Magnús og bræðurnir fimm

Sigur helgarinnar er innflutningspartí Magnúsar sonar míns. Hann flutti semsagt í sína eigin íbúð í Ástjörninni og hélt þar hrossaketsveislu.

innflutningsteiti magnusar 074sma

Að baki er löng, ströng og gefandi vinnutörn okkar feðga.  Magnús er hér lengst til vinstri á myndinni með hálfbræðrum sínum fimm þeim Þórði Arnari, Baldri Hrafni, Aroni Breka, Agli og Gunnlaugi. Á myndina vantar Evu systur Magnúsar sem var enn að jafna sig eftir Góugleði í Öræfum...

Af öðrum fjölskyldufréttum er það helst að tónskáldið Elín er í Sviss að hlusta á þarlenda spila stutt og fallegt verk eftir sig. Hún er löngu komin yfir alla útrásarvíkinga í launum með heila 750 svissneska franka á mínútuna.

innflutningsteiti magnusar 076sm

(Á minni myndinni er Magnús með foreldrum, einum afa og tveimur ömmum, f.v. Bjarni, Arndís, Elín, Magnús, Ingibjörg og Hörður.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Til hamingju með strákinn

Helga R. Einarsdóttir, 8.3.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni og fjölskylda til hamingju með þennan áfanga/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.3.2010 kl. 11:07

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Til hamingju. Af hverju eru  svona margir á móti hrossakjöti ?

Eiður Svanberg Guðnason, 9.3.2010 kl. 12:26

4 identicon

Til hamingju með Magnús, stór áfangi...og til hamingju með frúna! Hver er að flytja verk eftir Elínu, hvar og hvenær?  Kv, -h  

(-Eru margir á móti hrossakjöti? )

H.Stef (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 08:25

5 identicon

erwinzeez (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband