Byltingin lætur á sér standa...

Í umræðunni fyrir Icesavekosningarnar kom fram að með þeim myndi Ísland vekja alþjóðlega athygli fyrir það að hér væri staðið á móti fjármagnseigendum og þar með kveikja kjark með Írum og Grikjum og öðrum sem bágt eiga í þessum heimi.

Já - eiginlega að allur hinn vestræni heimur myndi nötra undan hinu háværa nei-i Íslands!

Auðvitað væri voðalega gaman ef að Ólafur Ragnar og Bjarni Ben. gætu leitt löngu þarfa heimsbyltingu smælingjanna gegn ríkisbubbum heimsins - en það var aldrei sennilegt og nú lætur þessi bylting alla á vega á sér standa.

Svona er nú heimurinn sinnulaus og andstyggilegur við góða menn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Enga óþolinmæði Bjarni. Þetta er allt saman í gerjun og þurfum ekki að láta eins og strúturinn og láta eins og ekkert merkilegt hafi átt sér stað ofanjarðar. En góðir hlutir taka tíma eins og þetta mál. Auðvitað markar þetta tímamót og því geturðu alls ekki neitað eða leyft þér að vera að pissa eitthvað útaní með hæðnisglósum þínum. Ekki hefur þú leitt neina til heimsbyltingar eða annars ámóta, hvað þá styttra. Eða hvað?

Eins og allir vita og það án tillits til stjórnálaskoðana þeirra þá hefur þáttur Ólafs Ragnars verið hreint frábær og verður honum seint þökkuð sín inngrip. Hvort það stafaði af visku og djúpu innsæis forseta vor eða bara að honum fannst engin önnur leið fær í þessu þá breytir það mig og aðra engu. Við getum reynt að hefja það upp á við eða niðurá við þeir sem það vilja. Breytir því ekki að inngrip hans var einfaldlega tær snilld.

Hefði í þínum sporum sleppt þessari athugasemd um að Ólafur Ragnar og Bjarni Ben gætu leitt löngu þarfa heimsbyltingu.... Hljómar í mínum sem lásí djók eða lágkúrulegt flokkarugl sem hefur tíðkast allt of lengi hér á Íslandi.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 08:47

2 identicon

Ja fljótur ertu Bjarni að tileinka þér sósíalistiska málsmeðferð. Fullyrðingar látnar fjúka og aðrir eiga að afsanna þær. Staðreyndin er að þjóðaratkvæðagreiðslan hefur vakið heimsathygli, hér í Danmörku var þetta ein af aðalfréttum sjónvarpsins og einnig fjallað um þetta í blöðum var meðal annar leitt að því líkum að atkvæðagreiðslan gæti sparað íslensku þjóðinni hundruð milljarða frá þeim samningi sem ríkisstjórn Íslands var búin að semja um. Í flest öllum fréttamiðlum Norðurlanda er fjallað um málið og að mögulega sé fyrsta skrefið tekið í að þjóðir V-Evrópu neiti að borga sukk óábyrga fjármagnseigenda. Sama er um CNN, BBC, ARD,NDR og fleiri og fleiri. Kannski var lítið fjallað um þetta í Eþíópískum fjölmiðlum, eða hvar það nú var sem þú varst en hér á vestur hvelinu þótti þetta stór frétt, og margir að heyra af Icesave í fyrsta sinn enda kynning félaga þinna á málefni Íslands hér engin frekar en öðrum "smá málum" sem þarf að ljúka svo ekk aðgerðir stjórnvalda geti haldið áfram að hætti fornsögulegra kommisara.

Sveinn

Sveinn (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 08:55

3 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

...en sammála þér og það væri full mikill sarkasmi að sjá a.m.k. Bjarna Ben í forystu fólks gegn fjármagnseigendum. Ekki hugsanlegt

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 09:19

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Bjarni.

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla og afgerandi niðurstaða hennar bindur hendur stjórnmálamannanna til þess að ætla að semja um þetta mál öðruvísi en að tekið sé fullt tillit til Íslands og laga og reglna. 

Bretar og Hollendingar og alþjóðasamfélagið eru nú farnir að átta sig á þessu. Heil þjóð þó lítil sé verður ekki beigð svona einhliða. 

Þetta tekur smá tíma og við þurfum bara meiri þrjósku, pressan verður öll á þeim og ESB appartainu að leysa þetta gagnvart íslendingum á sómasamlegan hátt.  

Gunnlaugur I., 10.3.2010 kl. 09:37

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ja ég verð að segja það ef Bjarni er fyrstur til að nefna þetta er hann bara einsog barnið í ævintýrinu sem sagði að keisarinn væri alsber. Spunameistarar rikisins höfðu fram að því talið þegnunum og keisaranum sjálfum og allri hirðinni um hið gagnstæða að keisarinn væri í dýrustu klæðum sem veröldin hefði séð. - Það er auðvita stórmerkilegt ef Bjarni Ben og Ólafur Ragnar muni leiða heimsbyltinguna gegn kapítalismanum sem sjálfur Lenin gat bara séð fyrir sér í hyllingum. - Það má alveg gantast með þetta enda stappar nærri að leikhús fáranleikans sé raunveruleikinn á Alþingi í dag. Forsetaembættið orðið hápólitískt. Þjóðinni safnað saman í þjóðvörn í þeim tilgangi að borga ekki fyrir óreiðumenn um leið og hún með hinni hendinni afskrifar milljarða tugi ef ekki hundruði til sömu óreiðumanna. Er nokkuð skrítið þó manni finnist þessi þjóðartakvæðagreiðsla sé smjörklípa á skott ráðvilltrar þjóðar og að útlendingarnir vinir okkar í raun hingað til skilji alls ekki hvaða skilaboð þetta sendir þeim.

Gísli Ingvarsson, 10.3.2010 kl. 09:39

6 identicon

Sæll

Ég var í Indónesíu dagin fyrir kosningu þar í blöðum var skrifað um kosninguna frammundan, á kosningadaginn var ég í Saudi Arabiu þar var hálfsíðufrétt um kosningarnar og meðal annars sagt að þær yrðu fordæmisgefandi fyrir aðrar þjóðir. daginn eftir kosningu var ég í Englandi þar var ekki mikið um kosninguna littlar greinar í innviðum blaða og mjög stutt umfjöllun á sky og BBC.

kv

Olli

Olli (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 10:04

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er greinilegt að einhverjir 3-4 ísl. trúa þessu.  þ.e. trúa að þessi gjörð hafi eitthvað gildi útfyrir pólitískt modviðrisþras hér innanlands.

Er það dæmigert fyrir þetta mál ?

Meina, það er alveg eins hægt að segja að það,  að vísa í þjóðaratkvæðagreislu  hérna uppi því efni hvort fólk vildi hledur gott veður eða vont- og meirihlutinn mundi náttúrulega segja að hann vildi gott veður.  Mikil ósköp.  Og sú gjörð og niðurstaða myndi þá gjörbreyta veðurfari á jörðinni !

Þar að auki erum við að tala um innstæðutryggingar til almennings. Og að hafna því, þ.e. ef um útlendinga er að ræða, alls ekki íslendinga - það heitir hjá sumum að berjast gegn "alheimsfjármagninu"

Hversu veruleikafirrtur er hægt að vera ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2010 kl. 10:45

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Athyglisvert að sjá ykkur Ómar Bjarka á pari saman. Til hamingju með það. Gott að vita hvar maður hefur þig.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2010 kl. 11:38

9 identicon

Félagi Bjarni !

 " ...heimsbylting smælingjanna" !

 Æ, æ, varla þjáistu af næringarskorti eftir Eþiópíu-ferðina ??

 Svona skrif eru " sveitamanni og kjaftaski - já - og framsóknarmanni af gamla skólanum" - hvergi samboðin.

 Nú þegar hefur þjóðin náð með þrjóskunni , Icesave vöxtum niður um "litla" 100 MILLJARÐA !

 Mundu félagi.: Engin ríkisábyrgð á Icesave - fjandanum !

 Maðurinn Steingrímur J., sem að kvöldi kjördags sagði eftirfarandi orðrétt: MERKILEGT HVAÐ MARGIR SÖGÐU  " JÁ" !!!!!! Alvarleg þráhyggja. Voru það 1,3% - nei, miklu meira, 1,5% !!

 Minn gamli íslenskukennari í MR forðum, hefði kallað þetta einu orði á okkar ástkæra ylhýra.: VERULEIKAFIRRING !

 Slík firring þjáir þessa ömurlegu ríkisstjórn.

 " Íslands óhamingju verður allt að vopni" þessa dagana.

 Dapurlegt að þetta lið stýri þjóðarskútunni.

 Í hafsauga með ruslið ! Þessu þjóðarmyrkri verður að slota !

 Eina vonin er sem Rómverjar sögðu.: " Post tenebras lux" - þ.e. " Eftir myrkrið kemur birtan" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:19

10 identicon

Thanks for sharing nice information with us. i like your post and all you share with us is uptodate and quite informative.

cwna (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 04:46

11 identicon

I like your site its quite informative and i would like to come here again as i get some time from my studies. i would like to invite my other friends to this site, as you have done a great job.

000-200 (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 04:47

12 identicon

I like your post its quite informative and i love to visit you again as you have done a wonderful job. i love to bookmark this site and would send it to other friends to read it and visit it to get upto date and quite interesting information

izo-007 dumps (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 04:47

13 identicon

I am continuously reading you as you are doing really nice work every time and make your readers proud on you and i stuck here again and again

iz0-042 dump (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband