Englajól eftir Elínu frumflutt í dag

Ballett við söguna Englajól verður frumfluttur í Salnum í Kópavogi nú klukkan eitt í dag. Höfundur tónlistar er Elín Gunnlaugsdóttir. Hægt er að kaupa miða hér, http://salurinn.is. Höfundur sögunnar er Guðrún Helgadóttir rithöfundur en húnv ar endurútgefin hjá Forlaginu fyrir skemmstu. img_6043.jpg

Flytjendur tónlistarinnar eru Pamela De Sensi, flauta, Frank Aarnink, slagverk, Katie Buckley, harpa og Ólöf Sigursveinsdóttir, selló en þau tilheyra öll Sheherazade- hópnum og dansarar eru nemendur í Listdansskóla Íslands. Sérstakur gestur á tónleikunum er Kársneskórinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Þeir sem vilja fá andlitsmálun fyrirsýninguna geta mætt í Salinn klukkan 12:30 en Elín vill að ég sleppi því. Svo í staðin bangaði ég saman bindishnút í tilefni dagsins og kominn í perúínsku jakkafötin sem eru annars helst ekki notuð nema á jólunum ...

(Myndin er frá æfingu í gær.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband