Fordómar gegn ormi

imageÞegar Lagarfljótsormurinn kemst á Youtube þá keppist heimsbyggðin við að finna út að myndin sé af einhverju öðru. Líklega bara af því að hann er af tegund sem vantar í dýrafræðibækur. Auðvitað eiga ormar rétt á að komast í sjónvarpið án þess að fá yfir sig svona rugl og það frá Finnlandi af öllum stöðum. Hvað höfum við gert Finnum?
mbl.is Búið að leysa gátuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað er þetta Lagfljótsormurinn og ekkert nema svívirðilegir fordómar gegn skrímslum og hatursáróður að halda öðru fram.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.2.2012 kl. 14:08

2 identicon

Ég hélt, að vír hafi ekki flust til Íslands fyrr en á 20. öld, svo að girðingardræsa hljómar illa. Ormarnir í Lagarfljóti og Skaftá eru jú mörg hundruð ára gamlir. Og ég hef aldrei heyrt, að netalagnir þarna væru svo miklar, að gætu líkst heilum ormi. Eða dúkur! Hvaða dúkur? Dúkleggja bændur við fljótið túnin sín? Og sé Lagarfljótsormurinn dauður hlutur, sem er fastur á steini, af hverju er hann þá ekki enn fastur á steininum sínum?

Sigurður (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 16:02

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta með að lagarfljót eða ísinn brjóti niður girðingar með þessum afleiðingum, það er langsótt.

Hinsvegar það sem menn aklla dúk - að það er auðvitað rúlluplast. það er sumt sem minnir á rúlluplast við orminn. Svart rúlluplast.

Lang líklegast er að einhver hafi smíðað þennan orm.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2012 kl. 16:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er líka annað sem ber að hafa í huga - ormurinn er alveg uppvið land! Hann er nánst uppá landi!

Til að meta þetta þarf að láta Kjerúlf sýna nákvæmlega hvar þetta var og nákvæmlega hvar hann tók myndina.

þar að auki er ormurinn ekki bara þarna meðan drukkið er morgunkaffið í Fljótsdalnum. Videoið er tekið frá tvemur eða þremur sjónarhornum. þar af leiðandi þó nokkur tími sem geft í myndatöku.

þarf ekkert að segja mér slíkar draugasögur í björtu að maðurinn hafi ekki athugað betur hvað um var að ræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2012 kl. 17:20

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þar að auki hafa menn og konur ekkert horft nægilega vel á myndbandið. Til að kenningin um tilviljannakennt rusl, girðingar, net o.s.frv. gangi upp - þá þarf hausinn eða framendinn að vera fastur við botn.

Augljót er í byrjun myndbands að svo er ekki! Halló. Hausinn tekur beygjur fram og til baka ( og þá er framendinn sláandi líkur einhverri skepnu ss. krókódíl.

Langlíklegast er að þetta sé smíðað og sviðsett.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2012 kl. 17:35

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ómar Bjarki það smíðar eingin orm sem dugar í mörg hundruð ár. 

Þetta er skinsöm skeppna og varkár og lætur helst ekki bera á sér nema þegar hún reiknar með að menn séu að drekka kaffi. 

Auðvita hafa menn drukkið mysu hér áður fyrr og hugsanlega gerjaða.  En myndasmiðurinn drakk bara kaffi þannig að hann hefur verið full klár og myndavélin lýgur ekki frekar en ekta tröll Íslensk.         

Hrólfur Þ Hraundal, 15.2.2012 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband