Ómerkilegt frumhlaup hjá ráðherra

Hugmyndir Árna Páls Árnasonar um að lækka öll bílalán eru álíka ómerkilegar eins og allar slíkar hugmyndir um niðurfærslu skulda. Þar með verða þeir verðlaunaðir með hæstu ríkisstyrkjunum sem kræfastir voru í 2007 lifnaðinum. Mér er mjög til efs að fólk sem var raunverulega efnalítið á tímum góðærisins - og er enn efnalítið - hafi tekið bílalán.

Þessar hugmyndir eru nákvæmlega jafn siðlausar og hugmyndir sem Tryggvi Þór Herbertsson og fleiri hafa haldið fram um jafna niðurfærslu allra íbúðalána, allt í boði ríkisins. Eða þá hugmyndir um að skuldarar megi henda frá sér lyklunum af of skuldsettum eignum. Hverjir verða fyrstir til þess, - jú þeir sem eiga svo margar eignir að þeir geta losað sig við sumar og haldið öðrum. 

Engar slíkar skuldaniðurfellingar verða nema með því að veita til þess ómældu fé úr vösum skattborgara. Greifar sem áttu tvö hús, þrjá bíla og tvo sumarbústaði gætu þar með í einu vettvangi náð til sín ríkisstyrk sem samsvarar margföldu því sem fatlaður maður fær úr samfélagssjóði alla sína ævi. 

Eina réttlætið í þessum efnum og það eina sem stjórnvöld eiga að einbeita sér að er að aðstoða þá sem eru verst settir. Það verður gert með því að draga úr innheimtuhörku, með því að beina meira fé í þá sjóði sem aðstoða fátæka og með því að milda þau langtímaáhrif sem eru af persónulegu gjaldþroti. Þá er frumvarp Illuga Gunnarssonar um niðurfellingu dráttarvaxta allrar athygli vert þó að þar sé vissulega margt að varast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

jamm...  Árni Páll er ekki að skora hátt með þessu útspili enda vita allir í hvaða liði hann er.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.3.2010 kl. 14:05

2 identicon

Félagi Bjarni !

 ...." aðstoða þá sem eru verst settir".

 Heilshugar sammála !

 Reyndar sammála öllum þessum pistli - (svei mér ef ekki að líkjast " framsóknarmanni af gamla skólanum" !)

 Frumvarp Illuga einkar athyglivert - enda drengurinn hreinn,heill og sannur sjálfstæðismaður !

 Þeir gerast fáir betri í dag, og fráleitt kann ég mann að sjá, ef ekki mikið líf í þeim strák - og eins og Rómverjar sögðu.: " Dum vita est spes est" þ.e. " Þar sem er líf - þar er von" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 14:09

3 identicon

Eiga þeir einu von á réttlæti hvað skuldaleiðréttingu varðar sem hafa lág laun. Gildir réttlætið bara um þá sem eru á Dagsbrúnartaxta?  Ef þú verður fyrir bíl og átt rétt á bótum á það þá einungis við þá sem eru láglaunamenn?  Þeir sem keyptu dýra bíla og dýr hús vegna hærri launa( flestir  bara venjulegir 'islendingar sem hafa unnið fyrir hverri krónu og unnið mikið) eiga auðvitað heimtingu á réttlæti eins og aðrir. Þeir urðu jafnmikið fyrir stöðutöku gegn krónunni og aðrir. Þeirra skuldir urðu auðvitað hærri en hinna sem minna áttu. Við náum okkur seint  upp úr volæðinu Bjarni Harðar ,ef við notum alltaf lægsta samnefnarann.

Jón B G Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 14:17

4 identicon

Sammála þér Bjarni, lægra kemst maður ekki í lýðskrumi en Árni með þessari hugmynd. Það yrði mikil gleði á Arnarnesinu meðal Range Rover eiganda ef þetta ótrúlega vanhugsaða útspil yrði að veruleika.

Reyndar tel ég tillaga Illuga um að það sé allt í lagi að greiða ekki á gjaldaga álíka mikið lýðskrum.

Er einhver lýðskrumskepppni í gangi meðal þingmanna??? 

siggibragi (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 14:19

5 identicon

Ég er sammála að þetta er lýðskrum eins og hjá framsóknarmönnunum fyrir síðustu alþingiskosningar.Og fyrir liggur ef hæstiréttur staðfestir dóm í héraði um þessi bílalán að þetti geti verið bjarnargreiði.En þetta með kostnað ríkisins-er það ekki einhver misskilningur?Ríkið er ekki með þessi lán á sinni könnu.Held að allar tillögur gangi út á það að lánveitendurnir (glitnir,avant,ofl.) verði að taka þessi afföll á sig.

jósef ásmundsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 15:24

6 identicon

Þetta er ekki svo einfalt. Það sem er með þessu er það, að þeir sem komnir eru í þessa gryfju (og þarf ekki stórskuldara til) komasr ekki upp úr henni. Þá er það spurningin um að setja þá á hausinn, sem er ekki endilega gott, hirða af þeim tækið og gleyma restinni, - sem er líka svona-svona, nú eða að endurræsa í þessu formi.

En þetta er blóðugt fyrir þá sem ekki voru með í partýinu, en þurfa að borga samt.

Nú er ekki bara um bílalán að ræða í raunveruleikanum, heldur lán á öllum atvinnutækjum. Mér er það ofarlega í huga, þegar ég var að reyna að klambra saman fjármögnun á landbúnaðartækjum (einum 16) upp á 3-4 milljónir, að þar var synjun, þar sem tækin voru meira en 5 ára (sem er svona 1/4 af venjulegri endingu). Það var stungið upp á því að láta gamla "draslið" upp í og kaupa bara nýtt, allur mismunur á gjaldeyrisláni, bara svona 20-30 milljónir, ekkert mál. Mér leist ekki á þetta þannig að það var pass.

 Lánastefnan var nefnilega einbeitt á eyðslu. Fjármagnsstofnanir lánuðu bara ásem nýjast, sbr Huxley "Ending is better than mending", og því var fyrir margan mun auðveldara að kaupa nýjan sparibíl frekar en gamlan.

Alveg til dagsins í dag hefur svo verið innheimt af hörku, og tæki og tól sótt til uppstöflunar í Reykjavík. Mér er það líka minnisstætt þegar tæki nokkuð í nágrenni mínu, sem í vanskilum var (aðallega vegna samdráttar), en komið í hörku vinnu, var sótt, og var það meginforsenda að koma í veg fyrir það að hægt væri að ná inn á það tekjum. Þetta var orðrétt eftir bankamanni hjá Lýsingu, sem að mínu mati þætti þá helst til gagns sem hundafóður....

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 16:25

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ef hugmyndir Árna um afskrifa hluta lána,má varpa mörgum spurningum.

T.d.Hvert er hlutfall þeirra,sem þegar hafa misst sína bíla ,og sitja uppi með lán,sem það getur ekki borgað.Þar sem bílinn hefur verið metinn af fjármögnunnarfyrirtækjum lagt undir kostnaðarverði og lagt síðan á eigendur kostnað vegna óskiljanlega galla á bílnum.

Hvaða aðilar eiga að virðismeta bílanna,á það að vera fulltrúar fjármögnunarfélagana,eða einhverjir hlutlausir þá á kostnað hvers?

Nú liggur fyrir hjá hæstarétti mál,sem félagsdómur hefur dæmt að öll gjaldeyrislán séu ólögleg.Þá má ætla að Árni,sé að ráðgast með dómsmál áður en úrskurður liggur fyrir.Hvernig á að bregðast við,ef hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu.

Þá spyr maður.Verða skuldhafar,sem gangast við því,að njóta hugmynda Árna látnir að skrifa undir það,að hvernig,sem að dómur hæstaréttar verður,eigi þeir engan rétt,til að sækja á fjármögnunarfyrirtækin.

Við hljótum að bíða,hvernig hugmyndir Árna verða útfærðar.En ég tel,að allt það litla, sem hann hefur verið að gera,er að níðast á þeim,sem minna meiga sín,aðstoða þá,sem komu þjóðinni í þær hremmingar,sem hún er í.

Ingvi Rúnar Einarsson, 15.3.2010 kl. 20:32

8 identicon

Í framhaldi af því sem ég skrifaði hér að ofan er nokkuð sem ber að minnast á.

Sé um vörslusviptingu á "tæki" að ræða, sem allt eins getur verið lúxuskerra, og þá hugsanlega útflutning (það eru farin hundruðir ef ekki þúsundir af vinnuvélum o.fl síðan hrun hófst), þá er fastur kostnaður við útflutning á 50.000 Kr Zetor árg. 1979 alls ekki meiri en á Sparibíl @ 7.000.000 árg. 2007. Nú ber svo við að það er búið að flytja út helling af alls konar tækjum úr landbæunaði og verktakastarfsemi, - en mestur væri arðurinn í því að flytja út það sem dýrast væri frekar en að afskrifa stærstu summurnar þar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 21:07

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nær væri fyrir hann að byrja á húsnæðislánunum. svo segir hann Íbó vera í farabroddi við að reyna að leysa mál sinna skildara. sorrí, en ég er skuldari við Íbó og ekki hef ég heyrt eða séð nokkuð frá þeim

Brjánn Guðjónsson, 15.3.2010 kl. 21:35

10 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Mikið er ég sammála Bjarni.

En þó er það svo að margir sem ekki eiga sín mikils - létu glepjast og keyptu farartæki með erlendum lánum.

Þessi fáránlega viðmiðun gerir það hins vegar að verkum að þeir sem keyptu dýrustu farartækin fá mest niðurfellt - ef þessi lög ganga í gegn.

Jón Örn Arnarson, 16.3.2010 kl. 00:02

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það ber að hafa í huga að þeir sem greiddu inn á við bifreiðakaupin, fá ekki leiðréttingu og sitja uppi með skuld sem hefur hækkað um 130%.

Hvar í heiminum, annars staðar, er hægt að fá lán sem hækkar um 130% ?

Anna Einarsdóttir, 16.3.2010 kl. 00:22

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Bjarni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.3.2010 kl. 00:22

13 identicon

Nokkurn veginn sammála Bjarna.

Vingjarnleg kveðja. 

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 01:35

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já Bjarni minn.  Það var slæmt að enginn skyldi grípa hugmyndir okkar L-listafólks um endurreisn gamla kreppulánasjóðsins.  Enn sem komið er hef ég ekki heyrt betri hugmynd til handa húsnæðiseigendum.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.3.2010 kl. 09:21

15 identicon

Góður punktur Axel.

Svo er það einnig hið fræga spil, að bankarnir eru jú yfirteknir á undirverði. Þetta virðist helst ætla að nýtast þar sem sukkið var sem mest, á meðan sýslumenn selja ofan af pöpulnum fyrir fasteignagjöld (lögveð) eða þannig...

Svo með þá sem byggðu eða keyptu að meira leyti á eigin rammleik. Ekki bara bíla, heldur húsnæði, og mun hópurinn að mestu samanstanda af fólki með meiri sparsemi en minni fjárráð. Þarna er minna afskrifað. Það var ágætis reikningsdæmi um þetta í Silfrinu, ég held sama þætti og Max Keiser var í (Ice-save)

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 09:28

16 identicon

Sæll Bjarni

Ég hef áður rekið mig á hvað þú ert sjálfmiðaður. Það sem við eigum svo að skilja er þessi 'hópur' manna sem er að reka bókabúðir á suðurlandi!
Þar þarf að passa að ekki halli á nokkurn mann

kv,

Viðar

Viðar (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 11:40

17 identicon

Afhverju ættu skattborgarar að bera einhvern skaða af því að færa niður bílalán að verðmæti bifreiðar. Er ekki verið að tala um einkafyrirtæki. Alveg makalaus þessi sósalíska hugsun um að hugsanlega gætu einhverjir óæskilegir hagnast á dæminu.

130% hækkun á höfuðstól getur bara ekki verið í lagi og síðan gleyma allir þessir vasabókhaldshagfræðingar sem skrifa hér að reikna með því hverju þetta skilar til baka í þjóðarbúið. Lækkun höfuðstóls lána á bílum og fasteignum kemur markaðnum aftur á stað sem skapar fleiri störf og auknar skatttekjur.

Auðvitað væri réttast að nota þau viðmið sem fjármögnunarfyrirtækin nota þegar þau hirða bíla af þeim sem ekki geta staðið í skilum.

Ég get bara ekki haft neina samúð með þessum fyrirtækjum sem hafa komið fram við viðskiptavini sína að algjöru virðingarleysi og ekki sýnt neitt nema hörku. 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 18:09

18 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þakka góða umræðu eins og alltaf. Viðar minnist á hvað ég er sjálfmiðaður og vafalaust erum við það alltaf - en hvað bílalán varðar þá myndi persónulega hagnast um sirka hálfa milljón á leið Árna Páls - ef það skiptir máli í þessu sambandi.

Bjarni Harðarson, 16.3.2010 kl. 21:49

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Sjáum nú til, ég tók lán upp á 1900 þús í apríl 2007 í 4 myntum, í dag er ég búinn að borga 1100 þús en lánið stendur í 3,2 milljónum ... svo ég tek þessu með fegins hendi þó þetta sé eitthvað útspil sem snýst um vinsældarkosningar.

Sævar Einarsson, 16.3.2010 kl. 23:24

20 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef það koma upp góðar hugmyndir á þingi þarf einhver að rakka þær niður í stað þess að samfagna því það er verið að vinna með fólkinu í landinu, guð hvað pólitík fer í mínar fínustu, á hún að snúnast um flokkinn eða fólkið ?

Sævar Einarsson, 16.3.2010 kl. 23:36

21 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Bjarni, hugsaðu málið aðeins.

Af hverju að taka út fyrir dæmið aðeins þá sem eru verst settir?

Af hverju að taka út fyrir dæmið sem tóku bílalán?

Af hverju að taka út fyrir dæmið sem tóku gjaldeyrislán á húsnæði?

Af hverju að taka út fyrir dæmið sem tóku osfrv.lán?

Hvað með alla hina?

Þeir sem tóku td gjaldeyrislán og geta borgað?  Það munar kannski þúsund krónum, en þeir geta borgað?

Þeir hafa sýnt ráðdeild en geta borgað?

Þeir sem hafa ekki sýnt ráðdeild og geta ekki borgað verður bjargað af Samfylkingunni og Bjarna Harðarsyni?

Hvaða sanngirni er í því?

Þetta er kerfishrun og það verður að taka á málum sem slíkt, ekki bara þeim veikustu sem er ÓJÖFNUÐUR.

Jón Á Grétarsson, 17.3.2010 kl. 00:00

22 Smámynd: Sævar Einarsson

"en hvað bílalán varðar þá myndi persónulega hagnast um sirka hálfa milljón á leið Árna Páls - ef það skiptir máli í þessu sambandi."

Ég myndi ekki hagnast, þó svo lánið myndi lækka um 2 milljónir, ég myndi fá leiðréttingu á ólöglegum myntkörfulánum og er það bara hið besta mál, bílafjármögnunarfyrirtækin eru búinn að setja margar fjölskyldur á hausinn sem hafa endað með skilnaði og særindum og þá sérstaklega ef börn eru í því með óábyrgri lánastarfsemi, hvar er þeirra ábyrgð ? þau hljóta að bera einhverja en ekki bara lántakandinn. Og við þetta missi ég ekki húsið, þarf ekki að flytja úr landi og svo mætti lengi telja.

Sævar Einarsson, 17.3.2010 kl. 02:49

23 identicon

Skil ekki af hverju það má ekki hjálpa 100 manns þó svo að 10 manns sem ekki þurfa aðstoð hagnist eitthvað á því.

Auðvitað er það nákvæmlega jafn óréttlátt þegar höfuðstóll lána stökkbreytist líkt og gerst hefur með bílalánin, hvort sem lántakandinn er lágtekjumaður eða hátekjumaður.    Báðir hópar hljóta að eiga jafn mikinn rétt á leiðréttingu.

Annars hef ég ekki mikla trú á þessari leið.  Held að henni sé kastað fram af fljótfærni, sé óútfærð og mun eflaust ekki koma til framkvæmda.

En ég spyr eins og annar hér fyrir ofan,

Hvað með fólkið sem búið er að hirða bílana af og gera fjárnám í fasteignum fyrir (ólöglegu) eftirstöðvunum?

Hvað um fólk sem samviskusamlega greiddi af bílalánum sínum undanfarin ár þegar höfuðstóllinn fór að hækka óeðlilega.  Nú verður lánið fært niður í 110% af markaðsvirði bílsins.  Hvað með allar innborganirnar sem greiddar voru af bílnum sem áttu að koma til lækkunar höfuðstóls?  Er eitthvað spáð í það í þessu væntanlega frumvarpi eða þarf að bíða eftir dómstólum til að fá það útkljáð?

Og hver á að meta verðmæti bílanna?

Á meðan Árni Páll getur ekki svarað þessum spurningum þá hef ég enga trú á því að honum sé nokkur alvara með þetta frumvarp,  hann hafi einungis kastað því fram til að auka vinsældir sínar tímabundið.

Hrafna (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:02

24 identicon

Í fréttum kemur orðið bókstafstrúarmaður ósjaldan fyrir og tengist þá gjarnan trúarafstöðu manna. En það eru til annars konar bókstafstrúarmenn. Þeir hafa komið sér upp umræðuaðferð, sem sver sig í ætt við þrætubók og orðhengilshátt, og trú á bókina. Þegar álitamál koma upp  seilast þeir í bókina, líta í hana og segja: þetta stendur ekki í bókinni, eða: það stendur ekki í bókinni að þetta sé bannað og þess vegna má ég. Hið síðarnefnda einkenndi útrásina sem sendi okkur aftur heim.70-431 braindump 70-236 latest dumps 70-270 exam cisco certification

erwinzeez (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband