Hatursskrif á Smugunni

Það er vitaskuld ekki bætandi á haustkulið að benda lesendum á að fara inn á Smuguna. Þar skrifa nú þeir Huginn Freyr Þorsteinsson og Elías Jón Guðjónsson grein saman sem vitnar um einkennilegt sálarástand. Mætti svosem litlu skipta ef ekki væri svo að annar er aðstoðarráðherra Steingríms J. og hinn gegnir sömu stöðu hjá  Katrínu Jakobsdóttur og taumhald þeirra orðið slakara en var fyrr á kjörtímabilinu. (http://smugan.is/2012/09/tebodshreyfing-a-islandi)

Aðstoðarráðherrarnir sletta mjög aðfinnslum út og suður sem fæstar eru rökstuddar. Teboðshreyfingin Ameríska kemur hér mjög við sögu án þess að hægt sé að henda reiður á samhenginu. Og vitaskuld fá andstæðingar ESB aðildar Íslands, samtökin Heimssýn, að finna til tevatnsins. Slíkt fólk er að mati Hugans og Elíasar haldið rörsýn í alþjóðasamstarfi þar sem skiptingin "við og þeir" keyrir áróðurinn áfram.

Höfundar gera enga grein fyrir því hvenær þeim tókst að lækna ráðherra sína og hina þægu þingmenn VG af rörsýninni. Til skamms tíma hélt Steingrímur J. því á lofti að hann væri "guðfaðir Heimssýnar" en nú sendir hann hlaupastráka fram til að skíta sömu samtök út. Umskiptin eru vissulega mikil.

Fyrrum áttu bæði Steingrímur J. og Katrín pólitískan frama sinn og stuðning að þakka baráttu gegn ESB aðild sem og þátttöku í starfi Heimssýnar. Katrín var þar síðast heiðurs ræðumaður 1. desember 2008 en kosið var vorið eftir. Ennþá eru margir VG liðar virkir í starfi þeirra samtaka en slíkir fá ekki háa einkun hjá aðstoðarráðherrunum sem enda pistil sinn á því að meintir "teboðsmenn" innan VG séu tæki í höndum auðvaldsins og taki nú þátt í því að koma fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins frá völdum. 

Það er auðvitað gremjulegt fyrir sanntrúaða ESB sinna að horfa nú til þess að ESB umsóknin hefur eitrað og eyðilagt stjórnarsamstarf vinstri flokkanna. Það sem kemur stjórninni frá völdum er fylgishrun sem ESB þráhyggjan veldur mestu um.

Að skella þá skuldinni á Heimssýn með illa grunduðum hatursáróðri um þau samtök er vitaskuld langt utan velsæmis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB flokkurinn VG mun væntanlega reyna að haga kosningabaráttunni þannig að flokkurinn sé andvígur inngöngu Íslands í ESB, og flokkurinn sé með sömu stefnu og 2009.ESB flokkurinn VG mun væntanlega komast upp með þessa lygi ef vinstri kjósendur á Íslandi hafa engan annan valkost en VG.Þau nýju framboð sem komin eru fram eru öll einhvers konar ESBkrata framboð nema Hægri Grænir.Ef einhverjir sannir ESBandstæðingar á vinstri kantinum eru til þá tel ég að þeirra tími sé kominn.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 12.9.2012 kl. 16:21

2 identicon

Sæll Bjarni,

Er rétt að Alþingi samþykkti samningsferli þar sem þjóðin fengi að kjósa um aðild að ESB?

Finnst þér eðlilegt að fara gegn slíkri samþykkt og taka afstöðu til aðildar að ESB áður samningsuppkastið liggur fyrir?

Eru önnur samþykkt mál frá Alþingi sem þú vilt halda frá þjóðinni?

Hringur Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 19:48

3 identicon

Þessir menn eru skítadreifarar á hatursáróðri í garð þeirra sem ekki eru sömu skoðanir og þeir.

Slíkir hatursáróðursmenn eru kallaðir öfgamenn og beita sömu meðulum og aðrir öfgamenn sem vilja koma á þöggun t.d. var þetta ástandað í Sovétrikjunum og DDR, einnig í Þriðja ríki Nazismans.  

Nú í dag eru það einkum öfgasinnaðir múslímar sem ástunda svona vinnubrög, t.d. Talibanr, Al-Quaida, öfgasinnaðir kristnir söfnuðir, og svo vinstrimenn hér á landi sem vilja þagga niður í andstæðingum sínum með ósmekklegum skrifum eins og þessir tveir kumpánar sem eru á launum hjá þjóðinni.

Skarphéðinn S. Gunn. (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 20:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem nú kallast ESB er ekki sama fyrirbrigðið og var þegar þessi umsókn var samþykkt á sínum tíma.  Nú er rætt um samruna og eina yfirstjórn í öllum helstu málefnum sambandsins og þar ætla sér að ráða stærri þjóðirnar og við myndum lítið hafa um það að segja.  Þeir sem ekki sjá þetta eru í besta falli kjánar, en að mínu mati hinir einu sönnu rörsýnismenn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 20:16

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þannig vill til Hringur Hafsteinsson að ég fylgdist með umræðum og atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umsóknin var samþykkt með naumum meirihluta og þar í hópi voru nokkrir skælandi og hálfskælandi sem lýstu yfir andstöðu við eigið atkvæði með því segjast vera á móti umsókn svo fáránlegt sem það nú var. Vinstri hreyfingin grænt framboð tók við UMBOÐI FRÁ KJÓSENDUM hvað það varðar að standa gegn umsókn. Allnokkrir- óvíst hversu margir sjálfstæðismenn kusu Vg vegna einarðrar afstöðu þeirra í þessu máli. Þannig háttar til að samkv. stjórnarskrá ríkir hér fulltrúalýðræði og þess vegna ber að líta svo á að V g. hafi misfarið með umboð sitt í þessu máli. Þess vegna ættirðu ekki Hringur Hafsteinsson að gera fleiri tilraunir í þá veru að ala fólk upp í pólitískum veruleika. Mikil spurning að þú hafir náð þeim pólitíska þroska sem til þarf svo þú getir tjáð þig um þau efni. 

Árni Gunnarsson, 12.9.2012 kl. 20:56

6 identicon

Ef þú ert ekki vinstri sinnaður, sem ungur maður, þá ert þú hjartalaus.

Ef þú ert ennþá vinstrisinnaður, fullorðin, þá ert þú heilalaus.

Og þetta er ríkisstjórnin!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 22:27

7 identicon

Sæll Árni Gunnarsson.

Vil ekki ala neinn upp.

En þú lítur svo á að ekki skuli taka mark á atkvæðagreiðslu Alþingis vegna þess að ÞÚ horfðir upp á hálfskælandi VG menn fara gegn flokkssamþykktum? Ættum við kannskli að telja skælandi menn svona almennt? Eða aðeins þegar þú sérð þá? Er það uppeldisaðferðin sem þú leggur til?

Bkv, Hringur

Hringur Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 22:54

8 identicon

Það má alveg skipta um skoðun, rása frá vinsti til hægri, skipta um flokka -- já, eins og t.d þú.

Svo má slaka á og fá sér kamilute, draga djúpt andan og treysta á hug þjóðarinnar og lýðræði.

Gerðu það fyrir mig að hætta þessu fingurbendandi ofsóknaræði og skoðanakúgun.

Lýðræðið sigrar að lokum þó þú djöflist eins og púki á fjósbitanum.

asi (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:36

9 identicon

Þingið sjái sóma sinn í að afgreiða málið til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fari  eigi síðar en í lok nóvember 2012.

Þjóðin mun svo segja dúndrandi Nei við ESB aðlöguninni,

líkt og gegn Icesave þrælaklafanum sem Huginn Freyr Þorsteinsson reyndi sem meðlimur í Svavars-nefndinni allt til að koma á sauðsvartan almenning þessa lands.  Tími hans og "tussufína" aðstoðarmanns Kötu litlu er senn liðinn.  Auðvitað hreyta þeir þá einhverju skítlegu úr sér, þegar klukkan glymur þeim og tími þeirra á þrotum sem skítadreifarar hjúa ESB og AGS.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 02:41

10 Smámynd: K.H.S.

 Ekki skulum við skæla og

skæla og skæla,

skal ún ekki koma ún

mamma og ún mamma,

ún mamma okkar góða og góða og góða,

guð bless ana mömmu og ana mömmu ans litla bróða.

K.H.S., 13.9.2012 kl. 08:53

11 identicon

Þeir kalla sig vinstri,

vinir bankaauðræðisins og auðhringjanna á sameiginlega efnahagssvæðinu með frjálst flæði vinnuafls og fjármagns frá Wall Street, City og Frankfurt.

Þeir kalla sig vinstri og hlekkja almenning í skuldaþrældóm, fyrir hönd hins glóbalíska auðræðis.

Þeir kalla sig græna,

embættismannahyskið, sem aldrei hefur unnið ærlega vinnu, en massaframleiða boðin að ofan í formi "sjálfbærni" og erfðabreyttra matvæla einkaleyfa auðhringjanna.  Þeir eru efnahagsböðlarnir í ráðuneytunum.

Þeir kalla sig Vinstri græna; fasísku og tussufínu auðræðismellurnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 13:01

12 identicon

Félagi Bjarni !

 "Strákarnir" tveir eru hlýðnir hlaupahvolpar sinna foringja.

 Hinsvegar er að baki djúft - langhugsað plott.

 Vafalítið  verður ESB., algjörlega úti úr myndinni -en að loknum næstu ksoningum,hverjir mynda ríkisstjórn ? !

 Gleðjumst með glöðum !Jafnvel þót Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40 til 44% atkvæða, já jafnvel 24 til 26 þingmenn- verður hann úti í kuldanum.

 Kalli Sveins., er reiðubúinn að" eta hattinn sinn" ( sem Salome Þorkels. forðum) ef ný vinstri stjórn  bíður ekki landsmnna næsu 4 árin - mátti skýrt greina í umræðum um stefnuræðu  heilagrar Jóhönnu.

 Og með hvern í forsæti ??

 Jú, Sigmund Davíð !Framtíðin er björt hjá þér félgi Bjarni - "Kúba norðursins" við næsta sjóndeildarhring.Gullöld framundan á landi feðranna !

 Segjum því sem Rómverjar forðum.: " Ergo bibamus" - þ.e. " Opnum flösku" ! - " Lyftum glsum" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband