Mikilvægt að fjalla um kennitöluflakkara

Fréttavefur Moggans á hrós skilið fyrir að fjalla hér um dæmigerðan íslenskan kennitöluflakkara. Fyrir okkur sem erum að berjast í fyrirtækjarekstri er samkeppni frá kennitöluflökkurum og afskriftakóngum það versta sem um getur. Það er hægt að lifa við verðbólgu, sölutregðu, smávægilegt búðahnupl og eldfjallaösku frá Eyjafjallajökli þó hún kosti daglegar skúringar! En það er ekki hægt að keppa við þá sem hafa rangt við með undirboðum - og kasta skuldunum öðru hvoru í fangið á almenningi. 

Góður félagi minn hér á Selfossi hætti nýlega að baka pizzur eftir margra ára farsælan og myndarlegan rekstur. Ástæðan: Dominoskarlarnir komu fljúgandi inn í bæinn á þyrlu og klipptu á borða að nýjum veitingastað. Flott skyldi það vera!

Nú er ekkert að samkeppni en hvernig á venjulegur heiðarlegur atvinnurekandi að keppa við Domionos sem undirbýður og er með allt svo flott og fínt - eftir að hafa fengið að minnsta kosti 1500 milljónir afskrifaðar. Talan er þó ef til vill hærri. Sá sem keypti Dominos 2012 af Landsbankanum og Magnúsi Kristinssyni fyrrum útgerðarmanni í Vestmannaeyjum er sá sami og seldi Magga staðinn í bólunni miðri nokkrum árum fyrir hrun. Magnús var einn þeirra sem keypti þá nokkur stór fyrirtæki, Toyota þar á meðal. Á þessum árum voru öll fyrirtæki ofmetin og vitaskuld fór ævintýri Eyjamannsins í þrot með tilheyrandi afskriftum. Hluti af þeim afskriftum tilheyra vitaskuld Dominos - hversu stór veit ég ekki. 

Algerlega galið bankakerfi útrásarvíkinganna sá til þess að þeir sem seldu fyrirtækin á þessum tíma fengu þau oftar en ekki greidd út í beinhörðum peningum, þó svo að kaupandi skuldaði allt í viðskiptunum. Þessar peningaupphæðir eru grundvöllur margra þeirra sem mest berast á í dag og það er fráleitt að láta bara eins og þetta sé heiðarlega fengið fé.

Þetta er hluti af siðlausum afskriftaheimi eftir-kreppu-kapítalismans.


mbl.is Ítrekuð gjaldþrot Metroborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hvers vegna er þetta "kennitöluflakk og skuldabrall" ekki kannað af sérstökum saksóknara, - eða öðrum réttskipuðum aðilum í dóms- og réttarkerfinu, - hvort þarna sé um að ræða skipulagt athæfi til þess að svíkja út fjármuni, út úr lánastofnunum ???

Tryggvi Helgason, 1.2.2013 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband