Af holhönd utanríkisráðherra og það sem þar er að sjá!

Það lenti á mér í dag eins og oft áður að skrifa pistil dagsins á Vinstri vaktinni. Að þessu sinni skrifaði ég um það fólk sem hefur ófreskigáfu og getur séð inn í framtíðina.

Sá sem vildi sjá það sem hinn skyggni sá þurfti ekki annað en að horfa undir holhönd hins skyggna. Hélt þá sá skyggni hendi sinni út en sá sem vildi sjá beygði sig undir armlegginn og sá allt í gegnum það sjónarhorn sem varð undir axlarkverkinni.

Þegar leið nær okkar tíma varð þetta að hrekkjarbragði að láta fákæna kjána trúa því að það sem sást svona undir holhönd væri allt andlegra og merkilegra en venjuleg útsýn yfir veröldina. Í raunsæi 20. aldarinnar er nærtækt að skýra margar þessar sagnir og sýnir hinna ófresku með vísan í hugtök geðlæknisfræðinnar. Enginn trúir því nú að hægt sé að sjá ofsjónir annars manns með því að horfa undir axlarkverkinni og gildir þá einu hvort horfa skal á álfa eða skyggnast inn í framtíðina.

En samt er eins og veröldin endurtaki sig og sé jafnan söm við sig. Töluvert stór hópur manna telur sig geta kíkt inn í framtíðina með því að sjá undir loðinni holhönd utanríkisráðherra einhvern þann pakka sem á að geyma sem gerist og gerist ekki ef Ísland gengur í ESB. Og líka hvað gerist og hvað gerist ekki ef Íslendingar fara svo illa að ráði sínu að ganga ekki í ESB.

 Sjá nánar, http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1278149/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðan pistil Bjarni minn. Þú hittir alltaf naglann á höfuðið...

Gangi þér allt í haginn vinur.

Með vinsemd og virðingu...

Valgeir M. Pálsson

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband