Guð, pólitík og Íslandsmet í vitleysu

Það er óneitanlega alltaf svolítið vandræðalegt þegar menn blanda saman guði, álfum eða handanumlífi við dægurþras. Það passar einhvernveginn svo illa. Kannski eru blaðamenn bara að snúa út úr fyrir þeim ágæta presti Hirti Magna. Við getum fjallað um miðaldakirkjuna í Skálholti án þess að blanda trú inn í það mál.

Fjótt á litið þá er þessi hugmynd um að byggja risastafkirkju í Skálholti líklega Íslandsmet í vitleysu þessi á því herrans þari 2011. Og samt er af nógu að taka og keppnin hörð á þeim vængnum.


mbl.is Guð ekki í nýrri miðaldakirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nú þurfum við miðaldra Tungnamenn að hafa víðsýni Bjarni !

Gunnlaugur I., 20.11.2011 kl. 22:28

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er reyndar spurning hvort þetta gæti ekki orðið  ansi gott undir Landsfund Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni.....Miðaldaþankagangurinn gæti hentað honum einkar vel.....!!!

Ómar Bjarki Smárason, 21.11.2011 kl. 00:58

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Það er óneitanlega alltaf svolítið vandræðalegt þegar menn blanda saman guði, álfum eða handanumlífi við dægurþras."

Ef menn hins vegar gefa út bækur um þessi málefni þykir það hið mesta þarfaþing og skyldulesning hverju mannsbarni, með "tilbehörende" upplestrum og öðrum uppákomum á bókasöfnum og bóksölum landsins. Má ekki bera saman stafkirkju í Skálholti við jarðgöng í Vaðlaheiði? Ég bara spyr.

Góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 22.11.2011 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband