Fjárfesting í Húsasmiðjunni er kjánagangur

Það sér hvert mannsbarn í landinu að fjárfestingar lífeyrissjóðanna í Húsasmiðjunni eru broslegur kjánaháttur, líkastur því sem gerðist hér á kjánaárunum þegar Íslendingar héldu að peningar yxu á út um eyrun á Björgólfi Thor.

Líklega verða lífeyrissjóðagreifarnir seinastir manna að fatta hvað hefur breyst í þessu landi.

Staðreyndin er að jafnvel miðað við uppganginn sem þá var í byggingaiðnaðinum var búið að offjárfesta í verslunarhúsnæði með nagla og skrúfur. Nú þegar byggingariðnaðurinn er í rúst er alls ekki þörf á opinberri spýtubúð til þess að drepa niður þá sem lifðu kreppuna af.

Ríkisrekstur á samkeppnisfyrirtækjum er slæmur en ég veit ekki nema lífeyrissjóðarekstur sé verri.


mbl.is Ályktun á misskilningi byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

  Nú vandast málið !

 Ef lífeyrissjóðirnir mættu ekki fjárfesta í fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni - hvar ættu þeir þá að fjárfesta ??

 Málið er einfaldlega, að langflest fyrirtæki eru - sem betur fer - í innbyrðis samkeppni við önnur.

 Niðurstaða þess ??

 Jú, lægra vöruverð fyrir neytandann !

 Hitt er hinsvegar " algleymi heimskunnar" að  " BAUHAUS hyggst innan skamms tíma opna í 30 þúsund fermetra húsnæði í samkeppni við Byko & Húsasmiðjuna. Ruglið ríður ekki við einteyming. !!

 Rómverjar hefðu sagt um slíkt.: "Rudis indogestaque moles" , þ.e. " Algert rugl" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 11:55

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei Kalli Sveinss. Algleymi heimskunnar er ekki að BAUHAUS ætli að opna byggingavöruverslun hér. Algleymi heimskunnar er að það er búið að setja heilbrigða samkeppni úr skorðum með því að vera að reka vonlaust fyrirtæki eins og HÚSASMIÐJUNNA sem er löngu farinn á hausinn. Fyrst með skattfé og nú með peningum okkar lífeyrissjóðseigenda.

Lögmál frjálsrar samkeppni eru þau að fyrirtæki sem standa sig lifa af en hin fá að deyja drottni sínum. Það ætti að minnsta kosti að standa á hverri kvittun sem maður fær í HÚSASMIÐJUNNI; "þetta verð er kostað af íslenskum skattgreiðendum og lífeyrissjóðunum."

Jón Bragi Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 12:30

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það getur ekki talist til heilbrigðar samkeppni að selja vörur undir kostnaðarverði til búa til veltu í þeim tilgangi að greiða upp stóran víxil til landsbankans eins og heyrtst hefur í tilfelli húsasmiðjunar.

Sigurður Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 12:41

4 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég fæ ekki betur séð en hér sé verið að endurvekja fjárfestingsjóð atvinnulífsins sem hvarf með manni og mús inn í Glitni og mun nú horfinn að mestu eða öllu leiti í boði Bjarna Ármannsonar.

Samkvæmt stefnu Fjárfestingasjóðs Íslands sem fram kemur á vef mbl.is þá er markmið sjóðsins að skoða sérstaklega fyrirtæki sem afla gjaldeyris eða spara gjaldeyri. Ennfremur skal hlutverk hans vera að efla hlutabréfamarkað.

Til hvers ? Er það hlutabréfa markaðurinn sem er að draga vagninn í atvinnulífinu ? Ég held ekki. Það eru framleiðslufyrirtækin og sjávarútvegsfyrirtækin sem fyrst og fremst eru að draga vagninn í dag. Þetta eru fyrirtækin sem eru að skaffa okkur gjaldeyri. Garðyrkjubændur eru og geta enn frekar sparað okkur gjaldeyri.  Á hlutabréfamarkaði eru menn helst að leika sér með óljósar væntingar og von um hagnað en þar er, eins og dæmin sanna, lítið í hendi ef harðnar á dalnum. Þessi markaður á vissulega rétt á sér en það á ekki að líta á hann sem alfa og omega í íslensku atvinnulífi. Ef einhver meining er með stofnun þessa sjóðs þá ætti hann að einbeita sér að því að halda lífi í atvinnutækifærum sem eru að gefa eitthvað af sér í dag en ekki eftir fimm ár eða tíu ár. Þar koma aðrir sjóðir til sögunnar.

Það er mikið af fyrirtækjum víða um land sem eru vel rekin og með lífvænlega framtíð sem berjast í bökkum vegna kyrkingartaks bankanna og lánastofnanna. Oft eru þetta fyrirtæki sem skifta miklu máli í sinni heimabyggð. Þarna gæti sjóðurinn komið inn með fjármagn til að fleyta þessum fyrirtækjum gegnum erfiðleikanna. Verst er að hér er oft um svo litlar upphæðir að ræða að hætt er við að stórfurstarnir í sjóðnum sjái þær ekki sökum smæðar. Þó eru þetta peningar sem geta gert muninn á hvort fjöldi fólks haldi vinnunni og þá um leið húsunum sínum eða bætist við þær þúsundir á atvinnuleysisskrá.

Það kemur hvergi fram að þessi sjóður skuli notaður til að skera bankana né neina aðra niður úr snörunni. Maður veltir fyrir sér hvort þessi gjörningur hefði átt sér stað ef launþegar réðu sjálfir sínum sjóðum án aðkomu atvinnurekenda.

Hjalti Tómasson, 31.8.2010 kl. 15:11

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, sæll!  Klækja- og klíkusamfélagið að störfum!  Fjárfestingar í Húsasmiðjunni og Icelandair er gersamlega óskiljanlegar.  Icelandic Group var það ekki í pakkanum.  það er barist um völd og áhrif með því að kraka undir sig fyrirtæki.  Tengsl þessara manna úr viðskiptalífinu, t.d. sjávarútvegi + fjölskyldutengslin gera þessi viðskipti enn tortryggilegri.  Það fylgir í pakkanum allskyns rusl. Var verið að redda Landsbankanum?  Kvótanefndin fer að skila af sér.  Og í Landsbankanum skuldar útgerðin stórfé. Sem að hluta tapast er sagt verði gerðar róttækar breytingar.  Tapinu er velt yfir á lífeyrissjóðina! 

Lífeyrissjóðirnir ríghalda í verðtrygginguna.  Segjast tapa fé verði hún afnumin.  Þeir hafa fjárfest í allskyns vafasömum rekstri og fyrirtækjum og tapað á því stórfé.  Og nú er þessu haldið áfram.  Og væntanlega tapast þarna fé.  Sem sagt, það er í lagi að tapa fé á vafasömum fjárfestingum, en það má ekki afnema verðtrygginguna.  Baráttan um völdin og áhrifin eru kostuð af launþegum, einsog allt annað!  Allt í lagi að tapa, skríllinn borgar!

Auðun Gíslason, 31.8.2010 kl. 17:55

6 identicon

Það var athyglisvert og þá og aumkunarvert að sjá það í fréttum í kvöld,er Þorbjörn Guðmundsson stjórnarformaður Sameinaða Lífeyrissjóðsins var að réttlæta þetta brask hjá sínum sjóði.Þarna fer maður sem er búinn að missa sjónar á því að í hverra umboði hann starfar þarna,hann virðist vera komin á línu atvinnurekendanna,sem í raun og veru stjórna sjóðnum/sjóðunum.Þorbjörn er greinilega búinn að vera of lengi í starfi hjá sjóðnum,það þarf að skipta oftar um fólk í sjóðunum,menn einsog Þorbjörn fá það á tylfinnunguna að þeir séu ósnertanlegir.

Númi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 21:07

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Ekki veit ég svo gjörla um þessa Húsasmiðju , en hitt er víst , besta fjárfesting sem við , almenningur , gerðum varðandi Sukksjóðina væri að leggja þá niður frá A-Ö , því sukksjóðir eru þetta og Sukksjóðir skulu þeir heita.

  Lífeyrissjóðirnir , kaupfélögin sem og sparisjóðirnir , allt eru þetta fyrirtæki sem stofnuð voru á sínum tíma , með göfugt markmið í huga , öll , utan nokkrir sparisjóðir , urðu að ófreskjum sem fóru illa með hinn almenna eiganda m.ö.o. tröllum sem átu börnin sín - eru slík fyrirtæki góð til ásetnings ?

Hörður B Hjartarson, 1.9.2010 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband