ESB-martröðin senn á enda

ESB umsókn Íslendinga er sjálfdauð. Evrusvæðið glímir nú við kreppu sem dýpkar með hverju misseri og það verður sífellt fjarstæðukenndara að gangast þeirri martröð á hönd. Ofurtrú Össurar og annarra sem sjá enn ljós þegar ekkert blasir við nema myrkur minnir á gömlu kommana sem lofuðu Kína og Sovét löngu eftir að ljóst var að þessi ríki höfðu ekkert að bjóða.

Það styttist í að almenningur í landinu taki málið í sínar hendur enda er hér líkt og í Noregi langt yfir 2/3 hlutar almennings andvígur aðild. Það getur engin ríkisstjórn í lýðræðisríki komist upp með stórfelldan fjáraustur í verkefni sem rétt um fjórðungur landsmanna styður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Mæltu manna heilastur félagi Bjarni

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.5.2010 kl. 22:57

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þarna bloggvinur Bjarni/Kveðja HALLI GAMLI

Haraldur Haraldsson, 19.5.2010 kl. 23:53

3 identicon

Bjánaskapurinn í ykkur andstæðingum ESB á Íslandi er farinn að ná nýjum hæðum um þessar mundir. Ég reikna með að þessi bjánaskapur verði toppaður á næstunni.

Síðan mun Ísland ganga í ESB og taka upp evru eftir nokkur ár.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 03:49

4 identicon

Einn síðasti Móhíkani ESB trúboðsins á Íslandi, Jón Frímann, heiðrar hér sérstakleg bloggsíðu þína Bjarni minn.

Ekki vantar nú röksemdirnar þar frekar enn fyrri daginn hjá þessum hreintrúaða ESB innlimunarsinna.

Örvæntingin hjá honum er alltaf að ná nýjum hæðumog fylgisleysi ESB innlimunarsinna fer svo í taugarnar á honum að hann heldur ekki sönsum, nú talar hann um "bjánaskapinn" í okkur ESB andstæðingum.

Áður hefur hefur hann afgreitt heilu greinarnar okkar sem "BULL" og ekki orð eða kommu um það meir.

En hann toppaði nú allt um daginn þegar hann kallaði okkur alla ESB andstæðinga alla saman og sérstaklega þá sem væru félagar í Heimssýn sem hreina "fasista"

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 12:55

5 identicon

Jón Frímann er greinilega að á síðustu límingunum

Ég hef þó verið að furða mig á þeirri liðleskju landa minna að leyfa þessum fámennu ESB vitleysingum að komast þetta langt í ferlinu....er ENGINN baráttuvilji í fólki....ENGIN samstaða um nokkurn hlut....nema á helv.... blogginu ?????

Ég bara spyr

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 13:40

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Já, mæltu manna heilastur !

 Enn - væru skattborgarar þjóðarinnar að greiða hundruð milljóna - jafnvel MILLJARÐA - ef vinstri-RAUÐIR hefðu staðið sína vakt ??

 Þeir samþykktu umsóknaraðild að ESB., - þeir samþykktu nýlega 40 MILLJARÐA NIÐURSKURÐ í heilbrigðis & velferðarkerfinu - samanber ályktun þeirra sem sárast þurfa að líða - Öryrkjabandalagsins.

 Og nú samþykkja þeir sölu orkunnar í iðrum fósturjarðarinnar !

 Og þú " barnið mitt Brutus" - orðinn "kandidat" þessara bleyða !

 Segðu þig af listanum - aldrei of seint að iðrast - eða sem Rómverjar sögðu.: " "Praestat sero quam nunquam"  - þ.e. "Betra seint en aldrei" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 13:41

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Bjarni, nú þurfa flokksfélagar þínir á þingi að bretta upp ermar og koma fram með tillögu um að umsóknin verði dregin til baka. Það er á þeirra valdi. Það hlýtur að brenna að sjá hvernig helstu gildi flokks ykkar eru fótum troðin af samstarfsflokknum.

Gunnar Heiðarsson, 20.5.2010 kl. 14:32

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæll Gunnar, ekki bara mínir flokksfélagar heldur allir ESB-andstæðingar. Það að draga umsóknina til baka þarf að koma utan frá, frá þjóðinni. Við skulum ekki ofmeta getu þingsins og enn síður vanmeta þjóðina.

Bjarni Harðarson, 20.5.2010 kl. 15:05

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það væri aveg hroalega vitlaust að "draga til baka" og skelfileg hugmynd og ótrúleg.

Ennfremur skil eg ekki hvað er svona voðalegt við að fá samning á borðið sem síðan yrði kosið um af almenningi.  Við hvað eru menn hræddir ?  Skil það ekki.

Kostnaðurinn er ekkert mikill í þessari umsókn.  

Hinsvegar, reyndar, þá yrði eg ekki hissa þó ísl.  tækju uppá einhverri svona vitleysu.  Why ? Jú, einfaldlega vegna þess að þeir virðast alltaf taka rangar ákvarðanir fyrir rest í öllum málum sem stórskaða landið á allan hátt.  Því miður.  Og auk þess er einangruararmur sjallaflokks að eflast mjög og verður sennilega allsráðandi hérna fyrr en nokkrum órar fyrir - og hluti vg á eftir að hjálpa honum við að ná völdum hérna.   Þetta er mjöög sorglegt.  Mjög sorglegt.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.5.2010 kl. 17:33

10 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

við höfum nóg vandræði !  Hefur Össur aldrei heyrt hvað Ítalir og spánverjar hafa að segja um ESB og EVRUNA ? Eg get látið hann hafa adressuna hjá fyrverandi leigusala mínum á Ítalíu----- he he eh  hann kæmi kannski fróðari til baka !

Ea

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.5.2010 kl. 21:48

11 identicon

Segðu mér Bjarni Harðarson eitt. Ég spyr um þetta vegna þess að ég veit að þú ert nógu gamall til þess að hafa tekið þátt í umræddum umræðum á sínum tíma.

Varstu á móti EFTA aðild Íslands ? Já eða Nei svar.

Varstu á móti EES aðild Íslands ? Já eða Nei svar.

Svaraðu nú.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 23:34

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Bjarni, nú þekki ég ekki hvernig þingið vinnur og vel má vera að þjóðin þurfi að krefjast þess að umsóknin sé dregin til baka. Hvort heldur er þá er nauðsynlegt að svo verði gert hið fyrsta, áður en meira fé fer til spillis.

Ég hélt í einfeldni minni að einfaldast og fljótlegast væri að koma fram með tillögu um þetta á þingi. Það er ljóst ef slík tillaga kæmi frá stjórnarandstöðunni væri hún dæmd til að falla. Stjórnarliðar litu á það sem vantrausttillögu.

Ef hinsvegar slík tillaga kæmi frá öðrum stjórnarflokknum er ekki hægt að segja að tilgangur tillögunnar sé að lýsa vantrausti á stjórnina. Það er þá ákvörðun samstarfsflokksins hvort stjórnin fellur. Ef hann tæki því svo, liggur endanlega ljóst fyrir að sá flokkur er ekki samstarfshæfur.

Gunnar Heiðarsson, 22.5.2010 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband