Góð skýrsla og fyndnir stjórnmálamenn

Skýrsan góða er góð, miklu betri en ég þorði að vona. Þar kemur vissulega fram að meginábyrgðin er bankanna en frumorsökin liggur í glæpsamlegri einkavæðingu. Best gæti ég trúað næst fái hausar að fjúka, bæði á Alþingi og í viðskiptalífinu. 

Og stjórnmálamenn eru fyndnir. Björgvin segir af sér öðru sinni, - án þess þó að segja af sér. Yfirklór og það frekar máttlaust.

Bjarni Ben segir í ræðustól: Mér, líkt og öllum landsmönnum...misbauð sú lýsing sem þar var borin á borð vegna framferði eigenda og stjórnenda stóru viðskiptabankanna.

Þetta eru mismæli ársins. Samkvæmt orðanna hljóðan blöskrar nafna mínum vegna þess hvað skýrsluhöfundar tala illa um þotufélaga hans. Bjarna "misbauð sú lýsing sem þar var borin á borð" en það er sjálft framferði útrásarvíkinganna sem misbýður okkur hinum!

Og auðvitað er það svo um Bjarna Ben líka. En það á samt við um hann og allmarga aðra þingmenn að þekktu þetta allt úr eigin lífi og tóku miklu meiri þátt í þessum dansi heldur en þeir hafa opinberlega gert grein fyrir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Hjartanlega sammála þér Bjarni, þú hittir naglann á höfuðið með skoðun þína á nafna þínum Ben.

Grétar Mar Jónsson, 13.4.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hjarnalega ekki sammála þér Bjarni um nafna þinn og fleiri Sjálfstæða menn,við sem höfum lifað tímana tvenna og farið i gengum þetta allt frá einu til annars,maður hefur reyndar bara verið í Alþýðuflokk og svo hvarf hann í hóp allaballa og Komma,þetta segir með að þú orðin V.G dýrkar þessu eiginhagsmuna Komma/Kveðja Halli gamli bloggvinur

Haraldur Haraldsson, 13.4.2010 kl. 13:14

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Ekki allir jafn snjallir og þú sem " Kalli Sveinss." á tungu feðranna !

 Auðvitað "misbýður" öllum þorra Íslendinga gjörðir bankanna og útrásar-ÚLFANNA.

 "Kalli Sveinss." greip í stólbríkina þá hann las í SKÝRSLUNNI að Baugur ( les:Jón Ásgeir) skulda samtals - í öllum bönkunum - ( haltu í stólinn!) - jú, skulda 965 M I L L J A R Ð A !

 Að auki er gamla konan, móðir JÁJ., sett upp með 60,8 MILLJARÐA skuld !

 Er þessum dreng ekkert í lífinu heilagt ?

 Með undirferli og smjaðri náði hann kverkatökum á öllum bönkunum.

 Bankamenn hefðu betur átt að muna sem Rómverjar sögðu.: "Timeo Danaos et dona ferentes" - þ.e. Þegar smjaðrarar virka vingjarnlegir - gættu þín" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:34

4 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Haraldur samskonarson trúir engu misjöfnu uppá Bjarna gæsalappa-vafning, enda er sá Bjarni örugglega alsaklaus og ekki á neinn hátt viðriðin eitt eða neitt varðandi hrunið. Þetta er auðvita helvítis kommonum að kenna og þá helst honum Steingrími hvað annað ?

Ragnar L Benediktsson, 14.4.2010 kl. 11:37

5 Smámynd: Svabbi

Rétt er það hjá þér.

Eftir að hafa gefið bankana (ekki voru þeir borgaðir) og síðan afnumið allar reglur sem gátu komið í veg fyrir að bankarnir yrðu misnotaðir,voru þeir rændir. Allt í boði Framsóknar.

Síðan fengu þeir lánaðar (eða gefnar) hundruðir milljóna sbr. Jóninu Bjarmarz, Árna Magg og Björn Inga Hrafns

Svabbi, 14.4.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband