Þegar bitið er í skjaldarrendur

Fylgishrun ríkisstjórnarflokkanna kemur ekki að öllu leyti á óvart en gríðarlegt fylgi Sjálfstæðisflokksins er áhyggjuefni í landi sem varla er risið úr þeirri öskustó sem sá mæti flokkur bjó þjóð sinni. Hinir svokölluðu vinstri flokkar hafa unnið að endurreisn landsins með verklagi auðhyggjunnar og það er varla að það örli á umræðu um hið augljósa í hinum vestræna heimi að kapítalisminn er dauður.

Nú ætlar Árni Þór að bíta í skjaldarrendur en gleymir að þeir sem það gerðu í hinum gömlu sögum voru nær undantekningalaust drepnir. Þetta gerðu illa innrættir berserkir meðan uppskafningslegar hetjur á við Kjartan og Gunnar brostu eins og þeir væru súkkulaðigæjar úr Vesturbænum. 

Verður þetta ekki bara eins núna... 


mbl.is Verða að bíta í skjaldarrendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Bjarni! en hræddur er ég um að Árni Þór leggi kolrangt mat á það hver er ástæðan fyrir þessu slæma gengi, kjósendur myndu ekki refsa ríkisstjórn bara fyrir það eitt að hún þurfi að takast á við óvinsæla hluti okkur er öllum ljóst að það er eitthvað sem þarf að gera og svo birtir upp um síðir, en því miður vandamálið er að það er harla lítil glóra í því sem þessi stjórn er að gera. dettur td. einhverjum í hug að Árni Þór eigi einhverja framtíð fyrir sér í VG.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 21:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hann getur étið allan skjöldinn, það mun samt ekki breyta þessari niðurstöðu.  Þau hafa klúðrað flestu sem þau hafa komið nálægt og nú er komið að skuldadögum.  Annars sammála þér Bjarni að það er ekki ásættanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn mælist svona hátt.  En ef til vill mun draga úr þessu þegar nýju framboðin fara að kynna stefnuskrár sínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2012 kl. 22:02

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bjarnir, kapítalismi er ekki hugmyndafræði í sjálfum sér. það er hugmyndafræði byggð á kapítalisma, en hann í sjálfum sér er ekki hugmynafræði frekar en húsasmíði er hugmyndafræði. Kapítalismi er sjálfsprotinn og hefur orðið til í öllum þjóðfélögum með einum eða öðrum hætti ótengt hverjum öðrum. þannig að menn geta öskrað sig hása yfir því að kapítalismi sé dauður en það hefur engan annan tilgang en að gera þann sem öskrar, mjög hásan. 

Fannar frá Rifi, 2.4.2012 kl. 22:29

4 identicon

Ég er að reyna að rifja upp hvort Árni Þór hafi beðið Geir H. Haarde um að bíta í skjaldarrendur, þegar skoðanakönnun sýndi 26% í ársbyrjun 2009. Ég man ekki sérstaklega eftir honum Árna, en ég man að Ögmundur sagði það lýðræðislega kröfu þjóðarinnar að ríkisstjórnin færi frá!

Hvað varðar nýju framboðin sem Ásthildur vísar í, þá er það trú mín að þau eigi eftir að sýna sig nákvæmlega eins og Vinstri grænir hafa gert. Skyndilega stendur hópur fólks í forundran inni á gólfi Alþingis. Þau þurfa að lesa enn og aftur stefnuskrá eigin flokks og komast svo að því að þau fíli hans ekki endilega. Hópurinn tvístrast hingað og þangað... sumir stofna nýja flokka eins og Hreyfingin gerði í heild sinni, aðrir ganga í aðra flokka eins og Þráinn þegar hann fékk leið á Hreyfingunni í heild sinni og Ásmundur Einar sem fékk nóg af Vg. Enn aðrir fara bara eins og restin af Vg fyrir utan formanninn og harðkjarnann í kringum hann sem eru tilbúnir að skipta um skoðun... nokkur hundruð sinnum og í flestum málaflokkum.

Ófeigur (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 23:10

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þá áratugi sem skoðanakannanir hafa verið viðhafðar hér á landi hefur það verið regla að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið meira í skoðanakönnunum en í kosningunum sjálfum. Ef það verður raunin núna er 38% fylgi ekki neitt "gríðarlegt" þótt það sé ótrúlegt eins og þú bendir réttilega á.

Flokkurinn hefur áður komist upp í yfir 45% fylgi fyrir kosningar en síðan fengið mun minna. 

Ástæða þessa er sú að það er auðveldara að draga línuna á milli hægri og miðju/vinstri heldur en að ákveða hvern af miðju/vinstri flokkunum skuli velja.  

Ómar Ragnarsson, 3.4.2012 kl. 13:05

6 identicon

Glæsilegt blogg já þér Bjarni minn.

Gangi þér vel vinur.

Kær kveðja.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 17:05

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað skorar XD hátt - flokkurinn sá á engan keppinaut á hægri/frjálslynda vængnum.   Það versta er að XD þarf ekki einu sinni að taka til hjá sér.

Vorkenni Árna Þór ekki baun - SF gefur honum einhvern plastdisk til þess að bíta í.

Kolbrún Hilmars, 3.4.2012 kl. 17:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vorkenni Árna Þór ekki baun - SF gefur honum einhvern plastdisk til þess að bíta í.

Hahaha eða súkkulaðiskjöld.  Maður sem dettur um sjálfan sig undan einu eggi, getur ekki bitið í neitt erfiðara en súkkulaði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband