Gróf íhlutun og mútutilraun

Eðlilega er ágreiningur um hugsanlega ESB aðild Íslands. Bæði ESB-sinnar og við sem erum andsnúin aðild getum verið sammála um það. Um leið hljótum við að viðurkenna að í þessum ágreiningi hljóti meirihlutinn að ráða og að tekist skuli á um þetta ágreiningsmál í jafnræði, heiðarleika og bróðerni. Eða hvað?

Nú bregður svo við að auk þessara tveggja fylkinga landsmanna er þriðji aðilinn farinn að blanda sér í slaginn, sem er Evrópusambandið sjálft. Það hefur nú boðað að hundruðum milljóna króna verði varið til að breyta íslenskri stjórnsýslu á samningstímanum, stórum upphæðum verði einnig varið í byggðastyrki og fjölda Íslendinga boðinn ferðakostnaður á fundi og kynningar hér heima og erlendis.

Það er vitaskuld enginn erlendur utanaðkomandi aðili sem kemur að ágreiningi þessum frá hinni hliðinni og regnhlíðarsamtökin Heimssýn sem berjast gegn aðild eiga nú 23. ágúst á reikningum sínum 475.658 krónur. Samtökin halda úti einni skrifstofu með hálfu stöðugildi en Evrópusambandið boðar nú að það muni opna tvær upplýsingaskrifstofur í landinu, eina norðan heiða og hina í Reykjavík. Það er gróft að kalla þetta mútur þegar við vitum ekki hvernig þiggjendur bregðast við en án efa er þetta mútutilraun gefanda.

Það má líkja þessu við það ef að landsliðið kæmi inn á völlinn á pollamóti í fótbolta og gengi í lið með Selfossi á móti Keflavík. Þann veit ég þó mun á ungum fótboltamönnum á Selfossi og íslenskum ESB-sinnum að pollarnir hér myndu alltaf mótmæla því að fá svo ósanngjarna hjálp í baráttunni. Íslenskir ESB-sinnar eru aftur á móti hvorki drengilegir né vandir að meðulum og fagna því flestir grófri íhlutun stórveldis í innanlandsmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni.

Sammála þér þetta we gróf íhlutun um okkar eigin innanríkismál.

Það á ekki að líða þetta og ég hélt nú reyndar að það væru skýr ákvæði í íslenskum lögum sem bönnuðu fjáraustur og aðkomu erlendra aðila að óháðri og sjálfstæðri skoðanamyndun í landinu. 

En nú engi ganga yfir sig og þjóðina.

En mú er spurninginn enn og aftur ætlar VG að láta þetta eins og annað í þessum ESB hryllingi !

Var ekki nóg að VG lét Samfylkinguna véla sig til þessara óhæfuverka að sækja um þessa ESB aðild.

Voru enginn skilyrði sett og var ekkert gert til að jana stöðu fylkingana með og á móti. Í Noregi þar sem þó eiginlega allir stjórnm´laflokkarnir vildu ESB aðild og öll elítan líka þá voru þó settar mjög strangar reglur um þetta og báðum fylkingum skaffað jafnt af opinberu fé til þess að kynna sín mál og sínar röksemdir.

Hér á bara eftirlitslaust og óáreitt að leyfa það að Stórríkið ESB opni hér sendiráð og að auki 2 upplýsinga- og áróðursskrifstofur, auk þess að geta borið fé á fólk og félagasamtök og fjölmiðla eins og þeim sýnist.

Þetta bara eitt og sér ætti að vera næg ástæða til þess að slíta þessum ESB umræðum og aðlögunarferli nú þegar og þar með binda endi á þessa Ríkisstjórn !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 10:58

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hætt við að þessar svokölluðu "upplýsingar" frá ESB verði nokkuð einsleitar. Það verður því erfitt að reyna að standa gegn áróðurnum og hætt við að þeir sem það gera verða úthrópaðir sem afturhaldsinnar eða eitthvað enn ljótara.

Sumum er svo sem sama hvað þeir eru kallaðir og set ég það ekki fyrir mig að verða kallaður afturhaldsinn vegna andstöðu minnar gegn ESB. Þó er nokkuð ljóst að slíkur áróður mun hafa áhrif á marga, jafnel nógu marga til að fleyta okkur inn í ESB, jafnvel þó ljóst sé að við verðum að láta af öllum okkar kröfum við inngönguna. Máttur fjármagnsins er mikill og erfitt að stöðva.

Reyndar sé ég ekki hvers vegna menn þurfa að halda áfram þessum svokölluðum "könnunarviðræðum". Þeir sem ekki eru nú þegar búnir að átta sig á stefnu ESB og fullyrðingum fulltrúa þeirra, munu sennilega aldrei átta sig jafnvel þó einhverskonar samningur liggi á borðinu.

Því ætti ekki neitt að vera til fyrirstöðu að þingmenn kjósi um að hætta viðræðum strax, ef þeir hafa ekki kjark til þess geta þeir vísað þessu í dóm þjóðarinnar.

Eftir að "upplýsingaskrifstofa" ESB hefur tekið til starfa og mútuféð fer að flæða um landið, verður enn erfiðara að snúa á rétta braut.

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2010 kl. 11:12

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Bjarni minn við vitum báðir að stríðið um ESB er tapað innan veggja VG, það veist þú sennileg einna best þar sem þú hefur verið í nefnd um þau mál og veist í hvað stefnir þar. Ég fyrir mitt leiti ætlaði að gefa flokknum séns fram til haustþingsins sem vera átti um ESB en er komin á þá skoðun að það er til einskis að eiða tíma sínum eða orku í þá baráttu, eins og lýðræðislegar ákvarðanir eru meðhöndlaðar þar og af forustusveit flokksins. Ég held að forusta VG eigi eftir að vakna upp við vondan draum þegar fram í sækir og hún sér hvaða afleiðingar þessar ákvarðanir hennar hafa haft í för með sér fyrir innra starf félagsins, sem ég veit að þú áttar þig á nú þegar.

Rafn Gíslason, 1.9.2010 kl. 19:44

4 identicon

sælir gamli

þú heldur sumsé að landsmenn verði falir fyrir "glerperlur og áfengi" í þessu ferli öllu?

fridrik indridason (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 19:57

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hvað er í gangi. Ég hef heyrt að það eigi að flytja risanna sem búa í Alpafjöllunum á Hornstrandir vitandi að þar er ekkert æti fyrir þá. það mætti segja mér að þeir verði fljótir að laita suður á bóginn, hvað gerum við þá?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 00:02

6 identicon

Sæll Bjarni.

Athyglisvert hvað Rafn Gíslason commenterar hér en hann hefur nú lengi verið innanbúðar og stuðningsmaður VG.

En mér sýnist reyndar að hann sé ekki ýkja hrifinn af því hvernig flokkurinn hefur svikið kjósendur sína með ESB undirlægjuhættinum gagnvart Samfylkingunni.

En hann kemur líka inná það sem ég hef marg spurt þig um Bjarni, en án viðunandi svara. En Rafn hann upplýsir einnig að þú sért í sérstakri nefnd á vegum VG sem á að skila skýrslu um ESB málin til sérstakrar ráðstefnu um ESB sem flokkurinn hefur ákveðið að verði nú í haust. 

Nú reynir virkilega á það er VG lýðræðisleg fjöldahreifing alþýðunnar, eins og þeir segja og vilja vera, eða eru þeir forræðishyggju flokkur foringjanna valdatæknanna og flokksbroddanna.

Mér heyrist því miður á Rafni að hann sé ekki bjartsýnn að grasrótin og alþýðan í flokknum muni nokkuð hafa að segja í þetta valdagíruga flokkseigenda félag VG.

Meira að segja í Sjálfstæðisflokknum tók grasrótin völdin af flokksforystunni og samþykkti alveg skýrt og greinilega algjöra andstöðu flokksins við ESB aðild og aðildarumsóknina líka.

Ætli það geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé virkilega lýðræðislegri stjórnmálaflokkur en Vinstri hreyfingin grænt framboð ?   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 10:41

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þér þarna Bjarni/en talaðu þínu máli vel innan V.G.það virðist þurfa og vel Það/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 2.9.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband