Þá veit ég hvar þú stendur...

Athyglisvert að sjá ykkur Ómar Bjarka á pari saman. Til hamingju með það. Gott að vita hvar maður hefur þig.

Fékk þetta komment við síðustu færslu og svosem ekki einu ónotin sem ég hef fengið frá skoðanabræðrum mínum í ESB-andstöðunni. Ég er jafnvel sakaður um að vera krati og þá aðeins datt mér í hug að loka á kommentakerfið!

Morgunblaðið og þeir sem lesa það helst til gagnrýnislaust hafa sett samasem merki milli þess að vera á móti Icesave-samningunum og því að vera á móti ESB-aðild. Jafnvel talið sig geta komið í veg fyrir ESB-aðild með því að sprengja Icesave-málið.

Ekkert er fjær sanni og hverskyns öfgahyggja, þjóðremba og innistæðulaus gagnrýni er líkleg til að skemma fyrir ESB-andstæðingum, sérstaklega ef við færum allir með tölu ofan í skotgrafirnar með Davíð, Sigmundi Davíð og Bjarna Ben (sem langar að heita Davíð...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 " ... sem langar að heita Davíð" - -Svona skrifar ekki " bóksali og alþingismaður um skamma hríð" !

 Auðvitað erum við ekki - höfum aldrei verið - og verðum aldrei - nafli alheimsins !

 En þó, við erum þjóð meðal þjóða. Lýðræðisríki með elsta löggjafarþing veraldar. ( Slíkt var okkur kennt forðum,!!)

 Í fyrsta skipti á sínum ferli stóð bóndinn á Bessastöðum sig með prýði í Icesave málinu - svo og ummælin um " frændur vora á hinum Norðurlöndum

 Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, mun þjóðaratkvæðagreiðslan liðka fyrir lausn á þessu hörmulega máli.

  Bjarni Benediktsson er hinsvegar að ná nýjum hæðum - og fari sem horfir, bíða hans " SIGURHÆÐIR" ! ( Nú yrði Matthías Joch., hrifinn  !!)

 Eða sem Rómverjar sögðu.: Sic itur ad astra" - þ.e. "Þetta er leiðin til stjarnanna" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þungur er kross þinn Bjarni minn ef þú kiknar undan þessari flís. Ónot voru ekki meint, en það hefur verið öllum ljóst af lestri síðu þinnar að þú nálgast afdalamanninn og glóbalistann Ómar grunsamlega í sannfæringu.

Hrópaðu það nú af tindum að engin tengsl séu milli Evrópubandalagsumsóknar og vinnubragða í Icesavemálinu.  Ég man ekki eftir að sjá nokkurn mann voga sér að halda slíku fram utan verstu gapuxa Samfó og ígilda Hómers Simpson  hér á blogginu. Þú verður að eiga það við sjálfan þig, en ekki reyna að gera þér þyrnikórónu úr því.

Það viðurkennist jú að það er ómaklegt að spyrða nokkurn mann við Ómar Bjarka, svo ég skil biturð þína, en varphljóðin ykkar á milli leynast engum, svo hvað á maður að halda?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2010 kl. 19:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eitthvað í því að viðurkenna ekki ábyrgð á innistæðum, eins og ríkistjórnin eindregið gerir, en ætla sér samt að borga og taka ábyrgð. Hvað skyldi valda þeirri geðklofa afstöðu? 

Ég auglýsi eftir tillögum.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2010 kl. 19:26

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég vona að þú eigir ekki við mig þegar þú talar um að þú hafir verið sakaður um að vera krati.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.3.2010 kl. 23:17

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2010 kl. 01:03

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Því miður eru of mörg samasemmerki milli áhuga manna á Evrópusambandinu og vilja til þess að segja já við ólögum þeim er Alþingi samþykkti fyrir áramótin og þjóðin hefur nú hafnað.

Svo kemur til hvaða flokkum menn hafa greitt atkvæði í siðustu þingkosningum........

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.3.2010 kl. 01:27

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bjarni var nú bara að benda á að ekkert bólaði á byltingunni.

Nú, eg var sammála því að furðulegt er að litlar - eða faktískt engar - fréttir berast af uppreisnarhópum.

Miðað við fréttaflutning í dag og tækni til að bera tíðindi þá er hálfskrítið að fjölmiðlar beri manni eigi fréttir af þessum heimssögulegu tíðindum.

Allt og sumt.  Það má nú lítið ef eigi má finnast þetta athyglisvert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2010 kl. 02:10

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sæll Bjarni

Hvernig getur fyrrverandi þingmaður eins og þú verið svona illa að sér í stjórnskipun landsins. Þessi Þjóðaratkvæðagreiðsla sem þú kallar skrípaleik er hluti af henni, í henni vöru lög feld úr gildi sem ellegar hefðu kostað land og þjóð stórfé. Þess vegna var nauðsynlegt að mæta á kjörstað og taka afstöðu.

Ef allir hefðu farið að ráðum Jóhönnu og Steingríms og sagt já eða setið heima hefðu nýjustu icesave löginn ekki fallið úr gildi. Þá gætu Bretar og Hollendingar einfaldlega hætt samningaumleitunum og við sætum upp með að minnsta kosti 100 miljarðakróna verri samning en þeir eru að bjóða núna. Þetta er hálf miljón á hvern kjörgengan íslending. Þannig snérist þessi þjóðaratkvæðagreiðsla raunverulegaum að kjósa frá sér að lámarki hálfa miljón króna án annarra skuldbindinga.

Ef þú taldir að hagsmunum íslands hefði verið betru borgið með því að segja já var það borgaraleg skilda þín að mæta á kjörstað og kjósa með lögunum.

Guðmundur Jónsson, 11.3.2010 kl. 09:52

9 identicon

En eftir lát SÍS frænda og flestra kaupfélaganna - er þá nokkuð eftir handa frömmurum en að vera eins konar kratar?

Pétur Jósefsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 14:48

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér hefur þú þetta svo, svart á hvítu Bjarni minn.  Sýndu svo að þú sért maður, sem kann að hafa rangt fyrir sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2010 kl. 16:04

11 identicon

Grófara getur það ekki verið en að vera líkt við Ómar Bjarka.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 16:24

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvur í ósköpunum er Ómar Bjarki sem enginn vill líkjast?

Bjarni Harðar er nottla einstæður og engum líkur.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2010 kl. 16:46

13 identicon

Rúv. 02.12.2009 16:12
 
Hótað vegna Icesave málsins

"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að aðilar innan Evrópusambandsins hefðu haft uppi grímulausar hótanir gagnvart Íslendingum vegna Icesave málsins. Að samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið í gíslingu vegna Icesave."

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item314835/

mbl.is | 1.10.2009 | 08:41

„Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina“

„Það kom mér mjög á óvart. Ég spurði hvort þeir væru að tengja saman Icesave og ESB-umsókn okkar? Já, svöruðu þeir. Þið verðið að átta ykkur á því að ef þið verðið ekki búin að ganga frá Icesave, þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina,“ segir Lilja.

Hún segist sjálf hafa verið hlynnt því að skoða aðildarsamning að ESB, „en eftir þessa hótun breska þingmanns Verkamannaflokksins varð ég afhuga aðild að Evrópusambandinu“.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/01/tha_erud_thid_bara_vandamal_fyrir_framkvaemdastjorn/

http://eyjan.is/blog/2010/03/06/hollensk-stjornvold-hafa-i-oljosum-hotunum-vid-islendinga-um-esb-a-kjordag/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 16:52

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir að hnykkja á þessu Guðmundur 2.  Sem sagt: Með því að kjósa gegn Icesave, þá kusum við gegn ESB. Og þú mættir ekki einu sinni, Bjarni!

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2010 kl. 17:31

15 identicon

Félagi Bjarni !

 Þegar þú leggst á koddann í kvöld - spenntu þá greipar - og þakkaðu Almættinu fyrir snjalla ráðgjafa,  þá Guðmund J., og Jón Steinar !

 Gerðu að því loknu iðrunn !

 Mundu loks sem segir í heilagri Ritningu.: " Það er meiri gleði á himnum yfir einum syndara sem gerir iðrunn, en níutíu og níu  réttlátra sem ekki þurfa iðrunnar með " !!

 Endurtaktu þakkarbænina margoft. Rómverjar sögðu nefnilega.: " Repetitio est mater studiorum" - þ.e. Endurtekningin er móðir þekkingarinnar" !!

Lokaðu svo augum með sælusvip á vanga !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:10

16 identicon

Bjarni.  Hefur þú séð eignasafn gamla Landsbankans?  Veistu hversu veðin eru trygg í honum.  Er það satt sem sagt er að þessi veð séu í lagerum og lausamunum eins og Iceland keðjunni?  Eru einhver ríkisskuldabréf þarna í pundum eða öðrum hnignandi gjaldmiðlum?   Hefurðu ekki áhyggjur af því að í aðsigi sé óðaverðbólga í UK, sögulegir stýrivextir og sögulegur niðurskurður í ríkisútgjöldum, sem allt mun skrúfa fyrir einkaneyslu og markaði?

Hefurðu íhugað að ef íslenska ríkið veður gjaldþrota vegna þessa, að erlendir kröfuhafar gangi á eignir lífeyrissjóðanna sem þeir geta skv. alþjóðalögum?  Hvað hefur ríkisstjórnin fyrir sér í því að eignasafn g. Landsbankands haldi verðgildi sínu í óðaverðbólgu?  Hvernig er hægt að fá það út?

Er satt að þessi lánasöft séu svoköllið Asset Based Loans eða lán sem þykja hvað ótryggust af öllum lánum á atvinnumarkaði? ..Með veðum í lagerum og lausamunum!?  Þetta hef ég skv áreiðanlegum heimildum.

Af hverju fáum við ekki að sjá þetta lánasafn?  Hvernig er hægt að ganga til samninga öðruvísi?

Með virðingu og vinsemd..

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 08:59

17 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þér tekst oft áætlunarverk þitt að setja allt á annan endann!!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.3.2010 kl. 16:43

18 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þakka ágætar umræður - mikið myndi það gleðja mig ef þjóðinni hefði tekist að kjósa af sér ESB með Icesavekosningunni en því fer fjarri. Við erum þar of gómsæt rjómaterta þannig að þó að hér byggi ekkert nema ólæsir ribbaldar þá skipti það engu til lengdar fyrir Hollendinga, Breta né aðra.

Bjarni Harðarson, 12.3.2010 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband