Fátækir

betlari2

Fátæktin er gríðarleg hér í Pakistan og mjög sjáanleg. Betlarar eru ekki bara þjóðfélagsvandamál, þeir eru líka nauðsynlegur hluti af trúarbrögðum þessa fólks. Múslimum er nauðsynlegt að gefa ölmusu og það er sagt að slyngir betlarar hafi meiri tekjur en láglaunamenn. Það á samt áreiðanlega ekki við um þá alla.

Hótelstjórinn Naseem Ahmed Shiekh sem ég bjó hjá í Lahore hafði þann háttinn á að síðasta föstudag í hverjum mánuði borgaði hann ölmusu. Fjöldi ölmusumanna vissi af þessu og kom á þessum degi. Ég var á tali við hann á þessum degi og stemningin var eins og á útborgunardegi. Ég hélt fyrst að þetta væru launþegar. Þeir voru reglulega óhressir sumir karlarnir með að þurfa að bíða. Þeirra beið mikið starf, þeir þurftu víða að koma. Ein konan byrjaði að benda á nálarför á hendinni á sér og mér datt í hug að hún væri dópisti. Nei, það var ekki, hún var insúlínsjúklingur og hann hafði tekið að sér að kosta insúlíninngjafirnar. Í þetta skipti þurfti að hækka greiðsluna, verðlagið hér í Pakistan er sífellt á uppleið eins og víðar.

Mér var hugsað til þess hvort þetta fólk væri kannski ekkert verr statt en þeir sem þurfa heima að fara bónleiðir að Tryggingastofnun og Mæðrastyrksnefnd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldu Kanarnir vita af þessu? Þeir eru alltaf að senda eitthvað úr lofti til Pakistanana. Það eru víst mannlaus loftför. Sem innihalda eitthvað smátt og (gott) fyrir landslýð. Kannske það sé í áætluninni hjá S.Þ. að útrýma fátækt á jörðinni.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband