Fjórir kvótasinnar fá kvótafrumvarpið í hendur

Það er athyglisverð frétt í Morgunblaðinu í morgun að fjórum kvótasinnum fjórflokksins er nú falið að vatna út kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta eru þeir Kristján Möller (S), Björn Valur Gíslason (VG), Sigurður Ingi Jóihannsson (F) og Einar K. Guðfinnsson (D). Allt saman sómamenn hinir mestu en þekktir fyrir allt annað en það að vilja stokka upp kvótakerfið. 

Það er góðra gjalda vert að menn noti sumarið til að stjórnarliðar og stjórnarliðar fari yfir málið en það eru óneitanlega ákveðin fingraför á því þegar stjórnin velur sína hörðustu talsmenn útgerðarinnar í málið, þá Björn Val og Kristján.

Með þessu er ég ekki að segja að mínar skoðanir liggi algerlega samsíða þeim allra róttækustu í uppstokkun kvótans en oft hefur mér blöskrað varðstaða talsmanna LÍÚ innan sem utan þings. Hér eru fjórir LÍÚ vinir saman komnir. Ef ríkisstjórnin hefði sett í þetta verk þær Ólínu Þorvarðardóttur frá Samfylkingu og Lilju Rafneyju frá VG þá hefði nú verið kynjajafnrétti í nefndinni og svipurinn líka allt annar.

En það er greinilega ekki ætlunin að ganga mjög langt í þessu máli og þá bara vitum við það.  


mbl.is Skila sameiginlegu áliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Vesældómur Ríkisstjórnarflokkanna í þessu máli verður allt að vopni Bjarni minn ! Alveg eins og í ESB fáránleikanum, sem enn heldur áfram !

Gunnlaugur I., 30.8.2012 kl. 18:58

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jaaa... Bíddu nú hægur...

Það gæti komið annað hljóð í þessa dúdda ef kvótinn hverfur úr eyjum... Vegna sölunnar hjá Magnúsi K...!

Sævar Óli Helgason, 30.8.2012 kl. 20:27

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú ruglar núna Bjarni, eins og kemur stundum fyrir þig. Það er alveg eins hægt að segja að þetta séu fulltrúar sveitarfélaga á Landsbyggðinni.Þau ályktuðu flest gegn því að kvótinn færi til ríkisins, eins og þú vilt.Og það er líka hægt að segja að þetta séu fulltrúar sjómanna sem ályktuðu eins.Vonandi nærðu áttum áður en þér dettur í hug að bjóða þig fram til þings í Suðurkjördæmi.

Sigurgeir Jónsson, 30.8.2012 kl. 20:41

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það er alveg rétt Sigurgeir að sveitarfélög á landsbyggðinni tala á svipuðum nótum og LÍÚ og á svipuðum nótum og þessir þingmenn - en hvað afsannar það. Ég er ekkert að gera lítið úr sjónarmiðum þessarra manna. Bendi aðeins á að ef LÍÚ hefði átt að velja fjóra þingmenn, einn úr hverjum flokki til þessa verks hefðu samtökin líkast til valið þessa fjóra. Hvort ég vilji þjóðnýta kvótann,- það er þín fullyrðing en "þú ruglar núna Sigurgeir eins og stundum kemur fyrir þig." Kveðjur kærar -b.

Bjarni Harðarson, 30.8.2012 kl. 20:55

5 identicon

Það er óumdeilt, að kvótinn er sameign þjóðarinnar, því er það skílaust brot á stjórnarskráinni, ef með löggjöf á að færa fáum útvöldum, ófæddum börnum á Íslandi,erfðaréttinn að stórum hluta ófædds fisks á Íslandsmiðum, á gjaldtöku, og með frjálsu framsali, til næstu 40 ára.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 21:49

6 identicon

Mjög óábyrgt hjá þér Bjarni að kalla þá Björn Val og Kristján Þór séu "talsmenn útgerðarinnar". Björn Valur hefur gagnrýnt LÍÚ harkalega í gegnum tíðina og er hvorki vinur þeirra né talsmaður (og það veistu líklega).

Það er algjör óþarfi í umræðunni að reyna að klína einhverju svona á menn.

Láki (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband