28

30 identicon

Smá pæling. Kosningarnar eru um breytingu á lögum vegna samnings sem gerður var við Breta og Hollendinga. Samnings sem samþykktur var á Alþingi og Forsetinn staðfesti. Bretar höfnuðu hinsvegar vegna fyrirvara sem Alþingi setti. Já= Lögin frá janúar standa Nei=Lögin frá Janúar hafnað en lögin frá því í september taka gildi. Nú segir einhver að þau taki ekki gildi þar sem Bretar og Hollendingar neituð að samþykkja fyrirvarana. Gott og vel. Hvað ef þeir samþykkja nú fyrirvarana…..geta þeir það? Í hvaða ský..málum værum við þá. Fróðlegt væri ef einhver fróður myndi vilja tjá sig um það.
Takk fyrir annars ágætan pistil.  Hvarlar ekki að mér að mæta.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 08:45

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samningurinn gildir bara án fyrirvaranna.  Bretarnir þurfa ekkert að samþykkja fyrirvarana.  Það var upplýst síðasta sumar.  Einfaldlega vegna þess að fyrirvararnir eru í andstöðu við bresk lög.

Þetta var allt farið í gegn um og reportað af öllum fjölmiðlum:

"Fyrirvarar þeir sem fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á dögunum og liggja nú til umræðu í þinginu gætu verið í andstöðu við bresk lög og þannig kostað ríkið hundruði milljarða króna.

Þetta segir í tilkynningu frá InDefence hópnum sem hann sendi frá sér í nótt eftir umræður á Alþingi um Icesave ríkisábyrgðina.

Bendir hópurinn á að óvissa ríki enn um hvort fyrirvararnir hafi ótvírætt lagalegt gildi fyrir breskum lögum. Samkvæmt bráðabirgðaáliti Dr. Michael Waibel, sem er sérfræðingur í alþjóðarétti við Cambridge háskóla, eru fyrirvararni vafasamir og því mikil áhætta sem fylgi afgreiðslu málsins.” (pressan 21. ágú. 2009)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2010 kl. 10:06

32 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er hægt að taka undir nánast hvert orð í þessu bloggi Bjarni. Þessari kosningaþvælu verður varla betur lýst.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.3.2010 kl. 10:18

33 identicon

Sæll Ómar

Ef ég skil þig rétt þá hefði samningurinn í sumar aldrei öðlast gildi hjá báðum aðilum vegna fyrirvarana. Er þá ekki það sama með samningin sem nú er verið að kjósa um. Sá samningur er með fyrirvörum ekki satt. Um hvað er maður þá yfir höfuð að kjósa. Er verið að kjósa um að greiða ekki Icesave.

Takk fyrir svarið Ómar

Takk fyrir bloggið Bjarni

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 10:20

34 identicon

Það stendur skýrt í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/19EB frá 30. maí 1994, um innlánatryggingakerfi:

"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórn- völdum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

 Orðalag þessarar tilskipunnar er eins á öllum evrópskum tungumálum.  Fólk getur flett þessu upp á netinu og séð það með eigin augum.

Íslensk stjórnvöld hafa því ekki lagalega heimild til að semja um þessa innistæðutryggingakröfu Breta og Hollendinga.  Lögin sem þessar þjóði, sem og Íslendingar hafa gengist undir leyfa þetta ekki, og við ásamt hinum, getum ekki breytt þeim án samþykktar evrópuþingsins.

Verði gerður samningur, þá er það lögbrot.  Þá vaknar upp spurning, hver ætlar að kæra t.d. íslensk stjórnvöld fyrir evrópudómstólinn. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 10:30

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðmundur, held etv. að indefensspekingar verða að skýra þetta betur út.  Þetta er svona svoldill baksýnisspegil yfir umræðuna.  Það var alltaf eitthvað að - eins og skáldið sagði, eitthvað á þá leið að:  Allstaðar er harmur og allstaðar er tár.

Jóhannes, í aðfarargein 24 kemur í ljós að ríki verði ábyrg !

"og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun"

Hverjir eru skilmálarnir í lögunum ?  Jú eftirfarandi:

1. Einstaklingar fái bætur ef á reynir um 20.000 evrur.

2.  Bæturnar sé greiddar innan vissra tímamarka

Ef ofannefndir skilmálar eru eigi uppfylltir = Ríki skaðabótaábyrg.

Þetta er svoo einfalt.

Það að einhverjir laga-gránar hérna kjósi að lesa umrædda setningu á haus og afturábak verður hvergi tekið alvarlega.

Þessi setning, þ.e. aðfarargrein 24 er ekki einu sinni úr sjálfum lögunum.  Lögum er tryggja einstaklingum ákv. réttindi  Það sem skiptir mestu máli í lögunum eru greinar 7 & 10.

Það er þá miklu gáfulegra að halda fram "á ekki við kerfishrun" - en það bara heldur ekkert því við erum að talah érna um hluta af einum banka og ennfremur að allt var tryggt uppí topp hér á landi á - og þá kemur mismununarfaktorinn, grundvallarprinsipp Óportósamkomulagsins, ofan á þetta.

Þetta "lagalegur vafi" bla bla er bara tóm tjara. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2010 kl. 11:06

36 identicon

Satt segir thú Bjarni.  Lýdskrumarar Dabbabloggs halda litla-aprílhlaup í mars.

Rósmundur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:41

37 identicon

Ég sé að hér er kominn fram lítil skrímslasveit,

Ómar Bjarki, ég nenni nú ekki að lesa þessar pælingar þínar en hegg þó eftir með því að renna augunum yfir skeyttan orðaflaum þinn að þú heldur því fram að ríkisábyrgð sé á þessu.

Jæja, ég er lagður af stað að merkja við mitt nei eins og allt heilbrigt fólk ætlar að gera. Fýlupúkarnir sitja heima og missa af byltingunni:)

Bjarni minn, ég treysti því að þú sért ekki orðinn að krata:)).

bkv

g

sandkassi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 12:09

38 identicon

Í báðum tilskipunum evrópuþingsins, 94/19/EB og 97/9/EB eru sömu orðin:

"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórn- völdum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

Íslensk stjórnvöld sáu til þess að stofnaður var ábyrgðarsjóður innistæðueigenda eins og þau voru skyldug til, það var eina ábyrgðin. Tryggingasjóðurinn er svo sjálfstæð eignarstofnun.

Orðin "... og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun" eiga við fyrrgreind tryggingakerfi en ekki ríkið.

Jóhannes (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 12:55

39 identicon

Það að halda því fram að mér beri að kjósa vegna þess að ég meigi það en ekki einhver annar, er álíka gáfulegt og að halda því fram að mér beri skylda til að vera í peysu þó að mér sé alveg nógu heitt án hennar bara vegna þess að einhver annar er ekki svo heppinn að eiga peysu. Eða að heimta að barn borði meir en það hefur lyst á vegna þess að til séu svo mörg svöng börn í útlöndum. Mér ber að leysa vanda svangra og kaldra eftir megni en þetta er bara ekki aðferðin.

ella (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:03

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haha sjáðu til, sko lögin eru um að einstaklingar, þ.e. innstæðueigendur, skuli fá lágmarksbætur ef á reynir.  Það er tilgangur þeirra 1,2&3.

Að sjálfsögðu þarf einhverslags sjóð eða kerfi til að framkvæma lögin - hvernig það er gert eða frmkvæmt er í höndum ríkjanna.

Kerfin þurfa að uppfylla skilmála laganna.  Greiða fokking bætur ef á reynir.  Það er ekkert ef og kannski.  Nei:  Bara að borga !

Ef brestur verður á þessu - eru ríki augljóslega eigi að uppfylla lagalegann rétt einstakling = Ríki verða skaðabótaábyrg.

Greinar 7&10 hafa direct effect sem kalað er og segja allt sem segja þarf.  Það eru skilmálarnir sem þarf að uppfylla.  Ef ekki = Riki skaðabótaábyrg. 

Meina, þetta er alveg helv. einfalt !

7 gr. "Innlánatryggingakerfin tryggja að samanlögð innlán
hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að 20 000 ECU ef
innlánin verða ótiltæk."

10 gr. "Tryggingakerfin þurfa að geta fullnægt réttmætum
kröfum innstæðueigenda varðandi ótiltæk innlán eigi síðar
en þremur mánuðum frá þeim degi..."

Og í þessu ljósi eiga menn að lesa andsk. klausuna:

"og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun"

Þetta getur ekki verið einfaldara.  Ekki fræðilegur að þetta geti verið einfaldara !

Koma upp tómum sjóði !  Fólk:  Hættið þessari vitleysu !!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2010 kl. 15:05

41 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er nú meiri dellan í þér Bjarni. Það er borgaraleg skylda okkar að segja NEI  í atkvæðagreiðslunni í dag.  Þannig skapast  að öllum líkindum betri samningsstaða.....

Samninganefndin á svo á fá  fullt og ótakmarkað umboð til að semja - og innifalið í því umboði á að vera umboð til ráðherra um að þeir sleppi allri opinberri umræðu um málið - meðan samninganefndin er að störfum.

Samninganefndin virðist vart hafa vinnufrið  - þar sem  ráðherrar hérlendis eru blaðrandi  um málið í fjölmiðlum  oft á dag..... það er nánast ógerlegt fyrir samninganefndina að vinna sitt verk við svona bjánalegar aðstæður og yfirlýsingar sem bara rugla samningsferlið....

Annað hvort hefur samninganefndin umboð - eða ekki.  Er hún með umboð - eða er þetta bara eitthvert plat og della - eina ferðina enn...????

Þegar búið er að kolfella þennan gamla samning -

þarf samninganefndin vinnufrið í a.m.k. nokkrar vikur  -  meðan samningar fara fram.

Svo kemur einhver tillaga frá nefndinni síðar - (ef hún fær vinnufrið fyrir blaðrinu í ráðherrunum.)

Drífðu þig á kjörstað Bjarni og Xaðu við NEI. Það er þín borgaraelga skylda.

Kristinn Pétursson, 6.3.2010 kl. 16:51

42 identicon

Ómar Bjarki,

Ég hef rekist á þetta "getur ekki verið einfaldara" hjá þér hingað og þangað. Sælir eru einfaldir.

En þetta er langt frá því að vera einfalt þótt sérfræðingum almennt beri saman um að lagaleg staða í þessu máli se "skýr", þá er það ekki sami hluturinn.

Þú ferð með rangt mál þegar þú segir innistæðutryggingasjóðinn eiga að njóta ríkisábyrgðar. Jafnræðisreglan á síðan ekki við í þessu máli, það hefur ítrekað verið staðfest af öllum okkar helstu sérfræðingum, ýmsum erlendum lykilmönnum og er óumdeilt nú orðið.

Þótt það sé engan vegin meiningin að taka vindinn úr seglunum hjá þér, Ómar Bjarki, þá er það nú víst óhjákvæmilegt.

sorrí

sandkassi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 18:03

43 identicon

Tilgangur þessara laga er fyrst og fremst og aðalega til að vernda fjármagnið, bankakerfið, innri markað og samkeppnishæfni bankanna í Evrópu sín á milli.

Í greinum 7 og 10, í umræddum lögum er talað um innlánstryggingakerfi, en ekki stafur um að aðildarríki samningsins beri ábyrgð.  Aðildarríkin bera aðeins ábyrgð á því að slíkt innlánstryggingarkerfi sé sett upp, en ekki á innistæðunum.  Tryggingasjóðurinn er sjálfstæður eins og bankarnir, og hefur ekki heimild í þessum lögum að vera ríkistryggður.

7 gr. "Innlánatryggingakerfin (ekki ríkið) tryggja...”     10 gr. "Tryggingakerfin(ekki ríkið)  þurfa að geta...”

Meira að segja hæstvirtur fjármálaráðherra Íslands hefur nýlega, um miðjan febrúar, látið hafa það eftir sér að það sé engin lagalegur grundvöllur fyrir þessari Icesave-kröfu.  Arne Hyttnes, forstjóri norska innistæðutrygginasjóðsins hefur sagt að hvergi sé kveðið á um ríkisábyrgð í EES tilskipunni um innistæðutryggingar.  Og fleirri og fleirri.

 

Svo einfalt er það.

Jóhannes (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:07

44 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tilgangurinn er að innstæðueigendur fái lágmarksbætur drengur.  Þetta eru lög á EES svæðinu sem ísland er aðili að.  Lög um að einstaklingar fái umræddar lágmarksbætur ef á reynir - hefur alltaf verið uppfyllt síðan lögin komu til í öllum löndum er aðilar eru að EES !  Halló !!

Aðildarríki bera ábyrgð á því að innstæðueigendur fái lágmarksbætur greiddar ef á reynir !  Það eru jú þau sem hafa lögleitt þetta.  Hafa veitt einstaklingum þennan rétt.  Ríki eru aðilar að EES - ekki tryggingasjóðir.  Td. er TIF ekki aðili að EES.  Nei nei það er sko Lýðveldið Ísland !

Greinar 7&10 veita einstaklingum þennan rétt.  Lágmarkstrygging og bætur ef á reynir innan ákv. tímaramma.  Þetta eru lögin.

Ef brestur verður á því = Ríki skaðabótaábyrg.

Enda kemur það beinlínis fram í aðafarargrein 24, margtilvitnaðri að ríki verða auðvitað ábyrg fyrir því að lögin séu uppfyllt.  Grein 24 er fyrst og fremst til að segja að ríki verði ekki ábyrg umfram lágmarkið.

Þatta hjá ykkur að aðeins eigi að koma upp kerfi - en að sinna aðalatriðum og markmiðum laganna það sé aukaatriði - er svo vitlaust að maður verður nánast klumsa að sjá fullorðið  fólk halda þessu fram í alvöru.

þetta liggur enn ljósar fyrir ef menn kynna sér evrópulög og skaðabótaábyrgð ríkja.  Slík ábyrgð er löngu fastmótuð og niðurnjörfuð og ákvarðast af dómafordæmum Evrópudómsstólsins.   Það er hinsvegar eins og nánast enginn hafi kynnt sér almenna skaðabótaábyrð ríkja samkv. evrópurétti - sem mjög er nauðsynlegt eftir að Ísland gerðist aðili að EES.  

Þegar búið er að veita einstaklingum slíkan rétt, í þessu tilfelli, fjáhagslegann rétt til lágmarksbóta - þá er engin leið undan því að ríki uppfylli þann rétt - annars væru lögin tilgangslaus !  Það er fyrir löngu búið að festa þetta niður útí evrópu.  Og gegnum EES er Ísland aðili að og bundið sömu skilmálum þar að lútandi.  Enda hefur EFTA dómsstóllinn margoft dæmt ríki skaðabótaábyrg vegna bresta á framkvæmd EES samningsins - og ísl. dómsstólar hafa viðurkennt þá skaðabótaábyrgð.

Þú getur lesið hérna álit Breta sem þeir lögðu fyrir gerðadóm 2008.  Fara í þetta skipulega og nokkuð vel.  Ísland er að mölbrjota EES samninginn.  Mölbrjóta.

http://www.island.is/media/frettir/28.pdf

Þetta þarf ekkert að tala um einu sinni.  - Eða ætti ekki að þurfa.  Eins borðleggjandi og nokkur hlutur getur verið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2010 kl. 00:50

45 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Tryggingasjóðurinn er sjálfstæður eins og bankarnir, og hefur ekki heimild í þessum lögum að vera ríkistryggður"

 Source ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2010 kl. 00:51

46 identicon

Ómar Bjarki, hættu nú þessari vitleysu. Það er ekki ríkisábyrgð á sjóðnum þetta er ekkert vafamál og hefur aldrei verið.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:55

47 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir umræðuna. merkileg þessi lagaþræta þeirra gunnars og ómars. ég er ekki sérfróður um þetta atriði en hef skilið það svo að í þessu öllu sé mikill vafi. en varðandi úrlausn deilunnar skiptir það ekki miklu máli, síst þegar allir stjórnmálaflokkar og ríkisstjórnir allra flokka nema hreyfingarinnar og framsóknar hafa margsamþykkt að greiða nauðungarkröfur þessar. þessvegna er þetta aprílgabb mikið sem sex af hverjum tíu landsmönnum hlupu í gær og hljóp ekki ó.r.g. fremst...

Bjarni Harðarson, 7.3.2010 kl. 11:16

48 identicon

Hér var fjallað um lýðræðið Bjarni, ekki þingræðið. Við urðum vitni að því að eðli málsins samkvæmt geta flokkslínurnar ekki fært sig um set og afhent málin þjóðinni.

Þráhyggjan og geðveikin í ríkisstjórninni orðin of mikil. Þess vegna verðum við að fá þróað regluverk um þjóðaratkvæðagreiðslur og opið lýðræði.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:54

49 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hér hefur Ómar Bjarki sagt það sem þarf að segja. Þessi íslenska lagaþrætulist er hvergi keypt í öðrum löndum sem útgönguleið frá málinu. Það má vel vera að Siurður Líndal sé nothæfur til heimabrúks í lagaþrætur og túlkun á Grágás, en leikreglur evrópska efnahagssvæðisins eru skýrar og gegnsæjar. Það gengur ekki að gangast undir kvaðir og láta svo sem að allt sé í einhverri óvissu um túlkun þegar á þær reynir.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.3.2010 kl. 23:26

50 identicon

Þessar umræður um lögmæti krafna á hendur Íslendingum eru gamlar, ekki lengur á borðinu.

Gunnlaugur, ég er ekki löglærður maður en ég hef kynnt mér álit flestra  virtustu sérfræðinga landsins í Evrópurétti um Icesave og þeir komast allir að sömu niðurstöðu.

Merkilegt að hún skuli vera svo á skjön við álit ykkar lögfræðinganna, Ómars Bjarka og Gunnlaugs B.Þið ættuð kannski að hafa samband við lögfræðideild HÍ og koma þessum upplýsingum ykkar á framfæri svo Stefán Már og félagar geri nú ekki allar þessar gloríur:).

En varðandi umræðuefnið hjá þér Bjarni, þá get ég ekki samþykkt að þú látir þér lýðræðið í svo léttu rúmi liggja.

Ég hef ekki verið á þeirri skoðun að "heimurinn standi á öndinni" yfir þjóðaratkvæðagreiðslunni, en þetta er engu að síður okkar sterkasta vopn Bjarni og þú fleygir aldrei sterku spili nema fyrir annað sterkara. Því er ekki að fagna.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 00:29

51 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er í alla staði ánægður með þjóðaratkvæðagreiðsluna og þátttakan var glæsileg einkum á Suðurlandi, þar sem lögunum var hafnað afgerandi og staðfestir þetta það góða álit sem ég hafði á Sunnlendingum. 

Það var líka  gaman að sjá forsetann á BBC og netmiðlum tala fyrir málstað þjóðarinnar. Uppgjafa- og úrtölumenn vilja vel en þeir gera minna gagn.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband