Jón og séra Jón í ruslinu

Sveitarfélagið Árborg hefur verið kært til Kærunefndar útboðsmála. Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi sem ég var að koma af. Kærandi er Gámaþjónustan sem átti nú í haust lægsta tilboð í sorpútboði hér í bæ en meirihlutinn ákvað að taka ekki tilboðinu heldur semja við annan bjóðenda um að hann taki að sér verkið. Sá heitir Íslenska gámafélagið.

Ástæða fyrir þessari einkennilegu ákvörðun bæjarins var að Íslenska gámafélagið taldi útboðið ólöglegt þó langt væri þar seilst til röksemda. Í desember gilti að úr því að Íslenska gámafélagið ætlaði að kæra þá væri sjálfsagt að hætta við allt saman.

Í dag gildir aftur á móti að þó svo að Gámaþjónustan leggi fram kæru þá er bara sjálfsagt hjá bænum að taka því. Skrýtið eða hvað. Íslenska gámafélagið á reyndar einn eða jafnvel fleiri fulltrúa í bæjarstjórninni en það á Gámafélagið ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Ljótt að segja, en þetta þefjar af spillingu.

Jack Daniel's, 10.1.2012 kl. 19:03

2 identicon

Það sem gilti í gær, gildir ekki í dag. Og á morgun kemur nýr dagur! Hvenær kærir maður mann og hvenær kærir maður ekki mann? Og hvenær er kæra kæra og hvenær þarf af kæru að læra, minn kæri?

Gylfi Þorkelsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 20:39

3 identicon

Þetta kallar maður nú að hagræða sannleikanum minn kæri Bjarni.

Maggi Ninni (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 20:46

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Hverju var hagrætt kæri Magnús.

Bjarni Harðarson, 11.1.2012 kl. 14:20

5 identicon

Með vísan í minnisblað Bæjarlögmanns – „Álit vegna útboðs á sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg“ þar sem vísað er í tvo úrskurði Kærunefndar útboðsmála:

Í fyrsta lagi í mál nr. 1/2008 þar sem segir: Það er meginregla í opinberum innkaupum að kaupendur megi almennt ekki heimila bjóðendum að auka við eða breyta tilboði sínu eftir að þau hafa verið opnuð enda gæti slíkt raskað jafnræði bjóðenda.Og í öðru lagi í máli nr. 12/2006: Það er meginregla í opinberum innkaupum að bjóðendur geta ekki breytt grundvallarþáttum í tilboðum sínum eftir að þau hafa verið opnuð, enda eru slíkar breytingar almennt til þess fallnar að raska samkeppni og fela í sér hættu á mismunun. Stefnir þessi regla að því að tryggja jafnræði bjóðenda, sbr. 1. og 11. gr. laga nr. 94/2001.

Í því útboði sem um var rætt á bæjarstjórnarfundi, þá var það svo að bjóðendum gafst tækifæri á að skila inn tilboðum í tvennu lagi og fá einkunnir fyrir, sem áhrif höfðu á endanlega tilboðsupphæð. Í fyrsta lagi verð og í öðru lagi, viku síðar, upplýsingum um gæði tilboðsins.

Vilja menn eiga það á hættu að sveitarfélagið verði skaðabótaskylt?

Tómas Ellert (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband