Stórlega ýktar fréttir af sjálfum mér ...

Morgunblaðið gerir mér hátt undir höfði í morgun af litlu tilefni. Blaðamaður hringdi í mig spurði mig út í klofningsframboð það sem Eiríkur Jónsson hefur upplýst þjóðina um á gagnmerkri fréttasíðu sinni. Því varfljótsvarað að ég kannaðist ekki við það sem þar er sagt. En kannski hefði nú hitt verið fréttnæmara ef sjálfur Eiríkur færi rétt með!

klofningur-vg

Á hinn bóginn hafa ESB andstæðingar úr kjósendahópi VG ræðst við allt þetta kjörtímabil og harmað svik sinnar forystu. Þá stendur upp úr öðrum hvorum manni að réttast væri að bjóða fram á móti þessu liði - en þegar til kemur langar engan í þann leðjuslag.

Sjálfur hef ég viljað bíða í lengstu lög eftir því að Eyjólfur hressist og Steingrímur snúi við blaðinu. Langlundargeð okkar Flóamanna getur verið talsvert.

En að því slepptu er víst best að útiloka ekkert.

(Meðfylgjandi er klippimynd Eiríks af meintum skæruliðum en sjálfur er ég miklu hrifnari af myndinni sem Mogginn birti hér á netinu af okkur Ásmundi sem sýnir svo ekki verður um villst hvað ég er miklu myndarlegri en dalakollurinn sá.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, ef þið alvöru vinstrifólkið stofnið ekki alvöru vinstriflokk, þá stend ég bara við það að sitja heima. Ég get ekki gefið íhaldinu atkvæði mitt, einhverjum bullframboðum um ekki neitt, en síst af öllu gef ég það svikurum við hugsjónir mínar. Meiri aumingjaskapurinn og kúgunin sem viðgengst í þessum flokki. Þarna eru afburðarmenn eins og Ögmundur, stórgreind kona eins og Guðfríður Lilja og alls konar gott fólk, en nei, þið látið mestu lúsablesa flokksins ráða öllu og eyðileggja flokkinn. Skamm bara!

Vonsvikinn vinstrimaður. (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 09:14

2 identicon

Svona er að vera ólíkindatól.....

Hvað kýs maður þá? (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 09:15

3 identicon

Ekki taka þessu persónulega. Skamm var ekki til þín, heldur til aumingjaskapar okkar vinstrimanna almennt. Er ekki í aðstöðu til að geta staðið í stjórnmálum sjálfur. Aumt að þurfa að sitja heima. Ég kýs ekki svikara og falskingja. Þannig er það bara. Ég met hugsjónir mínar of mikils til þess.

Vonsvikinn vinstrmaður (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 09:16

4 identicon

Getið þið svo ekki drifið ykkur á stað? Það væru bara hörðustu vinstrimennirnir sem mæta á kjörstað korter í kosningar að kjósa glænýtt framboð, jafnvel þó um væri að ræða skynsamlegt framboð afburðarfólks sem hefur sannað sig og sitt. Ef þið farið að koma með eitthvað núna á næstunni, og helst fyrir jól, eða í síðasta lagi snemma í janúar, þá er enn von.

Alþjóðahyggja, ekki Evrópuhyggja.

Jöfnuður, ekki hræsni snobbhænsna

Hugsjónir, ekki efnishyggja

Allir fyrir einn og einn fyrir alla.

Alvöru vinstriflokk!

Vonsvikinn vinstrimaður (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 09:20

5 identicon

Alvöru vinstriflokk!

Er ekki hægt að endurreisa EIK-ml með Má Guðmundsson sem formann.

Jón (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 11:19

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Er það " leðjuslagur" að fara með hörku á móti fólki sem svikið hafa bókstaflega ÖLL kosningaloforð síns flokks ?

 Hafi nokkur flokkur, nokkurs fólks, nokkurn tima svikið sitt fólk, er það Steingrímur og hans ,lærisveinar.

 Gefið þessu liði, svikaliði, ærleg ævarandi glóðurauga - með nýju framboði !

 Eða sem Rómverjar sögðu: "eTUS ILE QUI PROCUL NEGOTIIS" - þ.E. " kLIFRIÐ TINDINN OG BEITIÐ Í VINDINN - ÞIÐ EIGIÐ LEIKINN " !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband