Blair kominn upp á Vaðlaheiði

Þó svo að markaðstrúarmönnum hafi mistekist að koma á veggjaldi við vitlausa fjórbreiða veginn á Sandskeiði eru þeir hinir sömu ekki af baki dottnir. Umræðan um veggjald í fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng er spottin af sama Blair-ismanum sem tröllríður öllum hinum vestræna heimi og er hættulegastur af öllum hægri villum samtímans.

Sama gróðasjónarmiðið réði yfirstandandi falli hins vestræna heims og innan um rústirnar standa menn sem ekkert hafa lært. Ennþá sitja um allar koppagrundir litlir kallar og reikna út gróðann af því að aka frekar þennan veg en hinn og alla þá þjóðhagslegu hagkvæmni sem fylgir sama gróða.  

Fyrir Íslendinga og aðra sem eiga strjálbýl lönd eru svona markaðskenningar um vegi sérlega vitlausar. Auðvitað á að taka umræðuna um bæði Vaðlaheiðagöng og aðra vegi út frá pólitískri sýn en ekki reikningslegum barnaskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Væri ekki réttara að setja þessa peninga í annað sem skapaði vinnu og arð til framtíðar. Göngin skapa aðeins vinnu meðan á gerð þeirra stendur,síðan tekur við rafræn rukkun ! 

Sigurður Ingólfsson, 11.1.2012 kl. 15:34

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski hægt að hafa mannlega rukkara sem hlaupa á eftir bílunum með sektarmiða. Það er alltaf hægt að skapa fullt af störfum ef maður er hugmyndaríkur.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.1.2012 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband